Nýársspá Siggu Kling – Fiskurinn: Púslin raðast upp í sumar Sigga Kling skrifar 4. janúar 2019 09:00 Elsku Fiskurinn minn, þér gæti fundist þú vera andsetinn svo margt er búið að fara í taugarnar á þér, gera þig pirraðan og koma þér í tilfinningalegt ójafnvægi. Þessi orka mun svo aldeilis breytast núna í janúar, því þú veist alveg hvernig þú ferð að því að henda álaginu af þér og taka lífinu léttar. Þú ert svo góður í orðum og að sannfæra aðra og hjálpa og þú ert líka frábær áheyrandi sem er frekar sjaldgæfur eiginleiki og þú heillast af öðru fólki og öllu því sem það gerir. Mér finnst svo fallegt eins og það er orðað á ensku „a people person“ sem á svo vissulega vel við þig á þessu ári því þú munt svo einlæglega snerta hjörtu, hug og sálir út um allt. Þú sérð lífið eins og veislu og þetta ár gerir þig að svo stórfenglegum veislustjóra, sem tengist ástinni, fjölskyldunni, dýrunum og hverju því sem þú leggur þitt ástfóstur við. Þú veist svo innilega að styrkur þinn og lífið snýst um gæsku en ekki yfirráð, það elska þig svo margir og talan sem fylgir þér 2019 er talan sex og hennir fylgir andlegur friður og ró. Þannig að á þessu ári þarftu alls ekki að draga úr hraðanum, né passa þig á nokkurn hátt, heldur leyfa þér að fara út um víðan völl, skína og vera alls ekki á bremsunni. Þú hefur mikil tækifæri til að verða vellríkur, en þú finnur alltaf leið til að láta peningana renna annað, til dæmis til góðgerðasamtaka, eða innan fjölskyldunnar og þú getur orðið ansi eyðslusamur á þessu ári, en það gerir ekkert til því allt sem þú gefur kemur þúsundfalt til baka. Þegar þú sérð sumarið koma þá raðast púslið upp 100%, en það eru of mörg púsl í kassanum hjá þér og þess vegna hefurðu ekki séð heildar útkomuna eða styrkleikana. Án þess að þú breytir nokkru eða takir stórar ákvarðanir munu manneskjur hverfa úr lífi þínu og þú sérð að það er fyrir bestu. Þetta ár verður svipað og þú sért að grafa eftir gulli, þú hefur fundið nokkra góða mola sem hafa reddað hlutunum, en þú ert bara nokkrum sentimetrum frá Gullæðinni miklu.Frægir Fiskar: Elísabet Ásberg listamaður, Beggi hans Pacasar, Baltasar Kormákur leikstjóri, Díana Ómel fjöllistakona, Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður, Albert Einstein, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Vigdís Hauksdóttir þingkona, Ilmur Kristjánsdóttir leikkona, Svavar Örn engill, Páll Óskar poppstjarna, Katla Sign og Baby Kling, Lína Rut listaperla, Nanna Lovísa dýranuddari, Höskuldur Kári Schram fréttamaður. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Elsku Fiskurinn minn, þér gæti fundist þú vera andsetinn svo margt er búið að fara í taugarnar á þér, gera þig pirraðan og koma þér í tilfinningalegt ójafnvægi. Þessi orka mun svo aldeilis breytast núna í janúar, því þú veist alveg hvernig þú ferð að því að henda álaginu af þér og taka lífinu léttar. Þú ert svo góður í orðum og að sannfæra aðra og hjálpa og þú ert líka frábær áheyrandi sem er frekar sjaldgæfur eiginleiki og þú heillast af öðru fólki og öllu því sem það gerir. Mér finnst svo fallegt eins og það er orðað á ensku „a people person“ sem á svo vissulega vel við þig á þessu ári því þú munt svo einlæglega snerta hjörtu, hug og sálir út um allt. Þú sérð lífið eins og veislu og þetta ár gerir þig að svo stórfenglegum veislustjóra, sem tengist ástinni, fjölskyldunni, dýrunum og hverju því sem þú leggur þitt ástfóstur við. Þú veist svo innilega að styrkur þinn og lífið snýst um gæsku en ekki yfirráð, það elska þig svo margir og talan sem fylgir þér 2019 er talan sex og hennir fylgir andlegur friður og ró. Þannig að á þessu ári þarftu alls ekki að draga úr hraðanum, né passa þig á nokkurn hátt, heldur leyfa þér að fara út um víðan völl, skína og vera alls ekki á bremsunni. Þú hefur mikil tækifæri til að verða vellríkur, en þú finnur alltaf leið til að láta peningana renna annað, til dæmis til góðgerðasamtaka, eða innan fjölskyldunnar og þú getur orðið ansi eyðslusamur á þessu ári, en það gerir ekkert til því allt sem þú gefur kemur þúsundfalt til baka. Þegar þú sérð sumarið koma þá raðast púslið upp 100%, en það eru of mörg púsl í kassanum hjá þér og þess vegna hefurðu ekki séð heildar útkomuna eða styrkleikana. Án þess að þú breytir nokkru eða takir stórar ákvarðanir munu manneskjur hverfa úr lífi þínu og þú sérð að það er fyrir bestu. Þetta ár verður svipað og þú sért að grafa eftir gulli, þú hefur fundið nokkra góða mola sem hafa reddað hlutunum, en þú ert bara nokkrum sentimetrum frá Gullæðinni miklu.Frægir Fiskar: Elísabet Ásberg listamaður, Beggi hans Pacasar, Baltasar Kormákur leikstjóri, Díana Ómel fjöllistakona, Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður, Albert Einstein, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Vigdís Hauksdóttir þingkona, Ilmur Kristjánsdóttir leikkona, Svavar Örn engill, Páll Óskar poppstjarna, Katla Sign og Baby Kling, Lína Rut listaperla, Nanna Lovísa dýranuddari, Höskuldur Kári Schram fréttamaður.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira