Japanskir og kóreskir bílar öruggastir Finnur Thorlacius skrifar 3. janúar 2019 08:15 Subaru-bíll í prófunum hjá IIHS Top Safety Pick. Fréttablaðið Samkvæmt árekstrar- og öryggisprófunum IIHS Top Safety Pick í Bandaríkjunum eru nýir bílar framleiddir af japönskum og suðurkóreskum bílaframleiðendum þeir öruggustu. Best kom bílaframleiðandinn Subaru út með 7 bíla af þeim 30 sem náðu toppeinkuninni IIHS Top Safety Pick+ og var það aðeins Subaru Forester sem náði ekki þeirri einkunn vegna aðalljósa bílsins, en hann náði samt einkunninni IIHS Top Safety Pick, en vantaði plúsinn. Í ár náðu helmingi fleiri bílar einkunninni IIHS Top Safety Pick+ en í fyrra, eða 30 bílar í stað 15 í fyrra. Það náðist þrátt fyrir meiri kröfur þetta árið en kröfurnar aukast á hverju ári.Enginn bandarískur náði IIHS Top Safety Pick+ Athygli vekur að enginn bíll frá bandarískum framleiðanda náði á þennan 30 bíla topplista þó svo prófanirnar séu gerðar í Bandaríkjunum. Ef taldir eru saman bílar sem náðu IIHS Top Safety Pick eða IIHS Top Safety Pick+ var Hyundai með flesta bíla. Nokkrir bílar á topplistanum eru frá þýsku framleiðendunum BMW, Audi og Mercedes Benz, en enginn Volvo-bíll náði á listann og vekur það furðu þar sem bílar Volvo þykja einna öruggustu bílar í heimi. Fáir rafmagns- eða tengiltvinnbílar eru á listanum, en Kia Niro Plug-In-Hybrid náði því þó. Enginn Tesla-bíll er á listanum góða, en það kemur ekki til af góðu því Tesla vildi ekki setja bíla sína í þessar prófanir. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent
Samkvæmt árekstrar- og öryggisprófunum IIHS Top Safety Pick í Bandaríkjunum eru nýir bílar framleiddir af japönskum og suðurkóreskum bílaframleiðendum þeir öruggustu. Best kom bílaframleiðandinn Subaru út með 7 bíla af þeim 30 sem náðu toppeinkuninni IIHS Top Safety Pick+ og var það aðeins Subaru Forester sem náði ekki þeirri einkunn vegna aðalljósa bílsins, en hann náði samt einkunninni IIHS Top Safety Pick, en vantaði plúsinn. Í ár náðu helmingi fleiri bílar einkunninni IIHS Top Safety Pick+ en í fyrra, eða 30 bílar í stað 15 í fyrra. Það náðist þrátt fyrir meiri kröfur þetta árið en kröfurnar aukast á hverju ári.Enginn bandarískur náði IIHS Top Safety Pick+ Athygli vekur að enginn bíll frá bandarískum framleiðanda náði á þennan 30 bíla topplista þó svo prófanirnar séu gerðar í Bandaríkjunum. Ef taldir eru saman bílar sem náðu IIHS Top Safety Pick eða IIHS Top Safety Pick+ var Hyundai með flesta bíla. Nokkrir bílar á topplistanum eru frá þýsku framleiðendunum BMW, Audi og Mercedes Benz, en enginn Volvo-bíll náði á listann og vekur það furðu þar sem bílar Volvo þykja einna öruggustu bílar í heimi. Fáir rafmagns- eða tengiltvinnbílar eru á listanum, en Kia Niro Plug-In-Hybrid náði því þó. Enginn Tesla-bíll er á listanum góða, en það kemur ekki til af góðu því Tesla vildi ekki setja bíla sína í þessar prófanir.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent