Græddi einn og hálfan milljarð á tveggja mínútna bardaga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2019 23:30 Floyd "Money“ Mayweather og Tenshin Nasukawa í lok bardagans. Vísir/Getty Þetta voru góð áramót fyrir hnefaleikakappann Floyd Mayweather sem þykir manna duglegastur við að komast yfir stórar peningaupphæðir í íþróttaheiminum. Síðasta væna útborgunin til Floyd Mayweather kom eftir bardaga við japanska bardagakappann Tenshin Nasukawa á Gamlársdag. Tenshin Nasukawa er vissulega stjarna í Japan en er mjög langt frá því að vera alþjóðleg stjarna. Hann keppir vanalega í kickboxi en reyndi sig nú á móti einum af bestu boxurum allra tíma. Floyd Mayweather er orðinn 41 árs gamall og hefur margoft sagt að hann sé hættur. Hann hefur þó stokkið á góð tilboð eins og þegar hann barðist við Conor McGregor árið 2017. Nú kom annað tilboð sem var of gott til að segja nei við. Floyd Mayweather var aðeins 136 sekúndur að klára bardagann á móti Tenshin Nasukawa en hann fékk fyrir hann 13 milljónir dollara. Á þessum rúmu tveimur mínútum þá sló Mayweather Nasukawa þrisvar sinnum í gólfið. Þrettán milljónir dollara eru einn og hálfur milljarður í íslenskum krónum og fékk Floyd Mayweather því ellefu milljónir á sekúndu í þessum bardaga. Það eru samt ekki allir sáttir á samfélagmiðlum og margir halda því fram að það hafi verið búið að semja um niðurstöðu bardagans. Floyd „Money“ Mayweather fór allavega sáttur heim með vasana fulla af peningum. View this post on InstagramWhat if I told you I was making $9,000,000 for 9 minutes of sparring in Tokyo Japan would you do the same if you were me? I like to call it a 9 minute walk thru. #Tokyo #Japan A post shared by Floyd Mayweather (@floydmayweather) on Dec 30, 2018 at 5:12pm PST Box Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sjá meira
Þetta voru góð áramót fyrir hnefaleikakappann Floyd Mayweather sem þykir manna duglegastur við að komast yfir stórar peningaupphæðir í íþróttaheiminum. Síðasta væna útborgunin til Floyd Mayweather kom eftir bardaga við japanska bardagakappann Tenshin Nasukawa á Gamlársdag. Tenshin Nasukawa er vissulega stjarna í Japan en er mjög langt frá því að vera alþjóðleg stjarna. Hann keppir vanalega í kickboxi en reyndi sig nú á móti einum af bestu boxurum allra tíma. Floyd Mayweather er orðinn 41 árs gamall og hefur margoft sagt að hann sé hættur. Hann hefur þó stokkið á góð tilboð eins og þegar hann barðist við Conor McGregor árið 2017. Nú kom annað tilboð sem var of gott til að segja nei við. Floyd Mayweather var aðeins 136 sekúndur að klára bardagann á móti Tenshin Nasukawa en hann fékk fyrir hann 13 milljónir dollara. Á þessum rúmu tveimur mínútum þá sló Mayweather Nasukawa þrisvar sinnum í gólfið. Þrettán milljónir dollara eru einn og hálfur milljarður í íslenskum krónum og fékk Floyd Mayweather því ellefu milljónir á sekúndu í þessum bardaga. Það eru samt ekki allir sáttir á samfélagmiðlum og margir halda því fram að það hafi verið búið að semja um niðurstöðu bardagans. Floyd „Money“ Mayweather fór allavega sáttur heim með vasana fulla af peningum. View this post on InstagramWhat if I told you I was making $9,000,000 for 9 minutes of sparring in Tokyo Japan would you do the same if you were me? I like to call it a 9 minute walk thru. #Tokyo #Japan A post shared by Floyd Mayweather (@floydmayweather) on Dec 30, 2018 at 5:12pm PST
Box Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sjá meira