Nóg hvað? Þórarinn Þórarinsson skrifar 18. janúar 2019 07:00 Ég er þunglyndur og veit allt of vel að þegar bölvað boðefnamoldviðrið fer af stað breytir nákvæmlega engu að vera nóg. Enda er manni nóg boðið. Ég hef örugglega gælt við sjálfsmorðshugsanir oftar en unga konan, markaðssnillingurinn, sem ætlar að hrista nýfundna lífslyklakippuna sína framan í fólk í Höllinni í dag. Markaðsfólk er upp til hópa sálarlaust með gröf og Excel-skjöl í hjartastað en kannski er lyklakonan voðalega vel meinandi. Breytir því ekki að ég veit að lyklarnir hennar ganga ekki að einu einasta andlega skráargati. „Þú ert nóg“ er það snargalnasta sem ég hef heyrt sem sjálfsvígsforvörn og ég hef verið talaður ofan af því að farga mér með nokkrum orðum. Þau höfðu að vísu einhverja merkingu og tengingu við líðan mína og það sem ég var að hugsa. Þessi himinhrópandi heimska hefði ýtt mér fram af brúninni ef eitthvað er. Við ættum samt sem samfélag að líta okkur nær frekar en að æla fordæmingum yfir séníið með fölsku lyklana. Trú sinni markaðsköllun er hún í raun bara að reyna að fylla ginnungagap geðheilbrigðiskerfisins okkar með kúadellu. Hvers vegna ekki að fjölmenna í örvæntingu á lyklafund í Höllinni þegar kerfið sinnir helst bara fólki í bráðum sálarháska á skrifstofutíma á virkum dögum og alvarlega geðveikir eiga stundum ekki í önnur hús að venda en fangageymslur lögreglu? Er „þú ert nóg“ ruglið eitthvað sérstaklega á skjön í samfélagi sem finnst sjálfsagt og eðlilegt að meðhöndlun fíkla og geðsjúkra sé frekar í höndum kuklara, sjálfstæðra halelúja-samtaka og fíkla í bata, sem vopnaðir eru úreltum sjálfshjálparskruddum, frekar en hjá sálfræðingum og geðlæknum sem nú garga sem hæst á lyklasmiðinn unga? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun
Ég er þunglyndur og veit allt of vel að þegar bölvað boðefnamoldviðrið fer af stað breytir nákvæmlega engu að vera nóg. Enda er manni nóg boðið. Ég hef örugglega gælt við sjálfsmorðshugsanir oftar en unga konan, markaðssnillingurinn, sem ætlar að hrista nýfundna lífslyklakippuna sína framan í fólk í Höllinni í dag. Markaðsfólk er upp til hópa sálarlaust með gröf og Excel-skjöl í hjartastað en kannski er lyklakonan voðalega vel meinandi. Breytir því ekki að ég veit að lyklarnir hennar ganga ekki að einu einasta andlega skráargati. „Þú ert nóg“ er það snargalnasta sem ég hef heyrt sem sjálfsvígsforvörn og ég hef verið talaður ofan af því að farga mér með nokkrum orðum. Þau höfðu að vísu einhverja merkingu og tengingu við líðan mína og það sem ég var að hugsa. Þessi himinhrópandi heimska hefði ýtt mér fram af brúninni ef eitthvað er. Við ættum samt sem samfélag að líta okkur nær frekar en að æla fordæmingum yfir séníið með fölsku lyklana. Trú sinni markaðsköllun er hún í raun bara að reyna að fylla ginnungagap geðheilbrigðiskerfisins okkar með kúadellu. Hvers vegna ekki að fjölmenna í örvæntingu á lyklafund í Höllinni þegar kerfið sinnir helst bara fólki í bráðum sálarháska á skrifstofutíma á virkum dögum og alvarlega geðveikir eiga stundum ekki í önnur hús að venda en fangageymslur lögreglu? Er „þú ert nóg“ ruglið eitthvað sérstaklega á skjön í samfélagi sem finnst sjálfsagt og eðlilegt að meðhöndlun fíkla og geðsjúkra sé frekar í höndum kuklara, sjálfstæðra halelúja-samtaka og fíkla í bata, sem vopnaðir eru úreltum sjálfshjálparskruddum, frekar en hjá sálfræðingum og geðlæknum sem nú garga sem hæst á lyklasmiðinn unga?
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun