Lífið

Ekki allir sáttir við ummæli Öldu Karenar: „Lausnin við þessu er svo einföld“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alda Karen er 25 ára fyrirlesari frá Akureyri sem heldur fyrirlestur í Laugardalshöllinni 18. janúar.
Alda Karen er 25 ára fyrirlesari frá Akureyri sem heldur fyrirlestur í Laugardalshöllinni 18. janúar. Vísir
Alda Karen Hjaltalín, fyrirlesarinn sem vakið hefur mikla athygli að undanförnu, var gestur Íslands í dag í gærkvöldi. Hún fór yfir allt það sem vænta má af fyrirhuguðum fyrirlestri hennar og mætti með sýndarveruleikagleraugun sem hún notar til að hjálpa fólki til að sigrast á ótta sínum.

Alda Karen er 25 ára og er að norðan en búsett í New York. Alda heldur fyrirlestur í Laugardalshöll þann 18. janúar sem gengur undir nafninu LIFE Masterclass: Into Your Mind. Um er að ræða námskeiði númer tvö sem hún heldur.

„Þetta er í raun orðið að námskeiðaseríu. Ég er að fara yfir allt sem tengist lífinu og sérstaklega heilanum þínum,“ segir Alda Karen um námskeiðin sem hún heldur.

„Þú ert nóg“

„Núna er sérstök áhersla á heilann. Hvernig hann talar við þig og hvernig þú talar við hann,“ segir Alda sem verður ekki ein að þessu sinni í höllinni en Sigríður A. Pálmadóttir og Guðni Gunnarsson halda einnig fyrirlestur með Öldu þann 18. janúar.

Alda Karen Hjaltalín flutti fyrirlestur fyrir fullri Eldborg í fyrra.FBL/Ernir
„Ég ætla fara með fólki í ákveðna upplifun. Þetta er sett upp í fyrirlestraformi og við reynum að hafa þetta kósý spjall. Svo ætlum við að deila okkar hindrunum í lífinu og hvernig við komumst yfir þær. Aðal skilaboðin og rauði þráðurinn í allri upplifuninni er að þú ert nóg. Það er svona ástæðan fyrir því að ég er komin aftur. 

Ég ætlaði ekkert að vera með annan fyrirlestur og náði í raun toppnum þegar við fylltum Eldborg í fyrra. Svo komst ég að því að í fyrra árið 2018 var rosalega mikið af sjálfsvígum á Íslandi, alveg bara hrikalega mikið. Þetta er stærsti sjúkdómurinn sem skekur mannkynið og það er hugsunin, ég er ekki nóg. 

Það er svo leiðinlegt að þetta sé stærsti sjúkdómurinn sem skekur mannkynið því að lausnin við þessu er svo einföld. Það er bara setningin, þú ert nóg,“ segir Alda Karen sem segist hafa sett upp umræddan viðburð til heiðurs þeim sem héldu að þeir væru ekki nóg.

Alda Karen er fyrirferðamikil á Instagram.

Langar að öllum líði vel

„Þegar þú veist að þú ert nóg þá þarftu ekkert að sækjast eftir einhverju samþykki frá samfélaginu eða einhverri viðurkenningu, þú ert bara nóg. Þegar þú ert að einbeita þér að því að þú sért nóg þá kemur allt það veraldlega til þín. Mig langar svo að öllum líði þannig og þá verðum við svo miklu fallegri mannskepnur, þetta er alveg ótrúlegt.“

Alda Karen heldur ekki einungis fyrirlestra heldur nýtir hún einnig sýndarveruleika til þess að þjálfa fólk til að sigrast á ótta sínum, t.d. lofthræðslu.

Hér að neðan má sjá innslagið sjálft en ákveðin ummæli hennar í innslaginu hafa vaktið sterk viðbrögð eins og sjá má á umræddum tístum neðar í fréttinni.

Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.

.


Tengdar fréttir

Gera grín að peningakossum Öldu Karenar

Fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín heldur úti nokkuð virkri Facebook og Instagram síðu þar sem hún meðal annars sýnir fylgjendum sínum ákveðna lífslykla eins og hún kallar það sjálf.

Hver er þessi Alda Karen?

Almannatengillinn Andrés Jónsson varpar ljósi á það hver stúlkan er sem var óþekkt fyrir hálfu ári en fyllir nú Eldborg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.