Ekki allir sáttir við ummæli Öldu Karenar: „Lausnin við þessu er svo einföld“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. janúar 2019 11:30 Alda Karen er 25 ára fyrirlesari frá Akureyri sem heldur fyrirlestur í Laugardalshöllinni 18. janúar. Vísir Alda Karen Hjaltalín, fyrirlesarinn sem vakið hefur mikla athygli að undanförnu, var gestur Íslands í dag í gærkvöldi. Hún fór yfir allt það sem vænta má af fyrirhuguðum fyrirlestri hennar og mætti með sýndarveruleikagleraugun sem hún notar til að hjálpa fólki til að sigrast á ótta sínum. Alda Karen er 25 ára og er að norðan en búsett í New York. Alda heldur fyrirlestur í Laugardalshöll þann 18. janúar sem gengur undir nafninu LIFE Masterclass: Into Your Mind. Um er að ræða námskeiði númer tvö sem hún heldur. „Þetta er í raun orðið að námskeiðaseríu. Ég er að fara yfir allt sem tengist lífinu og sérstaklega heilanum þínum,“ segir Alda Karen um námskeiðin sem hún heldur.„Þú ert nóg“ „Núna er sérstök áhersla á heilann. Hvernig hann talar við þig og hvernig þú talar við hann,“ segir Alda sem verður ekki ein að þessu sinni í höllinni en Sigríður A. Pálmadóttir og Guðni Gunnarsson halda einnig fyrirlestur með Öldu þann 18. janúar.Alda Karen Hjaltalín flutti fyrirlestur fyrir fullri Eldborg í fyrra.FBL/Ernir„Ég ætla fara með fólki í ákveðna upplifun. Þetta er sett upp í fyrirlestraformi og við reynum að hafa þetta kósý spjall. Svo ætlum við að deila okkar hindrunum í lífinu og hvernig við komumst yfir þær. Aðal skilaboðin og rauði þráðurinn í allri upplifuninni er að þú ert nóg. Það er svona ástæðan fyrir því að ég er komin aftur. Ég ætlaði ekkert að vera með annan fyrirlestur og náði í raun toppnum þegar við fylltum Eldborg í fyrra. Svo komst ég að því að í fyrra árið 2018 var rosalega mikið af sjálfsvígum á Íslandi, alveg bara hrikalega mikið. Þetta er stærsti sjúkdómurinn sem skekur mannkynið og það er hugsunin, ég er ekki nóg. Það er svo leiðinlegt að þetta sé stærsti sjúkdómurinn sem skekur mannkynið því að lausnin við þessu er svo einföld. Það er bara setningin, þú ert nóg,“ segir Alda Karen sem segist hafa sett upp umræddan viðburð til heiðurs þeim sem héldu að þeir væru ekki nóg.Alda Karen er fyrirferðamikil á Instagram.Langar að öllum líði vel „Þegar þú veist að þú ert nóg þá þarftu ekkert að sækjast eftir einhverju samþykki frá samfélaginu eða einhverri viðurkenningu, þú ert bara nóg. Þegar þú ert að einbeita þér að því að þú sért nóg þá kemur allt það veraldlega til þín. Mig langar svo að öllum líði þannig og þá verðum við svo miklu fallegri mannskepnur, þetta er alveg ótrúlegt.“ Alda Karen heldur ekki einungis fyrirlestra heldur nýtir hún einnig sýndarveruleika til þess að þjálfa fólk til að sigrast á ótta sínum, t.d. lofthræðslu. Hér að neðan má sjá innslagið sjálft en ákveðin ummæli hennar í innslaginu hafa vaktið sterk viðbrögð eins og sjá má á umræddum tístum neðar í fréttinni.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér. og hér er einnig hægt að hafa samband við Pieta samtökin..Það er eitt að segja fólki að kyssa peninga en það er annað, og gersamlega STURLAÐ, að segja að lausnin við sjálfsvígsvandanum sé að segja okkur þunglynda liðinu að „við séum nóg“. Fuck this shit. https://t.co/NnWwYS9p49 — Atli Jasonarson (@atlijas) January 14, 2019Alda Karen sjúklega framtakssöm og dugleg, greinilega vel lesin og klár EN Það þarf örlítið, tja heilmikið, meira en “þú ert nóg” til að ná tökum á þunglyndi og koma í veg fyrir sjálfsvíg. Þunglyndi er meira en lélegt hugarfar — Karitas Harpa (@karitasharpa) January 14, 2019Engar áhyggjur þunglynda þjóð, Alda Karen er mætt á klakann til að lækna okkur. Hvernig? Þú ert nóg! Snákaolía gegn sjálfsvígum. Eflaust meinar hún vel en þetta er svo mikið malbik að það nær ekki nokkurri átt. Lára miðill okkar tíma. — Ingvi Þór Sæmundsson (@ingvithors) January 15, 2019"Lausnin er svo einföld..." Hefur manneskjan (sko Alda Karen, ekki Atli ég er innilega sammála honum) einhverja þekkingu/reynslu af þunglyndi og geðsjúkdómum? Ef lausnin væri svo einföld þá væri þetta ekki svona stórt mál. Ég er næstum orðlaus eftir að hlusta á þetta rugl! https://t.co/ZlJB8uVLe2 — Hulda María (@littletank80) January 14, 2019Sena 3: Atriði á íslensku tónlistaverðlaununum. Takturinn fer í gang. Gísli Pálmi stígur á svið: “ég stafla þessu upp þú veist ég er alltaf með nóg.” Óvænt Alda Karen birtist: “En hefurðu hugsað um það Gísli hvort þú sért ekki bara nóg? Þarftu alltaf að vera með nóg? Þú ert nóg.” — Axel Helgi Ívarsson (@AxelHelgi) January 15, 2019Alda Karen "Low Self-Esteem Does Not Exist" bolirnir komnir aftur í hillurnar hjá okkur í Dogma á aðeins 14.990kr. Gjöf en ekki gjald þar sem að þessi bolur er þekktur fyrir að laga ALLT líf þitt — Donna (@naglalakk) January 14, 2019 Tengdar fréttir Hjálpar fólki að verða besta útgáfan af sjálfum sér og að láta draumana rætast Alda Karen Hjaltalín heldur áhugavert námskeið í Eldborgarsal Hörpu á morgun. 18. janúar 2018 15:30 Alda Karen opnar líkamsræktarstöðvar fyrir heilann Fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín stefnir á að opna fimm heilalíkamsræktarstöðvar í Bandaríkjunum á þessu ári og mögulega aðra á Íslandi á því næsta. 9. mars 2018 19:30 Gera grín að peningakossum Öldu Karenar Fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín heldur úti nokkuð virkri Facebook og Instagram síðu þar sem hún meðal annars sýnir fylgjendum sínum ákveðna lífslykla eins og hún kallar það sjálf. 11. janúar 2019 16:45 Alda Karen greinir persónuleika Bjarna Ben, Sigmundar, Trump og allra í Friends Fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín heldur úti nokkuð virkri Facebook-síðu þar sem hún meðal annars sýnir fylgjendum sínum ákveðna lífslykla eins og hún kallar það sjálf. 19. desember 2018 13:30 Hver er þessi Alda Karen? Almannatengillinn Andrés Jónsson varpar ljósi á það hver stúlkan er sem var óþekkt fyrir hálfu ári en fyllir nú Eldborg. 22. janúar 2018 06:30 Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Alda Karen Hjaltalín, fyrirlesarinn sem vakið hefur mikla athygli að undanförnu, var gestur Íslands í dag í gærkvöldi. Hún fór yfir allt það sem vænta má af fyrirhuguðum fyrirlestri hennar og mætti með sýndarveruleikagleraugun sem hún notar til að hjálpa fólki til að sigrast á ótta sínum. Alda Karen er 25 ára og er að norðan en búsett í New York. Alda heldur fyrirlestur í Laugardalshöll þann 18. janúar sem gengur undir nafninu LIFE Masterclass: Into Your Mind. Um er að ræða námskeiði númer tvö sem hún heldur. „Þetta er í raun orðið að námskeiðaseríu. Ég er að fara yfir allt sem tengist lífinu og sérstaklega heilanum þínum,“ segir Alda Karen um námskeiðin sem hún heldur.„Þú ert nóg“ „Núna er sérstök áhersla á heilann. Hvernig hann talar við þig og hvernig þú talar við hann,“ segir Alda sem verður ekki ein að þessu sinni í höllinni en Sigríður A. Pálmadóttir og Guðni Gunnarsson halda einnig fyrirlestur með Öldu þann 18. janúar.Alda Karen Hjaltalín flutti fyrirlestur fyrir fullri Eldborg í fyrra.FBL/Ernir„Ég ætla fara með fólki í ákveðna upplifun. Þetta er sett upp í fyrirlestraformi og við reynum að hafa þetta kósý spjall. Svo ætlum við að deila okkar hindrunum í lífinu og hvernig við komumst yfir þær. Aðal skilaboðin og rauði þráðurinn í allri upplifuninni er að þú ert nóg. Það er svona ástæðan fyrir því að ég er komin aftur. Ég ætlaði ekkert að vera með annan fyrirlestur og náði í raun toppnum þegar við fylltum Eldborg í fyrra. Svo komst ég að því að í fyrra árið 2018 var rosalega mikið af sjálfsvígum á Íslandi, alveg bara hrikalega mikið. Þetta er stærsti sjúkdómurinn sem skekur mannkynið og það er hugsunin, ég er ekki nóg. Það er svo leiðinlegt að þetta sé stærsti sjúkdómurinn sem skekur mannkynið því að lausnin við þessu er svo einföld. Það er bara setningin, þú ert nóg,“ segir Alda Karen sem segist hafa sett upp umræddan viðburð til heiðurs þeim sem héldu að þeir væru ekki nóg.Alda Karen er fyrirferðamikil á Instagram.Langar að öllum líði vel „Þegar þú veist að þú ert nóg þá þarftu ekkert að sækjast eftir einhverju samþykki frá samfélaginu eða einhverri viðurkenningu, þú ert bara nóg. Þegar þú ert að einbeita þér að því að þú sért nóg þá kemur allt það veraldlega til þín. Mig langar svo að öllum líði þannig og þá verðum við svo miklu fallegri mannskepnur, þetta er alveg ótrúlegt.“ Alda Karen heldur ekki einungis fyrirlestra heldur nýtir hún einnig sýndarveruleika til þess að þjálfa fólk til að sigrast á ótta sínum, t.d. lofthræðslu. Hér að neðan má sjá innslagið sjálft en ákveðin ummæli hennar í innslaginu hafa vaktið sterk viðbrögð eins og sjá má á umræddum tístum neðar í fréttinni.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér. og hér er einnig hægt að hafa samband við Pieta samtökin..Það er eitt að segja fólki að kyssa peninga en það er annað, og gersamlega STURLAÐ, að segja að lausnin við sjálfsvígsvandanum sé að segja okkur þunglynda liðinu að „við séum nóg“. Fuck this shit. https://t.co/NnWwYS9p49 — Atli Jasonarson (@atlijas) January 14, 2019Alda Karen sjúklega framtakssöm og dugleg, greinilega vel lesin og klár EN Það þarf örlítið, tja heilmikið, meira en “þú ert nóg” til að ná tökum á þunglyndi og koma í veg fyrir sjálfsvíg. Þunglyndi er meira en lélegt hugarfar — Karitas Harpa (@karitasharpa) January 14, 2019Engar áhyggjur þunglynda þjóð, Alda Karen er mætt á klakann til að lækna okkur. Hvernig? Þú ert nóg! Snákaolía gegn sjálfsvígum. Eflaust meinar hún vel en þetta er svo mikið malbik að það nær ekki nokkurri átt. Lára miðill okkar tíma. — Ingvi Þór Sæmundsson (@ingvithors) January 15, 2019"Lausnin er svo einföld..." Hefur manneskjan (sko Alda Karen, ekki Atli ég er innilega sammála honum) einhverja þekkingu/reynslu af þunglyndi og geðsjúkdómum? Ef lausnin væri svo einföld þá væri þetta ekki svona stórt mál. Ég er næstum orðlaus eftir að hlusta á þetta rugl! https://t.co/ZlJB8uVLe2 — Hulda María (@littletank80) January 14, 2019Sena 3: Atriði á íslensku tónlistaverðlaununum. Takturinn fer í gang. Gísli Pálmi stígur á svið: “ég stafla þessu upp þú veist ég er alltaf með nóg.” Óvænt Alda Karen birtist: “En hefurðu hugsað um það Gísli hvort þú sért ekki bara nóg? Þarftu alltaf að vera með nóg? Þú ert nóg.” — Axel Helgi Ívarsson (@AxelHelgi) January 15, 2019Alda Karen "Low Self-Esteem Does Not Exist" bolirnir komnir aftur í hillurnar hjá okkur í Dogma á aðeins 14.990kr. Gjöf en ekki gjald þar sem að þessi bolur er þekktur fyrir að laga ALLT líf þitt — Donna (@naglalakk) January 14, 2019
Tengdar fréttir Hjálpar fólki að verða besta útgáfan af sjálfum sér og að láta draumana rætast Alda Karen Hjaltalín heldur áhugavert námskeið í Eldborgarsal Hörpu á morgun. 18. janúar 2018 15:30 Alda Karen opnar líkamsræktarstöðvar fyrir heilann Fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín stefnir á að opna fimm heilalíkamsræktarstöðvar í Bandaríkjunum á þessu ári og mögulega aðra á Íslandi á því næsta. 9. mars 2018 19:30 Gera grín að peningakossum Öldu Karenar Fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín heldur úti nokkuð virkri Facebook og Instagram síðu þar sem hún meðal annars sýnir fylgjendum sínum ákveðna lífslykla eins og hún kallar það sjálf. 11. janúar 2019 16:45 Alda Karen greinir persónuleika Bjarna Ben, Sigmundar, Trump og allra í Friends Fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín heldur úti nokkuð virkri Facebook-síðu þar sem hún meðal annars sýnir fylgjendum sínum ákveðna lífslykla eins og hún kallar það sjálf. 19. desember 2018 13:30 Hver er þessi Alda Karen? Almannatengillinn Andrés Jónsson varpar ljósi á það hver stúlkan er sem var óþekkt fyrir hálfu ári en fyllir nú Eldborg. 22. janúar 2018 06:30 Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Hjálpar fólki að verða besta útgáfan af sjálfum sér og að láta draumana rætast Alda Karen Hjaltalín heldur áhugavert námskeið í Eldborgarsal Hörpu á morgun. 18. janúar 2018 15:30
Alda Karen opnar líkamsræktarstöðvar fyrir heilann Fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín stefnir á að opna fimm heilalíkamsræktarstöðvar í Bandaríkjunum á þessu ári og mögulega aðra á Íslandi á því næsta. 9. mars 2018 19:30
Gera grín að peningakossum Öldu Karenar Fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín heldur úti nokkuð virkri Facebook og Instagram síðu þar sem hún meðal annars sýnir fylgjendum sínum ákveðna lífslykla eins og hún kallar það sjálf. 11. janúar 2019 16:45
Alda Karen greinir persónuleika Bjarna Ben, Sigmundar, Trump og allra í Friends Fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín heldur úti nokkuð virkri Facebook-síðu þar sem hún meðal annars sýnir fylgjendum sínum ákveðna lífslykla eins og hún kallar það sjálf. 19. desember 2018 13:30
Hver er þessi Alda Karen? Almannatengillinn Andrés Jónsson varpar ljósi á það hver stúlkan er sem var óþekkt fyrir hálfu ári en fyllir nú Eldborg. 22. janúar 2018 06:30