Floni gefur út nýja plötu í lok mánaðar: „Tónlistin gengur fyrir, ekki peningurinn“ Sylvía Hall skrifar 14. janúar 2019 23:00 Platan inniheldur sjö lög. Magnús Andersen Rapparinn Floni tilkynnti útgáfudag nýrrar plötu á Instagram-síðu sinni í dag. Margir aðdáendur hans hafa beðið óþreyjufullir eftir nýrri tónlist úr hans smiðju en platan kemur út þann 31. janúar. Platan, Floni 2, inniheldur sjö lög og er rapparinn Birnir Flona til halds og trausts í einu laginu. Fyrsta lagið ber heitið „Kominn aftur“ og er það líklega viðeigandi titill þar sem rúmlega ár er síðan hann gaf út sína fyrstu plötu, Floni, en hún kom út í desember 2017. View this post on InstagramA post shared by (@fridrikroberts) on Jan 14, 2019 at 4:21am PST Það vakti athygli margra þegar Floni tók sig til og hreinsaði út af Instagram-síðu sinni á meðan hann var að vinna að plötunni. Hann segir það hafa verið gert til þess að einbeita sér alfarið að gerð plötunnar og leggja sig allan í ferlið. Tónlistin gangi alltaf fyrir. „Núna er fókusinn bara á tónlistinni sem ég vil gera og þess vegna vildi ég bara fara í smá „social media blackout“ til þess að ferlið gengi upp.“Magnús AndersenFerlið fór strax af stað eftir fyrstu plötu Fyrsta plata Flona vakti mikla athygli og skaut honum upp hratt upp á stjörnuhimininn. Floni, sem var glænýtt nafn í tónlistarheiminum á þeim tíma, er nú orðinn fastagestur á spilunarlistum margra Íslendinga og hefur komið fram á mörgum viðburðum síðan þá. „Hvatningin kom eftir Flona 1 þar sem hún gekk ótrúlega vel og ég er náttúrulega alltaf að þróa stílinn minn meira og vildi bara halda áfram,“ segir Floni og bætir við að platan hafi verið í vinnslu allt frá því að fyrsta platan kom út. Mörg lög hafi verið til í einhvern tíma og hin hafi svo fylgt í kjölfarið. Floni segir mikla vinnu liggja að baki og margir hafi hjálpað honum við gerð hennar, reyndir pródúsentar og hljóðfæraleikarar. Hann segir skemmtilegt að vinna tónlist í tölvu líkt og hann hefur gert hingað til en með hljóðfærunum komi meiri andi í plötuna. „Mér finnst þetta vera mjög „high quality“ stúdíó plata. Vinnslan á þessari plötu er mjög „professional“ og ég er kominn með alvöru hljóðfæri í þetta til að gera þetta meira lifandi,“ segir Floni og nefnir þar hljómborðsleikarann Magnús Jóhann Ragnarsson sem er einn þeirra sem hefur unnið að plötunni með honum ásamt Arnari Inga Ingasyni sem er betur þekktur sem Young Nazareth. „Þetta er svo gaman, það að vinna að tónlist fyrir mér er bara geggjað og eitthvað sem ég finn mig í,“ segir Floni að lokum. Tónlist Tengdar fréttir Eitt og hálft ár af lífi Flóna Tónlistarmaðurinn Flóni gaf í síðustu viku út plötuna Flóni þar sem hann talar nokkuð opinskátt um síðustu misseri í lífi sínu. Flóni segist mjög lífsglaður þrátt fyrir að platan sé myrk á köflum. Hann segir bestu hlutina gerast óplanaða. 14. desember 2017 10:15 Floni gefur út nýtt lag: „Þetta er bara partí“ Rapparinn Floni hefur gefið út nýtt lag. Lagið snýst um partí. 15. júní 2018 14:05 Flóni, Birnir og Joey Christ með nýtt myndband við lagið OMG Rapparnir Flóni, Birnir og Joey Christ gáfu í dag út nýtt myndband við lagið OMG. 26. júlí 2018 13:30 Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Sjá meira
Rapparinn Floni tilkynnti útgáfudag nýrrar plötu á Instagram-síðu sinni í dag. Margir aðdáendur hans hafa beðið óþreyjufullir eftir nýrri tónlist úr hans smiðju en platan kemur út þann 31. janúar. Platan, Floni 2, inniheldur sjö lög og er rapparinn Birnir Flona til halds og trausts í einu laginu. Fyrsta lagið ber heitið „Kominn aftur“ og er það líklega viðeigandi titill þar sem rúmlega ár er síðan hann gaf út sína fyrstu plötu, Floni, en hún kom út í desember 2017. View this post on InstagramA post shared by (@fridrikroberts) on Jan 14, 2019 at 4:21am PST Það vakti athygli margra þegar Floni tók sig til og hreinsaði út af Instagram-síðu sinni á meðan hann var að vinna að plötunni. Hann segir það hafa verið gert til þess að einbeita sér alfarið að gerð plötunnar og leggja sig allan í ferlið. Tónlistin gangi alltaf fyrir. „Núna er fókusinn bara á tónlistinni sem ég vil gera og þess vegna vildi ég bara fara í smá „social media blackout“ til þess að ferlið gengi upp.“Magnús AndersenFerlið fór strax af stað eftir fyrstu plötu Fyrsta plata Flona vakti mikla athygli og skaut honum upp hratt upp á stjörnuhimininn. Floni, sem var glænýtt nafn í tónlistarheiminum á þeim tíma, er nú orðinn fastagestur á spilunarlistum margra Íslendinga og hefur komið fram á mörgum viðburðum síðan þá. „Hvatningin kom eftir Flona 1 þar sem hún gekk ótrúlega vel og ég er náttúrulega alltaf að þróa stílinn minn meira og vildi bara halda áfram,“ segir Floni og bætir við að platan hafi verið í vinnslu allt frá því að fyrsta platan kom út. Mörg lög hafi verið til í einhvern tíma og hin hafi svo fylgt í kjölfarið. Floni segir mikla vinnu liggja að baki og margir hafi hjálpað honum við gerð hennar, reyndir pródúsentar og hljóðfæraleikarar. Hann segir skemmtilegt að vinna tónlist í tölvu líkt og hann hefur gert hingað til en með hljóðfærunum komi meiri andi í plötuna. „Mér finnst þetta vera mjög „high quality“ stúdíó plata. Vinnslan á þessari plötu er mjög „professional“ og ég er kominn með alvöru hljóðfæri í þetta til að gera þetta meira lifandi,“ segir Floni og nefnir þar hljómborðsleikarann Magnús Jóhann Ragnarsson sem er einn þeirra sem hefur unnið að plötunni með honum ásamt Arnari Inga Ingasyni sem er betur þekktur sem Young Nazareth. „Þetta er svo gaman, það að vinna að tónlist fyrir mér er bara geggjað og eitthvað sem ég finn mig í,“ segir Floni að lokum.
Tónlist Tengdar fréttir Eitt og hálft ár af lífi Flóna Tónlistarmaðurinn Flóni gaf í síðustu viku út plötuna Flóni þar sem hann talar nokkuð opinskátt um síðustu misseri í lífi sínu. Flóni segist mjög lífsglaður þrátt fyrir að platan sé myrk á köflum. Hann segir bestu hlutina gerast óplanaða. 14. desember 2017 10:15 Floni gefur út nýtt lag: „Þetta er bara partí“ Rapparinn Floni hefur gefið út nýtt lag. Lagið snýst um partí. 15. júní 2018 14:05 Flóni, Birnir og Joey Christ með nýtt myndband við lagið OMG Rapparnir Flóni, Birnir og Joey Christ gáfu í dag út nýtt myndband við lagið OMG. 26. júlí 2018 13:30 Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Sjá meira
Eitt og hálft ár af lífi Flóna Tónlistarmaðurinn Flóni gaf í síðustu viku út plötuna Flóni þar sem hann talar nokkuð opinskátt um síðustu misseri í lífi sínu. Flóni segist mjög lífsglaður þrátt fyrir að platan sé myrk á köflum. Hann segir bestu hlutina gerast óplanaða. 14. desember 2017 10:15
Floni gefur út nýtt lag: „Þetta er bara partí“ Rapparinn Floni hefur gefið út nýtt lag. Lagið snýst um partí. 15. júní 2018 14:05
Flóni, Birnir og Joey Christ með nýtt myndband við lagið OMG Rapparnir Flóni, Birnir og Joey Christ gáfu í dag út nýtt myndband við lagið OMG. 26. júlí 2018 13:30