Í takt við tímann Lára G. Sigurðardóttir skrifar 14. janúar 2019 07:00 Það er sumarið sem við æskuvinkonurnar skutumst heim í hádeginu til að baða okkur í sólargeislum á meðan við snérum hamborgurum á grillinu. Markmiðið var að verða svolítið brúnar á hörund. Okkur fannst það ganga heldur hægt þetta sumarið því sólin var gjarnan að setjast þegar vinnudegi okkar lauk. Mér fannst þetta ómögulegt og var harðákveðin að skrifa bréf til þingmanna um að flýta klukkunni svo við hefðum meiri sól seinnipartinn. Þarna vorum við sautján ára. Síðan liðu mörg ár og ég nam læknisfræði og varði doktorsritgerð um röskun á lífklukku. Lífklukkan stjórnar margs konar starfsemi í líkamanum t.d. blóðþrýstingi, líkamshita og losun hormóna. Þar sem hún gengur á um 25-tímum hjá flestum þá þarf hún að endurstilla sig á hverjum degi og er morgunbirta besta tólið til þess. Bjart ljós að morgni er einnig öflugt tól til sama verks. Birta seint að kvöldi raskar hins vegar lífklukkunni og því betra að fá birtu fyrripart dags, á kostnað seinniparts. Út frá þeirri vísindaþekkingu sem við höfum í dag sé ég einn stóran ókost við núverandi stöðu – lífklukkan okkar slær ekki í takt við staðarklukkuna. Með því að seinka staðarklukkunni mun lífklukkan okkar vera nær takti staðarklukkunnar, að jafnaði yfir árið. Með þessa vitneskju er ég fegin að hafa ekki sent bréfið forðum. Svörin við spurningunni hvort við eigum að seinka klukkunni á Íslandi standa ekki á sér – 650 hafa gefið álit sitt á Samráðsgátt á aðeins tveimur dögum. Meirihlutinn vill seinka klukkunni. Nú vona ég að leiðtogar okkar vilji líka komast í takt við tímann og seinka klukkunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun
Það er sumarið sem við æskuvinkonurnar skutumst heim í hádeginu til að baða okkur í sólargeislum á meðan við snérum hamborgurum á grillinu. Markmiðið var að verða svolítið brúnar á hörund. Okkur fannst það ganga heldur hægt þetta sumarið því sólin var gjarnan að setjast þegar vinnudegi okkar lauk. Mér fannst þetta ómögulegt og var harðákveðin að skrifa bréf til þingmanna um að flýta klukkunni svo við hefðum meiri sól seinnipartinn. Þarna vorum við sautján ára. Síðan liðu mörg ár og ég nam læknisfræði og varði doktorsritgerð um röskun á lífklukku. Lífklukkan stjórnar margs konar starfsemi í líkamanum t.d. blóðþrýstingi, líkamshita og losun hormóna. Þar sem hún gengur á um 25-tímum hjá flestum þá þarf hún að endurstilla sig á hverjum degi og er morgunbirta besta tólið til þess. Bjart ljós að morgni er einnig öflugt tól til sama verks. Birta seint að kvöldi raskar hins vegar lífklukkunni og því betra að fá birtu fyrripart dags, á kostnað seinniparts. Út frá þeirri vísindaþekkingu sem við höfum í dag sé ég einn stóran ókost við núverandi stöðu – lífklukkan okkar slær ekki í takt við staðarklukkuna. Með því að seinka staðarklukkunni mun lífklukkan okkar vera nær takti staðarklukkunnar, að jafnaði yfir árið. Með þessa vitneskju er ég fegin að hafa ekki sent bréfið forðum. Svörin við spurningunni hvort við eigum að seinka klukkunni á Íslandi standa ekki á sér – 650 hafa gefið álit sitt á Samráðsgátt á aðeins tveimur dögum. Meirihlutinn vill seinka klukkunni. Nú vona ég að leiðtogar okkar vilji líka komast í takt við tímann og seinka klukkunni.