Þetta segir Séra Guðni Már Harðarson, prestur í Lindakirkju, í byrjun á skemmtilegri myndbandskveðju frá kirkjukórnum til strákanna okkar sem birt var á Facebook-síðunni Strákarnir okkar.
Lindakirkjukór smíðaði nýtt og skemmtilegt lag til að styðja strákana áfram gegn Spáni í dag og fyrir restina á heimsmeistaramótinu en þeir eiga enn eftir fjóra leiki í riðlinum.
Guðni Már er sjálfur mikill aðdáandi handboltalandsliðsins og lætur sig sjaldnast vanta á stórmót en hann hefur svo sannarlega trú því hann ætlar ekki að mæta fyrr en í milliriðilinn.
Hér að neðan má sjá þessa skemmtilegu kveðju.