Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH í Olísdeild karla, mun taka að sér þjálfun U21 landsliðs Barein. Mbl.is greinir frá þessu í dag.
U21 lið Barein tekur þátt í heimsmeistaramótinu sem fram fer á Spáni í sumar.
Hjá handknattleikssambandi Barein finnur Halldór Jóhann fyrir Aron Kristjánsson sem er þjálfari A-liðs karla.
Halldór Jóhann hefur þjálfað FH frá því árið 2014. Þar áður þjálfaði hann kvennalið Fram.
