Sérfræðingurinn: Slökkti sáttur á sjónvarpinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. janúar 2019 19:17 Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson í baráttunni við Domagoj Duvnjak í kvöld. Vísir/EPA Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, var sáttur þrátt fyrir tap Íslands gegn Króatíu í fyrsta leik liðanna á HM 2019 í handbolta í kvöld. Króatar unnu leikinn, 31-27. „Þegar ég slökkti á sjónvarpinu þá var ég sáttur,“ sagði hann. „Það er kannski skrýtið eftir 4-5 marka tap en miðað við hvað þetta var langur kafli þar sem við spiluðum vel þá er ekki hægt að fara fram á mikið meira. Þetta landslið var óskrifað blað fyrir mótið og við vorum að spila við eitt besta lið heims.“ Íslendingar spiluðu vel á löngum köflum, eins og Jóhann Gunnar segir, en mistök í lok beggja hálfleikja reyndust okkar mönnum dýrkeypt. „Sérstaklega í lok leiksins. Þá kemur kannski þetta í ljós það sem hefur verið rætt fyrir mótið, að þetta er ungt lið. Elvar Örn og Ómar Ingi voru mikið að leita til Arons og bíða eftir að hann myndi klára þetta. Það var mikið undir og mikil pressa eftir jafnan leik og það vildi enginn vera í fyrirsögnunum um að hafa farið með leikinn.“ „Maður var fljótur að gleyma því að þetta væri ungt og reynslulítið lið, en það sást þó á lokakaflanum.“ Jóhann Gunnar hrósaði Elvari sérstaklega, hann var að spila sinn fyrsta leik á stórmóti. „Hann var frábær í leiknum. Það glöddust allir yfir hans frammistöðu - kannski fyrir utan Selfyssinga. Ef að Patrekur (Jóhannesson, verðandi þjálfari Skjern) tekur hann ekki með sér til Danmerkur þá eru örugglega mörg önnur lið sem hrifust af frammistöðunni hans í kvöld. Það gæti allt eins farið svo að Elvar verði sóttur í atvinnumennskuna strax í janúar, miðað við þessa frammistöðu.“ Að sama skapi náði Ómar Ingi Magnússon ekki að sýna sitt rétta andlit á hægri vænginum. „Hann þarf að taka meira til sín en hann gerði. Hann hefur verið frábær í Danmörku en náði ekki að gefa stoðsendingu í þessum leik.“ Framliggjandi íslensk vörn erfiðJóhann Gunnar Einarsson.Leikstjórnandinn Luka Cindric var lykilmaður í sóknarleik Króatíu að mati Jóhanns Gunnars og íslenska vörnin réði ekki við hann. „Þetta er einn fljótasti miðjumaður í boltanum í dag. Hann skoraði kannski ekki mikið en bjó til allt fyrir hægri væntinn, þar sem Luka Stepancic skoraði átta mörk. Íslenska vörnin spilaði framarlega í dag sem er sú vörn sem Gummi hefur verið að þróa. Hann hefur ekki haft mikinn tíma með þetta unga lið og gat því ekki búið til mörg varnarafbrigði til að grípa í í þessum aðstæðum.“ „Ólafur Gústafsson er ekki vanur því að spila svona framarlega með sínu félagsliði en hann lenti oft í erfiðri aðstöðu í þessum leik. Þetta var erfitt og ekki við hann að sakast í þessu.“ Markvarslan var kaflaskipt í kvöld. Björgvin Páll var lengi í gang en Ágúst Elí sýndi ágæt tilþrif þegar hann kom inn á í síðari hálfleik. „Þú þarft almennt ekki marga varða bolta til að hjálpa liðinu. Það er oft nóg að verja nokkra í röð eins og Ágúst gerði þegar hann kom inn á. Þá komst Ísland yfir. Bjöggi fann sig ekki í dag og er örugglega svekktur með það. Hann vildi svara gagnrýninni í dag.“ Aron frábærAron Pálmarsson tekur skot í kvöld.Vísir/EPAJóhann Gunnar er sáttur sem fyrr segir og bjartsýnni eftir leik en hann var fyrir leikinn. „Þetta var ekta króatískur seiglusigur og sjálfsagt sá Gummi möguleika á því að fá eitthvað úr þessum leik. Hann spilaði á fáum mönnum og gaf mikið púður í leikinn, sem mun ef til vill koma niður á leiknum gegn Spáni á sunnudag. Það virðist stefna í algeran úrslitaleik gegn Makedóníu um þriðja sætið í riðlinum eins og reiknað var með fyrir mótið.“ Hann hrósaði að lokum Aroni Pálmarssyni, fyrirliða íslenska liðsins í kvöld. Aron skoraði sjö mörk í tíu skotum og gaf fjölda stoðsendinga. „Alfreð Gíslason skoraði á Aron í viðtali við Vísi fyrir leik að skjóta mikið. Hann sýndi svo sannarlega að hann getur skotið. Hann kom að meira en helmingi marka íslenska liðsins og var einfaldlega frábær.“ HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Ólafur: Ef einhverjir voru búnir á því þá voru það þeir Ólafur Gústafsson, varnarmaður, fór yfir leikinn gegn Króötum. 11. janúar 2019 18:48 Arnór: Spiluðum frábæran handbolta á köflum Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með fjórum mörkum fyrir því króatíska í fyrsta leik á HM í dag. Arnór Þór Gunnarsson sagði liðið heilt yfir hafa spilað nokkuð vel þó úrslitin séu svekkjandi. 11. janúar 2019 18:53 Topparnir í tölfræðinni á móti Króatíu: Aron kom að átján mörkum í leiknum Vísir fer yfir þá leikmenn íslenska handboltalandsliðsins sem sköruðu fram úr í tölfræðinni í tapinu á móti Króatíu í kvöld. 11. janúar 2019 18:53 Guðmundur vonsvikinn með tapið en hrósar strákunum fyrir „framúrskarandi frammistöðu“ Stoltur af strákunum, segir landsliðsþjálfarinn. 11. janúar 2019 19:16 Elvar: Getum unnið hvaða lið sem er Elvar Örn Jónsson var frábær í sínum fyrsta leik á stórmóti með íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Ísenska liðið tapaði með fjórum mörkum fyrir Króatíu. 11. janúar 2019 19:04 Leik lokið: Ísland - Króatía 27-31 | Jákvæð teikn á lofti í svekkjandi tapi Ísland tapaði fyrsta leik sínum á HM í handbolta í Þýskalandi í dag. Ungt lið strákanna okkar stóð sig vel á löngum köflum gegn sterku krótísku liði. 11. janúar 2019 18:30 Aron: Hef haft bullandi trú á þessu frá degi eitt Aron Pálmarson, fyrirliði Íslands, var sár og svektur eftir tapið gegn Króatíu í kvöld en sagðist vera stoltur af hópnum sem gaf Króötum ekkert eftir. 11. janúar 2019 19:00 Twitter eftir tapið gegn Króatíu: „Ef við spilum áfram svona vel þá þarf ekkert að breyta klukkunni“ Twitter var líflegur vettvangur í kvöld og margt skemmtilegt kom þar fram. 11. janúar 2019 18:44 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, var sáttur þrátt fyrir tap Íslands gegn Króatíu í fyrsta leik liðanna á HM 2019 í handbolta í kvöld. Króatar unnu leikinn, 31-27. „Þegar ég slökkti á sjónvarpinu þá var ég sáttur,“ sagði hann. „Það er kannski skrýtið eftir 4-5 marka tap en miðað við hvað þetta var langur kafli þar sem við spiluðum vel þá er ekki hægt að fara fram á mikið meira. Þetta landslið var óskrifað blað fyrir mótið og við vorum að spila við eitt besta lið heims.“ Íslendingar spiluðu vel á löngum köflum, eins og Jóhann Gunnar segir, en mistök í lok beggja hálfleikja reyndust okkar mönnum dýrkeypt. „Sérstaklega í lok leiksins. Þá kemur kannski þetta í ljós það sem hefur verið rætt fyrir mótið, að þetta er ungt lið. Elvar Örn og Ómar Ingi voru mikið að leita til Arons og bíða eftir að hann myndi klára þetta. Það var mikið undir og mikil pressa eftir jafnan leik og það vildi enginn vera í fyrirsögnunum um að hafa farið með leikinn.“ „Maður var fljótur að gleyma því að þetta væri ungt og reynslulítið lið, en það sást þó á lokakaflanum.“ Jóhann Gunnar hrósaði Elvari sérstaklega, hann var að spila sinn fyrsta leik á stórmóti. „Hann var frábær í leiknum. Það glöddust allir yfir hans frammistöðu - kannski fyrir utan Selfyssinga. Ef að Patrekur (Jóhannesson, verðandi þjálfari Skjern) tekur hann ekki með sér til Danmerkur þá eru örugglega mörg önnur lið sem hrifust af frammistöðunni hans í kvöld. Það gæti allt eins farið svo að Elvar verði sóttur í atvinnumennskuna strax í janúar, miðað við þessa frammistöðu.“ Að sama skapi náði Ómar Ingi Magnússon ekki að sýna sitt rétta andlit á hægri vænginum. „Hann þarf að taka meira til sín en hann gerði. Hann hefur verið frábær í Danmörku en náði ekki að gefa stoðsendingu í þessum leik.“ Framliggjandi íslensk vörn erfiðJóhann Gunnar Einarsson.Leikstjórnandinn Luka Cindric var lykilmaður í sóknarleik Króatíu að mati Jóhanns Gunnars og íslenska vörnin réði ekki við hann. „Þetta er einn fljótasti miðjumaður í boltanum í dag. Hann skoraði kannski ekki mikið en bjó til allt fyrir hægri væntinn, þar sem Luka Stepancic skoraði átta mörk. Íslenska vörnin spilaði framarlega í dag sem er sú vörn sem Gummi hefur verið að þróa. Hann hefur ekki haft mikinn tíma með þetta unga lið og gat því ekki búið til mörg varnarafbrigði til að grípa í í þessum aðstæðum.“ „Ólafur Gústafsson er ekki vanur því að spila svona framarlega með sínu félagsliði en hann lenti oft í erfiðri aðstöðu í þessum leik. Þetta var erfitt og ekki við hann að sakast í þessu.“ Markvarslan var kaflaskipt í kvöld. Björgvin Páll var lengi í gang en Ágúst Elí sýndi ágæt tilþrif þegar hann kom inn á í síðari hálfleik. „Þú þarft almennt ekki marga varða bolta til að hjálpa liðinu. Það er oft nóg að verja nokkra í röð eins og Ágúst gerði þegar hann kom inn á. Þá komst Ísland yfir. Bjöggi fann sig ekki í dag og er örugglega svekktur með það. Hann vildi svara gagnrýninni í dag.“ Aron frábærAron Pálmarsson tekur skot í kvöld.Vísir/EPAJóhann Gunnar er sáttur sem fyrr segir og bjartsýnni eftir leik en hann var fyrir leikinn. „Þetta var ekta króatískur seiglusigur og sjálfsagt sá Gummi möguleika á því að fá eitthvað úr þessum leik. Hann spilaði á fáum mönnum og gaf mikið púður í leikinn, sem mun ef til vill koma niður á leiknum gegn Spáni á sunnudag. Það virðist stefna í algeran úrslitaleik gegn Makedóníu um þriðja sætið í riðlinum eins og reiknað var með fyrir mótið.“ Hann hrósaði að lokum Aroni Pálmarssyni, fyrirliða íslenska liðsins í kvöld. Aron skoraði sjö mörk í tíu skotum og gaf fjölda stoðsendinga. „Alfreð Gíslason skoraði á Aron í viðtali við Vísi fyrir leik að skjóta mikið. Hann sýndi svo sannarlega að hann getur skotið. Hann kom að meira en helmingi marka íslenska liðsins og var einfaldlega frábær.“
HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Ólafur: Ef einhverjir voru búnir á því þá voru það þeir Ólafur Gústafsson, varnarmaður, fór yfir leikinn gegn Króötum. 11. janúar 2019 18:48 Arnór: Spiluðum frábæran handbolta á köflum Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með fjórum mörkum fyrir því króatíska í fyrsta leik á HM í dag. Arnór Þór Gunnarsson sagði liðið heilt yfir hafa spilað nokkuð vel þó úrslitin séu svekkjandi. 11. janúar 2019 18:53 Topparnir í tölfræðinni á móti Króatíu: Aron kom að átján mörkum í leiknum Vísir fer yfir þá leikmenn íslenska handboltalandsliðsins sem sköruðu fram úr í tölfræðinni í tapinu á móti Króatíu í kvöld. 11. janúar 2019 18:53 Guðmundur vonsvikinn með tapið en hrósar strákunum fyrir „framúrskarandi frammistöðu“ Stoltur af strákunum, segir landsliðsþjálfarinn. 11. janúar 2019 19:16 Elvar: Getum unnið hvaða lið sem er Elvar Örn Jónsson var frábær í sínum fyrsta leik á stórmóti með íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Ísenska liðið tapaði með fjórum mörkum fyrir Króatíu. 11. janúar 2019 19:04 Leik lokið: Ísland - Króatía 27-31 | Jákvæð teikn á lofti í svekkjandi tapi Ísland tapaði fyrsta leik sínum á HM í handbolta í Þýskalandi í dag. Ungt lið strákanna okkar stóð sig vel á löngum köflum gegn sterku krótísku liði. 11. janúar 2019 18:30 Aron: Hef haft bullandi trú á þessu frá degi eitt Aron Pálmarson, fyrirliði Íslands, var sár og svektur eftir tapið gegn Króatíu í kvöld en sagðist vera stoltur af hópnum sem gaf Króötum ekkert eftir. 11. janúar 2019 19:00 Twitter eftir tapið gegn Króatíu: „Ef við spilum áfram svona vel þá þarf ekkert að breyta klukkunni“ Twitter var líflegur vettvangur í kvöld og margt skemmtilegt kom þar fram. 11. janúar 2019 18:44 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Ólafur: Ef einhverjir voru búnir á því þá voru það þeir Ólafur Gústafsson, varnarmaður, fór yfir leikinn gegn Króötum. 11. janúar 2019 18:48
Arnór: Spiluðum frábæran handbolta á köflum Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með fjórum mörkum fyrir því króatíska í fyrsta leik á HM í dag. Arnór Þór Gunnarsson sagði liðið heilt yfir hafa spilað nokkuð vel þó úrslitin séu svekkjandi. 11. janúar 2019 18:53
Topparnir í tölfræðinni á móti Króatíu: Aron kom að átján mörkum í leiknum Vísir fer yfir þá leikmenn íslenska handboltalandsliðsins sem sköruðu fram úr í tölfræðinni í tapinu á móti Króatíu í kvöld. 11. janúar 2019 18:53
Guðmundur vonsvikinn með tapið en hrósar strákunum fyrir „framúrskarandi frammistöðu“ Stoltur af strákunum, segir landsliðsþjálfarinn. 11. janúar 2019 19:16
Elvar: Getum unnið hvaða lið sem er Elvar Örn Jónsson var frábær í sínum fyrsta leik á stórmóti með íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Ísenska liðið tapaði með fjórum mörkum fyrir Króatíu. 11. janúar 2019 19:04
Leik lokið: Ísland - Króatía 27-31 | Jákvæð teikn á lofti í svekkjandi tapi Ísland tapaði fyrsta leik sínum á HM í handbolta í Þýskalandi í dag. Ungt lið strákanna okkar stóð sig vel á löngum köflum gegn sterku krótísku liði. 11. janúar 2019 18:30
Aron: Hef haft bullandi trú á þessu frá degi eitt Aron Pálmarson, fyrirliði Íslands, var sár og svektur eftir tapið gegn Króatíu í kvöld en sagðist vera stoltur af hópnum sem gaf Króötum ekkert eftir. 11. janúar 2019 19:00
Twitter eftir tapið gegn Króatíu: „Ef við spilum áfram svona vel þá þarf ekkert að breyta klukkunni“ Twitter var líflegur vettvangur í kvöld og margt skemmtilegt kom þar fram. 11. janúar 2019 18:44
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða