Þetta vitum við um spænska landsliðið sem mætir Íslandi á HM í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2019 11:30 Spánverjar hafa tvisvar orðið heimsmeistarar og þeir eru aftur líklegir í ár. Vísir/Getty Nú er komið að leik tvö hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni eru Evrópumeistarar Spánverja sem hafa verið meðal fimm efstu á síðustu fjórum heimsmeistaramótum. Vísir hefur tekið saman nokkrar staðreyndir um spænska landsliðið og má finna þær hér fyrir neðan.- Svona komst Spánn á HM 2019 - Spænska landsliðið tryggði sér sæti á HM 2019 með að vinna Evrópumeistaratitilinn á EM í Króatíu fyrir ári síðan. Spánverjar sluppu því við umspilið síðasta sumar. Gestgjafar Dana og Þjóðverja sem og ríkjandi heimsmeistarar Frakka voru einnig komin með farseðilinn þegar Spánverjar bættust í hópinn eftir sigur á Svíum í úrslitaleiknum í Zagreb. Spánverjar voru líka, ásamt fyrrnefndum þremur þjóðum, í efsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla á HM 22. júní í fyrra.Spánverjar fagna heimsmeistaratitlinum sem þeir unnu á heimavelli árið 2013.Vísir/Getty- Gengi Spánverja á HM í handbolta í gegnum tíðina - Þetta er tuttugasta heimsmeistaramótið í sögu spænska handboltalandsliðsins en Spánverjar voru fyrst með á HM á Austur-Þýskalandi árið 1958. Það var líka fyrsta heimsmeistaramót íslenska landsliðsins. Spánverjar enduðu í tólfta sæti á HM 1958 eða tveimur sætum neðar en Ísland en sextán þjóðir voru með á þessu heimsmeistaramóti fyrir 61 ári. Spánverjar hafa tvisvar sinnum orðið heimsmeistarar, fyrst á HM í Túnis árið 2005 og svo aftur á HM á heimavelli árið 2013. Spánverjar unnu 40-34 sigur á Króataíu í úrslitaleik HM 2005 og 35-19 stórsigur á Dönum í úrslitaleiknum á HM fyrir sex árum. Spánn hefur alls unnið þrenn verðlaun á HM, tvö gull (2005 og 2013) og eitt brons (2011). Spánverjar hafa líka þrisvar tapað leiknum um bronsið eða árin 1999 (á móti Júgóslavíu), 2003 (á móti Frakklandi) og 2015 (á móti Póllandi).Spánverjar fagna sigri á EM 2018.Vísir/Getty- Síðasta stórmót Spánverja - Spánverjar eru ríkjandi Evrópumeistarar eftir glæsilegan sigur á EM í Króatíu fyrir ári síðan. Spánverjar unnu sex marka sigur á Svíum í úrslitaleik, 29-23, eftir að hafa unnið seinni hálfleikinn 17-9. Spánverjar unnu Frakka 27-23 í undanúrslitaleiknum og enduðu vonir Þjóðverjar með sigri í síðasta leiknum sínum í milliriðlinum. Spænska liðið tapaði fyrir bæði Dönum (riðill) og Slóvenum (milliriðill) á leið sinni í úrslitaleikinn en unnu réttu leikina og Evrópumeistaratitilinn í fyrsta sinn. Spánverjar urðu í fimmta sæti á síðasta HM eftir að hafa dottið út fyrir Króatíu með minnsta mun í átta liða úrslitunum. Spænska liðið hafði þá unnið sex fyrstu leiki sína á HM þar á meðal sigur á Brasilíu í sextán liða úrslitunum.Joan Canellas í leik á móti Íslandi á síðasta HM í Frakklandi 2017.Vísir/Getty- Gengið á móti Íslandi á stórmótum - Ísland og Spánn hafa mæst fjórtán sinnum áður á stórmóti í handbolta þar átta sinnum á heimsmeistaramóti. Fyrsti leikurinn var á HM í Danmörku 1978 og sá síðasti á HM í Frakklandi fyrir tveimur árum. Íslenska landsliðið hefur aðeins unnið tvo af þessum fjórtán leikjum og einum leik þjóðanna lauk með jafntefli. Sigurleikirnir tveir voru annarsvegar 32-23 sigur í leik um sæti á HM í Kumamoto 1997 og hinsvegar 36-30 sigur í undanúrslitaleik á ÓL í Peking 2008. Spánverjar hafa unnið fjórar síðustu viðureignir þjóðanna á stórmótum (HM 2011, EM 2012, EM 2014 og HM 2017) og alla þessa fjóra leiki með fimm mörkum eða meira. Spænska liðið hefur unnið átta af síðustu níu leikjum sínum á móti Íslandi á stórmóti.Alex Dujshebaev var valinn í úrvalsliðið á EM í fyrra.Vísir/Getty- Stærstu stjörnurnar í liði Spánar - Spánverjar treysta á mennina sem færðu þeim Evrópumeistaratitilinn fyrir ári síðan. Markverðirnir frábæru hjá Barcelona (Gonzalo Perez de Vargas) og Paris Saint Germain (Rodrigo Corrales) eru áfram í lykilhlutverkum alveg eins og reynsluboltarnir Raúl Entrerríos (leikstjórnandi Barcelona) og Joan Canellas (Pick Szeged). Línumaðurinn öflugi Julen Aguinagalde er alltaf erfiður við að eiga og þá verður fróðlegt að sjá hvað synir Talant Dujshebaev gera á sínu fyrsta stórmóti saman. Alex Dujshebaev er örvhentur og var valinn í úrvalslið Em 2018 en Daniel Dujshebaev hefur verið að koma sterkur inn í vetur. Báðir spilar þeir fyrir föður sinn hjá pólska stórliðinu Vive Kielce. Hægri hornamaðurinn Ferrán Solé var einnig í úrvalsliði EM í fyrra en hann endaði sem fimmti markahæsti maður mótsins. Solé spilar með Fenix Toulouse í Frakklandi.Jordi Ribera að stýra spænska landsliðinu á móti Íslandi á Hm 2017.Vísir/Getty- Þjálfari Spánverja á HM 2019 - Þjálfari Króatíu er hinn 55 ára gamli Jordi Ribera sem hefur verið með spænska landsliðið frá því í september 2016. Hann var áður með brasilíska landsliðið í tvígang, fyrst 2005 til 2008 og svo aftur frá 2012 til 2016 eða fram yfir Ólympíuleikana í Ríó. Ribera þjálfaði einnig argentínska landsliðið frá 2004 til 2005. Þetta verður þriðja stórmót spænska liðsins undir stjórn Jordi Ribera en hann gerði liðið einmitt að Evrópumeisturum í fyrra. Spánverjar töpuðu fleiri leikjum á EM 2018 (2) sem þeir unnu heldur en á hans fyrsta móti sem var HM 2017. Spánn tapaði þá bara einum leik en endaði engu að síður í fimmta sæti. Jordi Ribera tókst loksins að landa Evrópumeistaratitlinum en áður en hann tók við liðinu höfðu Spánverjar spilað fjóra úrslitaleiki á EM og komist sjö sinnum í undanúrslit á EM án þess að ná Evrópugullinu. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Nú er komið að leik tvö hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni eru Evrópumeistarar Spánverja sem hafa verið meðal fimm efstu á síðustu fjórum heimsmeistaramótum. Vísir hefur tekið saman nokkrar staðreyndir um spænska landsliðið og má finna þær hér fyrir neðan.- Svona komst Spánn á HM 2019 - Spænska landsliðið tryggði sér sæti á HM 2019 með að vinna Evrópumeistaratitilinn á EM í Króatíu fyrir ári síðan. Spánverjar sluppu því við umspilið síðasta sumar. Gestgjafar Dana og Þjóðverja sem og ríkjandi heimsmeistarar Frakka voru einnig komin með farseðilinn þegar Spánverjar bættust í hópinn eftir sigur á Svíum í úrslitaleiknum í Zagreb. Spánverjar voru líka, ásamt fyrrnefndum þremur þjóðum, í efsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla á HM 22. júní í fyrra.Spánverjar fagna heimsmeistaratitlinum sem þeir unnu á heimavelli árið 2013.Vísir/Getty- Gengi Spánverja á HM í handbolta í gegnum tíðina - Þetta er tuttugasta heimsmeistaramótið í sögu spænska handboltalandsliðsins en Spánverjar voru fyrst með á HM á Austur-Þýskalandi árið 1958. Það var líka fyrsta heimsmeistaramót íslenska landsliðsins. Spánverjar enduðu í tólfta sæti á HM 1958 eða tveimur sætum neðar en Ísland en sextán þjóðir voru með á þessu heimsmeistaramóti fyrir 61 ári. Spánverjar hafa tvisvar sinnum orðið heimsmeistarar, fyrst á HM í Túnis árið 2005 og svo aftur á HM á heimavelli árið 2013. Spánverjar unnu 40-34 sigur á Króataíu í úrslitaleik HM 2005 og 35-19 stórsigur á Dönum í úrslitaleiknum á HM fyrir sex árum. Spánn hefur alls unnið þrenn verðlaun á HM, tvö gull (2005 og 2013) og eitt brons (2011). Spánverjar hafa líka þrisvar tapað leiknum um bronsið eða árin 1999 (á móti Júgóslavíu), 2003 (á móti Frakklandi) og 2015 (á móti Póllandi).Spánverjar fagna sigri á EM 2018.Vísir/Getty- Síðasta stórmót Spánverja - Spánverjar eru ríkjandi Evrópumeistarar eftir glæsilegan sigur á EM í Króatíu fyrir ári síðan. Spánverjar unnu sex marka sigur á Svíum í úrslitaleik, 29-23, eftir að hafa unnið seinni hálfleikinn 17-9. Spánverjar unnu Frakka 27-23 í undanúrslitaleiknum og enduðu vonir Þjóðverjar með sigri í síðasta leiknum sínum í milliriðlinum. Spænska liðið tapaði fyrir bæði Dönum (riðill) og Slóvenum (milliriðill) á leið sinni í úrslitaleikinn en unnu réttu leikina og Evrópumeistaratitilinn í fyrsta sinn. Spánverjar urðu í fimmta sæti á síðasta HM eftir að hafa dottið út fyrir Króatíu með minnsta mun í átta liða úrslitunum. Spænska liðið hafði þá unnið sex fyrstu leiki sína á HM þar á meðal sigur á Brasilíu í sextán liða úrslitunum.Joan Canellas í leik á móti Íslandi á síðasta HM í Frakklandi 2017.Vísir/Getty- Gengið á móti Íslandi á stórmótum - Ísland og Spánn hafa mæst fjórtán sinnum áður á stórmóti í handbolta þar átta sinnum á heimsmeistaramóti. Fyrsti leikurinn var á HM í Danmörku 1978 og sá síðasti á HM í Frakklandi fyrir tveimur árum. Íslenska landsliðið hefur aðeins unnið tvo af þessum fjórtán leikjum og einum leik þjóðanna lauk með jafntefli. Sigurleikirnir tveir voru annarsvegar 32-23 sigur í leik um sæti á HM í Kumamoto 1997 og hinsvegar 36-30 sigur í undanúrslitaleik á ÓL í Peking 2008. Spánverjar hafa unnið fjórar síðustu viðureignir þjóðanna á stórmótum (HM 2011, EM 2012, EM 2014 og HM 2017) og alla þessa fjóra leiki með fimm mörkum eða meira. Spænska liðið hefur unnið átta af síðustu níu leikjum sínum á móti Íslandi á stórmóti.Alex Dujshebaev var valinn í úrvalsliðið á EM í fyrra.Vísir/Getty- Stærstu stjörnurnar í liði Spánar - Spánverjar treysta á mennina sem færðu þeim Evrópumeistaratitilinn fyrir ári síðan. Markverðirnir frábæru hjá Barcelona (Gonzalo Perez de Vargas) og Paris Saint Germain (Rodrigo Corrales) eru áfram í lykilhlutverkum alveg eins og reynsluboltarnir Raúl Entrerríos (leikstjórnandi Barcelona) og Joan Canellas (Pick Szeged). Línumaðurinn öflugi Julen Aguinagalde er alltaf erfiður við að eiga og þá verður fróðlegt að sjá hvað synir Talant Dujshebaev gera á sínu fyrsta stórmóti saman. Alex Dujshebaev er örvhentur og var valinn í úrvalslið Em 2018 en Daniel Dujshebaev hefur verið að koma sterkur inn í vetur. Báðir spilar þeir fyrir föður sinn hjá pólska stórliðinu Vive Kielce. Hægri hornamaðurinn Ferrán Solé var einnig í úrvalsliði EM í fyrra en hann endaði sem fimmti markahæsti maður mótsins. Solé spilar með Fenix Toulouse í Frakklandi.Jordi Ribera að stýra spænska landsliðinu á móti Íslandi á Hm 2017.Vísir/Getty- Þjálfari Spánverja á HM 2019 - Þjálfari Króatíu er hinn 55 ára gamli Jordi Ribera sem hefur verið með spænska landsliðið frá því í september 2016. Hann var áður með brasilíska landsliðið í tvígang, fyrst 2005 til 2008 og svo aftur frá 2012 til 2016 eða fram yfir Ólympíuleikana í Ríó. Ribera þjálfaði einnig argentínska landsliðið frá 2004 til 2005. Þetta verður þriðja stórmót spænska liðsins undir stjórn Jordi Ribera en hann gerði liðið einmitt að Evrópumeisturum í fyrra. Spánverjar töpuðu fleiri leikjum á EM 2018 (2) sem þeir unnu heldur en á hans fyrsta móti sem var HM 2017. Spánn tapaði þá bara einum leik en endaði engu að síður í fimmta sæti. Jordi Ribera tókst loksins að landa Evrópumeistaratitlinum en áður en hann tók við liðinu höfðu Spánverjar spilað fjóra úrslitaleiki á EM og komist sjö sinnum í undanúrslit á EM án þess að ná Evrópugullinu.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira