Kraftlyftingakona ársins er vegan: „Aldrei hitt neinn sem er með næringarskort og er vegan“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. janúar 2019 16:30 Kraftlyftingakonan Hulda B. Waage verður í Íslandi í dag í kvöld. „Mín hugsun er bara að ég lifi hérna á jörðinni og ég ætla að valda sem minnstum skaða, hvort sem það er umhverfislega eða siðferðislega. Ég vil bara gera mitt besta í lífinu og þetta er partur af því fyrir mig,“ segir kraftlyftingakonan Hulda B. Waage. Hulda var valin kraftlyftingakona ársins 2018, en hún á fjölmarga bikar- og Íslandsmeistaratitla auk þess að hafa sett mörg Íslandsmet. Eitt verður þó að teljast heldur óvenjulegt fyrir manneskju í hennar íþrótt, en Hulda er vegan. Hún segir lítið mál að ná árangri í kraftlyftingum án þess að borða kjöt eða dýraafurðir og blæs á málflutning á borð við að vegan fólk sé upp til hópa slappt og vannært. Hulda heldur úti vinsælli Instagram síðu og Youtube rás þar sem m.a. er hægt að fylgjast með lyftingum og matargerð, en hún segir markmiðið að veita fólki innblástur hafi það áhuga á að tileinka sér vegan lífsstíl. „Það er ekkert þannig í alvörunni að allir sem eru vegan eða grænmetisætur séu með næringarskort. Ekki frekar en bara fólk sem borðar allan mat. Það er náttúrulega til, bara eins og með alætur, en ég hef ekki enn hitt neinn sem er með næringarskort og er vegan,“ segir Hulda.Fer í rúmið átta og vaknar fimm Sjálfsaginn er mikill í lífi Huldu, en hún er búsett á Akureyri þar sem eiginmaður hennar er formaður kraftlyftingafélagsins. Hún vaknar klukkan fimm á morgnana, æfir tvisvar á dag og fer að sofa klukkan átta á kvöldin. Auk þess er Hulda í hlutastarfi, þar sem hún sér um mötuneyti Íslandsbanka í bænum. Hún segir að þrátt fyrir að ekki hafi tekist að veganvæða mötuneytið taki bankafólkið vel í ýmsa vegan rétti og meðlæti sem hún töfrar fram. Víða í samfélaginu sé fólk þó enn fast í þeirri mýtu að matur sé varla matur, nema hann innihaldi kjöt. „Það sem ég heyri í kringum mig er að fólk segir bara ég verð að fá eitthvað almennilegt, ég verð að fá próteinið mitt. Mér finnst alltaf mjög fyndið þegar fólk segir þetta við mig, ég svara bara; er ég ekki að fá próteinið mitt? Ég er alveg að ná árangri sko.“ Hulda ræðir lyftingar, æfingar, sjálfsaga, ballett og veganisma – svo eitthvað sé nefnt – í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Aflraunir Vegan Mest lesið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Sjá meira
„Mín hugsun er bara að ég lifi hérna á jörðinni og ég ætla að valda sem minnstum skaða, hvort sem það er umhverfislega eða siðferðislega. Ég vil bara gera mitt besta í lífinu og þetta er partur af því fyrir mig,“ segir kraftlyftingakonan Hulda B. Waage. Hulda var valin kraftlyftingakona ársins 2018, en hún á fjölmarga bikar- og Íslandsmeistaratitla auk þess að hafa sett mörg Íslandsmet. Eitt verður þó að teljast heldur óvenjulegt fyrir manneskju í hennar íþrótt, en Hulda er vegan. Hún segir lítið mál að ná árangri í kraftlyftingum án þess að borða kjöt eða dýraafurðir og blæs á málflutning á borð við að vegan fólk sé upp til hópa slappt og vannært. Hulda heldur úti vinsælli Instagram síðu og Youtube rás þar sem m.a. er hægt að fylgjast með lyftingum og matargerð, en hún segir markmiðið að veita fólki innblástur hafi það áhuga á að tileinka sér vegan lífsstíl. „Það er ekkert þannig í alvörunni að allir sem eru vegan eða grænmetisætur séu með næringarskort. Ekki frekar en bara fólk sem borðar allan mat. Það er náttúrulega til, bara eins og með alætur, en ég hef ekki enn hitt neinn sem er með næringarskort og er vegan,“ segir Hulda.Fer í rúmið átta og vaknar fimm Sjálfsaginn er mikill í lífi Huldu, en hún er búsett á Akureyri þar sem eiginmaður hennar er formaður kraftlyftingafélagsins. Hún vaknar klukkan fimm á morgnana, æfir tvisvar á dag og fer að sofa klukkan átta á kvöldin. Auk þess er Hulda í hlutastarfi, þar sem hún sér um mötuneyti Íslandsbanka í bænum. Hún segir að þrátt fyrir að ekki hafi tekist að veganvæða mötuneytið taki bankafólkið vel í ýmsa vegan rétti og meðlæti sem hún töfrar fram. Víða í samfélaginu sé fólk þó enn fast í þeirri mýtu að matur sé varla matur, nema hann innihaldi kjöt. „Það sem ég heyri í kringum mig er að fólk segir bara ég verð að fá eitthvað almennilegt, ég verð að fá próteinið mitt. Mér finnst alltaf mjög fyndið þegar fólk segir þetta við mig, ég svara bara; er ég ekki að fá próteinið mitt? Ég er alveg að ná árangri sko.“ Hulda ræðir lyftingar, æfingar, sjálfsaga, ballett og veganisma – svo eitthvað sé nefnt – í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir.
Aflraunir Vegan Mest lesið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið