Heitur Teitur er klár í slaginn við stóru kallana: „Nú fæ ég að sjá hvert ég er kominn“ Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 10. janúar 2019 08:30 Teitur Örn Einarsson þreytir frumraun sína á stórmóti á föstudaginn. vísir Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson var óvænt valinn í íslenska HM-hópinn sem hélt til München í gær og hefur leik á morgun á móti Króatíu. Ólíkt öðrum sem voru óvænt í HM-hópnum fór Teitur ekki einu sinni með á æfingamótið í Noregi eftir að vera ekki valinn í 20 manna æfingahópinn. „Það var í gær [fyrradag] eftir æfingu, um tvö leytið. Þá las Gummi upp hópinn fyrir okkur. Það var í fyrsta skipti sem ég vissi að ég væri að fara,“ segir Teitur Örn um stóru stundina. „Ég bjóst ekki við þessu. Ég var bara í fríi hérna á Íslandi og þá kallaði Gummi mig inn á æfingu á mánudaginn. Það hlaut að vera einhver ástæða fyrir því. Hlutirnir eru fljótir að breytast í þessu.“ Það skortir ekki á sjálfstraustið hjá örvhentu skyttunni sem kastar bolta fastar en margur og fékk viðurnefnið Heitur Teitur í Olís-deildinni því stundum rann á hann æði í markaskorun. Hann gaf aldrei upp vonina og hlakkar til mótsins. „Ég var í stóra 28 manna hópnum þannig ég var alltaf inn í myndinni. Svo þegar ég er kallaður inn á æfingu mætti ég bara og var klár. Ég ætlaði mér að sýna mig og ég þarf að sanna mig ef ég ætla að eiga sæti í þessu liði. Ég tel mig vera fullkláran í það að mæta á þetta mót og keppa við þessa kalla,“ segir Teitur.Teitur Örn Einarsson kom óvænt inn í HM-hópinn.Mynd/Facebook-síða HSÍSkyttan skotfasta hefur lengi ætlað sér sæti í landsliðinu en hann hefur spilað fjölmarga leiki fyrir yngri landsliðin. Hann var ein af stjörnum Olís-deildarinnar á síðustu leiktíð sem að skilaði honum samningi hjá sænska stórveldinu Kristianstad. Þar er hann að spila vel. „Það hefur alltaf verið markmiðið að spila í íslensku treyjunni á stórmóti. Ég veit ekki alveg hvað skal segja um þegar að ég heyrði nafnið. Ég var bara þvílíkt sáttur að vera loksins kominn á þennan stað,“ segir Teitur. „Þetta hefur alltaf verið markmiðið. Ég er búinn að spila mikið í vetur í Meistaradeildinni og fá þar smjörþefinn af þessum stóru köllum. Nú er þannig séð alvöru próf að sjá hversu langt ég er kominn.“ Það verður væntanlega nóg spjallað um Pylsubarinn, Huppu, Ingó Veðurguð og öll hin helstu kennileiti Selfoss innan veggja íslenska liðsins enda hvorki fleiri né færri en fjórir Selfyssingar í hópnum (Teitur, Haukur Þrastar, Elvar Örn og Ómar Ingi) auk Bjarka Más Elíssonar sem kom þar við á sínum yngri árum. „Við erum fimm í liðinu og það er bara frábært. Það er gaman að sjá að Selfyssingar eru að skila einhverju sem nýtist Íslandi. Ég er bara ánægður með það enda mikill Selfyssingur,“ segir Teitur Örn Einarsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Klippa: Teitur Örn - Gaman að vera með fimm Selfyssinga HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Frábærar kveðjur til strákanna okkar | Myndband Strákarnir okkar voru sendir af landinu með stæl í morgun er spilað var fyrir þá myndband þar sem fjölskyldumeðlimir, gamlar kempur og Eiður Smári komu meðal annars við sögu. 9. janúar 2019 14:06 Ætlaði að eyða áramótunum með tengdó en endaði á HM með landsliðinu Ágúst Elí Björgvinsson var ekki að búa sig undir að fara á HM 2019 í handbolta. 9. janúar 2019 16:00 Guðjón Valur útilokar alfarið að spila á HM Mögulegt er að skipta út þremur leikmönnum í íslenska landsliðinu á meðan HM í handbolta stendur en Guðjón Valur Sigurðsson segist ekki halda neinum möguleikum opnum. 9. janúar 2019 14:29 Þurfum að troða sokkum upp í marga með því að standa okkur og vera fyrir boltanum Markverðir landsliðsins eru undir pressu í aðdraganda HM 2019. 9. janúar 2019 21:30 Rafmögnuð lokaæfing landsliðsins sat enn í sumum strákanna í morgun Það var ekki auðvelt fyrir Guðmund Guðmundsson að velja landsliðshópinn fyrir HM 2019. 9. janúar 2019 14:30 Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Sjá meira
Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson var óvænt valinn í íslenska HM-hópinn sem hélt til München í gær og hefur leik á morgun á móti Króatíu. Ólíkt öðrum sem voru óvænt í HM-hópnum fór Teitur ekki einu sinni með á æfingamótið í Noregi eftir að vera ekki valinn í 20 manna æfingahópinn. „Það var í gær [fyrradag] eftir æfingu, um tvö leytið. Þá las Gummi upp hópinn fyrir okkur. Það var í fyrsta skipti sem ég vissi að ég væri að fara,“ segir Teitur Örn um stóru stundina. „Ég bjóst ekki við þessu. Ég var bara í fríi hérna á Íslandi og þá kallaði Gummi mig inn á æfingu á mánudaginn. Það hlaut að vera einhver ástæða fyrir því. Hlutirnir eru fljótir að breytast í þessu.“ Það skortir ekki á sjálfstraustið hjá örvhentu skyttunni sem kastar bolta fastar en margur og fékk viðurnefnið Heitur Teitur í Olís-deildinni því stundum rann á hann æði í markaskorun. Hann gaf aldrei upp vonina og hlakkar til mótsins. „Ég var í stóra 28 manna hópnum þannig ég var alltaf inn í myndinni. Svo þegar ég er kallaður inn á æfingu mætti ég bara og var klár. Ég ætlaði mér að sýna mig og ég þarf að sanna mig ef ég ætla að eiga sæti í þessu liði. Ég tel mig vera fullkláran í það að mæta á þetta mót og keppa við þessa kalla,“ segir Teitur.Teitur Örn Einarsson kom óvænt inn í HM-hópinn.Mynd/Facebook-síða HSÍSkyttan skotfasta hefur lengi ætlað sér sæti í landsliðinu en hann hefur spilað fjölmarga leiki fyrir yngri landsliðin. Hann var ein af stjörnum Olís-deildarinnar á síðustu leiktíð sem að skilaði honum samningi hjá sænska stórveldinu Kristianstad. Þar er hann að spila vel. „Það hefur alltaf verið markmiðið að spila í íslensku treyjunni á stórmóti. Ég veit ekki alveg hvað skal segja um þegar að ég heyrði nafnið. Ég var bara þvílíkt sáttur að vera loksins kominn á þennan stað,“ segir Teitur. „Þetta hefur alltaf verið markmiðið. Ég er búinn að spila mikið í vetur í Meistaradeildinni og fá þar smjörþefinn af þessum stóru köllum. Nú er þannig séð alvöru próf að sjá hversu langt ég er kominn.“ Það verður væntanlega nóg spjallað um Pylsubarinn, Huppu, Ingó Veðurguð og öll hin helstu kennileiti Selfoss innan veggja íslenska liðsins enda hvorki fleiri né færri en fjórir Selfyssingar í hópnum (Teitur, Haukur Þrastar, Elvar Örn og Ómar Ingi) auk Bjarka Más Elíssonar sem kom þar við á sínum yngri árum. „Við erum fimm í liðinu og það er bara frábært. Það er gaman að sjá að Selfyssingar eru að skila einhverju sem nýtist Íslandi. Ég er bara ánægður með það enda mikill Selfyssingur,“ segir Teitur Örn Einarsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Klippa: Teitur Örn - Gaman að vera með fimm Selfyssinga
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Frábærar kveðjur til strákanna okkar | Myndband Strákarnir okkar voru sendir af landinu með stæl í morgun er spilað var fyrir þá myndband þar sem fjölskyldumeðlimir, gamlar kempur og Eiður Smári komu meðal annars við sögu. 9. janúar 2019 14:06 Ætlaði að eyða áramótunum með tengdó en endaði á HM með landsliðinu Ágúst Elí Björgvinsson var ekki að búa sig undir að fara á HM 2019 í handbolta. 9. janúar 2019 16:00 Guðjón Valur útilokar alfarið að spila á HM Mögulegt er að skipta út þremur leikmönnum í íslenska landsliðinu á meðan HM í handbolta stendur en Guðjón Valur Sigurðsson segist ekki halda neinum möguleikum opnum. 9. janúar 2019 14:29 Þurfum að troða sokkum upp í marga með því að standa okkur og vera fyrir boltanum Markverðir landsliðsins eru undir pressu í aðdraganda HM 2019. 9. janúar 2019 21:30 Rafmögnuð lokaæfing landsliðsins sat enn í sumum strákanna í morgun Það var ekki auðvelt fyrir Guðmund Guðmundsson að velja landsliðshópinn fyrir HM 2019. 9. janúar 2019 14:30 Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Sjá meira
Frábærar kveðjur til strákanna okkar | Myndband Strákarnir okkar voru sendir af landinu með stæl í morgun er spilað var fyrir þá myndband þar sem fjölskyldumeðlimir, gamlar kempur og Eiður Smári komu meðal annars við sögu. 9. janúar 2019 14:06
Ætlaði að eyða áramótunum með tengdó en endaði á HM með landsliðinu Ágúst Elí Björgvinsson var ekki að búa sig undir að fara á HM 2019 í handbolta. 9. janúar 2019 16:00
Guðjón Valur útilokar alfarið að spila á HM Mögulegt er að skipta út þremur leikmönnum í íslenska landsliðinu á meðan HM í handbolta stendur en Guðjón Valur Sigurðsson segist ekki halda neinum möguleikum opnum. 9. janúar 2019 14:29
Þurfum að troða sokkum upp í marga með því að standa okkur og vera fyrir boltanum Markverðir landsliðsins eru undir pressu í aðdraganda HM 2019. 9. janúar 2019 21:30
Rafmögnuð lokaæfing landsliðsins sat enn í sumum strákanna í morgun Það var ekki auðvelt fyrir Guðmund Guðmundsson að velja landsliðshópinn fyrir HM 2019. 9. janúar 2019 14:30