Mörg hundruð Vesturbæingar og KR-ingar úr öllum áttum skemmtu sér í DHL-höllinni á laugardagskvöldið þegar árlegt Þorrablót Vesturbæjar fór fram.
Þetta er þriðja árið í röð sem blótið er haldið en það virðist komið til að vera.
Það kom í hlut Vesturbæinga að sjá um skemmtiatriðin í ár. Sjónvarpsmaðurinn Gummi Ben var veislustjóri og Ari Eldjárn flutti uppistand.
Stórsveitin Babies Flokkurinn lék síðan fyrir dansi. Kvöldið þótti heppnast virkilega vel og voru fjölmörg kunnuleg andlit í KR-heimilinu eins og sjá má hér að neðan.
Erling Ó. Aðalsteinsson, ljósmyndari KR-inga, var með myndavélina á lofti og náði þessum skemmtilegu myndum af Vesturbæingum fagna þorranum.
Lífið