Sport

Naomi Osaka sló út „Serenu-banann“ og er komin í úrslit

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Naomi Osaka fagnar sigri.
Naomi Osaka fagnar sigri. Getty/Cameron Spencer
Naomi Osaka endaði árið 2018 á því að vinna Opna bandaríska meistaramótið í tennis og hún byrjar árið 2019 á því að komast í úrslit á öðru risamóti. Ný stórstjarnan er að fæðast í tennisheiminum.





Naomi Osaka tryggði sér sæti í úrslitaleiknum á Opna ástralska meistaramótinu í tennis með því að vinna hina tékknesku Karolina Pliskova 6-2, 4-6 og 6-4 í nótt.

Karolina Pliskova hafði daginn áður slegið út Serenu Williams en hún komst ekki í gegnum þá japönsku.





Það eru tékkneskir dagar hjá Naomi Osaka sem mun mæta Petru Kvitova í úrslitaleiknum.

Naomi Osaka vann sinn fyrsta risatitil í september eftir sigur á Serenu Williams í úrslitaleiknum en viðbrögð og reiði Serenu út í dómara leiksins stal algjörlega sviðsljósinu af Naoimi.

Naomi Osaka er enn bara 22 ára gömul en hún er fyrsta japanska tenniskonan sem spilar til úrslita á Opna ástralska meistaramótinu.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×