Einkunnir strákanna okkar á móti Brasilíu: Elvar aftur bestur í íslenska liðinu 23. janúar 2019 17:12 Elvar Örn Jónsson Getty//TF-Images Íslenska handboltalandsliðið náði ekki sigri í áttunda og síðasta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku en strákarnir töpuðu þá með þriggja marka mun á móti Brasilíumönnum, 32-29. Íslenska liðið byrjaði leikinn aftur illa eins og á móti Frökkum og náði síðan aldrei að kóróna ágætar endurkomu sínar í leiknum með því að komast yfir. Fjórum sinnum jöfnuðu strákarnir metin en misstu Brassana alltaf jafnóðum frá sér aftur. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Elvar Örn Jónsson var besti leikmaður íslenska liðsins í kvöld að mati okkar en hann var mjög áræðinn í sóknarleiknum og kom að ellefu mörkum, mörgum þeirra í seinni bylgjunni sem gekk vel hjá íslenska liðinu. Seinni bylgjan gekk vel en uppsettur sóknarleikur íslenska liðsins var oft vandræðalega lélegur. Þar hefur Guðmundur Guðmundsson mikið verk að vinna. Hann er hins vegar á réttri leið með liðið og nú þurfa allir strákarnir í liðinu að halda áfram með metnaðinn í botni og byggja ofan á þetta mót í næstu framtíð. Markvarslan var enn á ný vonbrigði enda endalaust af lélegum langskotum að leka inn. Strákarnir í miðri vörninni virtust síðan hreinlega vera búnir með bensínið þrátt fyrir tveggja daga hvíld. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Brasilíu:- Byrjunarlið Íslands í leiknum -Björgvin Páll Gústavsson, mark - 2(9 varin skot - 47:05 mín.) Hjálpaði til við að koma Íslandi aftur inn í leikinn í fyrri hálfleik. Frammistaða hans á mótinu heilt yfir var engan veginn ásættanleg.Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 2(3 mörk - 42:17 mín.) Gerði tilkall í aðdraganda mótsins til að eiga sæti í landsliðinu á heimsmeistaramótinu. Hann var langt frá því að sýna það í dag að hann væri betri en Guðjón Valur Sigurðsson.Haukur Þrastarson, leikstjórnandi - 2(0 mörk - 2:00 mín.) Þetta mesta efni handboltaheimsins fékk að byrja leikinn. Að þessu sinni var verkefnið þremur númerum of stórt. Framtíðin er hins vegar hans og í hans höndum hversu langt hann kemst.Elvar Örn Jónsson, leikstjórnandi - 4(7 mörk - 49:38 mín.) Var besti leikmaður íslenska liðsins í leiknum eins og í síðasta leik gegn Frökkum. Líkamlega sterkur, áræðinn og vogaður. Lykilmaður í framtíðarliði Íslands.Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 3(6 mörk - 22:50 mín.) Leikurinn var besti leikur Ómars í keppninni. Örlaði á töktum sem hann hefur sýnt í dönsku úrvalsdeildinni. Hann ræður hins vegar ekki við það að bera þessa stöðu einn í íslenska landsliðinu í dag.Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 3(3 mörk - 60:00 mín.) Átti frábærar innkomur í öllum leikjum Íslands sem hann fékk að taka þátt í. Gríðarlega öflugur leikmaður og fer í flokk með Elvari Erni sem einn af framtíðarmönnum íslenska liðsins.Arnar Freyr Arnarsson, lína - 2(2 mörk - 54:40 mín.) Var í bullandi vandræðum í vörninni allan leikinn og virtist vera algjörlega orðinn bensínlaus. Hann réði engan veginn við þann varnarleik sem var settur upp fyrir leikinn.Ólafur Gústafsson, vörn - 2(1 mark - 39:37 mín.) Er búinn að eiga gott heimsmeistaramót en í leiknum gegn Brasilíu virkaði hann andlaus og umfram allt orkulaus. Hann var einfaldlega búinn á því.Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta, vörn - 2(2 mörk - 50:44 mín.) Tveir síðustu leikir Ólafs eru mikil vonbrigði. Hann gekk ekki heill til skógar í þessum leikjum vegna veikinda og náði því engan veginn að sýna það sem í honum býr eða það sem hann hefur sýnt með Kristianstad í Svíþjóð.Gísli Þorgeir Kristjánsson.Getty/Jörg Schüler- Menn sem komu inn af bekknum í leiknum -Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 3(2 mörk - 17:12 mín.) Var í raun maðurinn sem kom íslenska liðinu í gang í leiknum. Frábær leikstjórnandi en gengur ekki heill til skógar. Getur ekki skotið á markið af sjö til átta metrum. Nái hann heilsu verður hann eftir þrjú ár einn besti leikstjórnandi heims.Ágúst Elí Björgvinsson, mark - 2(1 varið skot- 10:41 mín.) Í raun ekkert hægt að kvarta yfir hans frammistöðu og innkomum á mótinu. Markvarslan hjá íslenska liðinu var í raun vandamál íslenska liðsins í hnotskurn. Hefur bætt sig í Svíþjóð en þarf að gera mun betur með íslenska landsliðinu.Stefán Rafn Sigurmannsson, vinstra horn - 2(2 mörk - 16:51 mín.) Olli miklum vonbrigðum á þessu heimsmeistaramóti. Miðað við frammistöðu hans í Ungverjalandi var það ekki ásættanlegt sem hann sýndi með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu. Þarf að gera mikið mun betur líkt og kollegi hans í sömu stöðu. Engan veginn nógu gott.Teitur Örn Einarsson - spilaði of lítiðÝmir Örn Gíslason - spilaði of lítiðÓðinn Þór Ríkharðsson - spilaði ekkiDaníel Þór Ingason - spilaði ekkiGuðmundur Guðmunddsson.Getty/Jörg SchülerGuðmundur Guðmunddsson, þjálfari 3 Uppsettur sóknarleikur og varnarleikur liðsins var í molum í upphafi leiksins. Þjálfarinn náði að berja í brestina. Náði markmiðum sínum með því að koma íslenska liðinu í milliriðil en ekkert umfram það. Hefur fengið það hlutverk að koma íslenska landsliðinu í heimsklassa á nýjan leik þannig að við eignumst landslið eins og við áttum frá 2006 til 2014 sem var eitt besta landslið heims. Takist honum það á næstu þremur árum þá er hann snillingur.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á mótu Þjóðverjum í kvöld: Ólafur Gústafs bestur í íslenska liðinu Vísir fer yfir frammistöðu strákanna okkar á móti heimsmeistaraefnunum og heimamönnum í þýska landsliðinu. 19. janúar 2019 22:11 Einkunnir strákanna okkar á móti Japan: Stefán Rafn bestur Íslenska handboltalandsliðið vann lífsnauðsynlegan fjögurra marka sigur á Japan, 25-21, í jöfnum og erfiðum fjórða leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 16. janúar 2019 17:06 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron í algjörum heimsklassa Íslenska handboltalandsliðið tapaði með fjögurra marka mun, 27-31, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 11. janúar 2019 19:38 Einkunnir strákanna okkar á móti Makedóníu í kvöld: Arnór í heimsklassa og fimm með fimmur Íslenska landsliðið er komið í hóp tólf bestu þjóðanna á HM í handbolta 2019 þökk sé góðri frammistöðu margra leikmanna á móti Makedóníu í kvöld. 17. janúar 2019 19:36 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Ólafur Guðmundsson bestur Vísir fer yfir frammistöðu allra strákana okkar í handboltalandsliðinu í leiknum á móti Spánverjum á HM í handbolta. 13. janúar 2019 20:23 Einkunnir strákanna okkar á móti Barein: Björgvin Páll og Arnór bestir Vísir fer yfir frammistöðu strákanna okkar í sannfærandi átján marka sigri á Bareinum á HM í handbolta. 14. janúar 2019 17:00 Einkunnir strákanna okkar á móti Frakklandi í kvöld: Elvar Örn bestur Vísir fer yfir frammistöðu strákanna í tapleiknum á móti heimsmeisturum Frakka en þar fengu ungir framtíðarmenn liðsins alvöru mínútur í djúpu lauginni. 20. janúar 2019 22:30 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið náði ekki sigri í áttunda og síðasta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku en strákarnir töpuðu þá með þriggja marka mun á móti Brasilíumönnum, 32-29. Íslenska liðið byrjaði leikinn aftur illa eins og á móti Frökkum og náði síðan aldrei að kóróna ágætar endurkomu sínar í leiknum með því að komast yfir. Fjórum sinnum jöfnuðu strákarnir metin en misstu Brassana alltaf jafnóðum frá sér aftur. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Elvar Örn Jónsson var besti leikmaður íslenska liðsins í kvöld að mati okkar en hann var mjög áræðinn í sóknarleiknum og kom að ellefu mörkum, mörgum þeirra í seinni bylgjunni sem gekk vel hjá íslenska liðinu. Seinni bylgjan gekk vel en uppsettur sóknarleikur íslenska liðsins var oft vandræðalega lélegur. Þar hefur Guðmundur Guðmundsson mikið verk að vinna. Hann er hins vegar á réttri leið með liðið og nú þurfa allir strákarnir í liðinu að halda áfram með metnaðinn í botni og byggja ofan á þetta mót í næstu framtíð. Markvarslan var enn á ný vonbrigði enda endalaust af lélegum langskotum að leka inn. Strákarnir í miðri vörninni virtust síðan hreinlega vera búnir með bensínið þrátt fyrir tveggja daga hvíld. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Brasilíu:- Byrjunarlið Íslands í leiknum -Björgvin Páll Gústavsson, mark - 2(9 varin skot - 47:05 mín.) Hjálpaði til við að koma Íslandi aftur inn í leikinn í fyrri hálfleik. Frammistaða hans á mótinu heilt yfir var engan veginn ásættanleg.Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 2(3 mörk - 42:17 mín.) Gerði tilkall í aðdraganda mótsins til að eiga sæti í landsliðinu á heimsmeistaramótinu. Hann var langt frá því að sýna það í dag að hann væri betri en Guðjón Valur Sigurðsson.Haukur Þrastarson, leikstjórnandi - 2(0 mörk - 2:00 mín.) Þetta mesta efni handboltaheimsins fékk að byrja leikinn. Að þessu sinni var verkefnið þremur númerum of stórt. Framtíðin er hins vegar hans og í hans höndum hversu langt hann kemst.Elvar Örn Jónsson, leikstjórnandi - 4(7 mörk - 49:38 mín.) Var besti leikmaður íslenska liðsins í leiknum eins og í síðasta leik gegn Frökkum. Líkamlega sterkur, áræðinn og vogaður. Lykilmaður í framtíðarliði Íslands.Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 3(6 mörk - 22:50 mín.) Leikurinn var besti leikur Ómars í keppninni. Örlaði á töktum sem hann hefur sýnt í dönsku úrvalsdeildinni. Hann ræður hins vegar ekki við það að bera þessa stöðu einn í íslenska landsliðinu í dag.Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 3(3 mörk - 60:00 mín.) Átti frábærar innkomur í öllum leikjum Íslands sem hann fékk að taka þátt í. Gríðarlega öflugur leikmaður og fer í flokk með Elvari Erni sem einn af framtíðarmönnum íslenska liðsins.Arnar Freyr Arnarsson, lína - 2(2 mörk - 54:40 mín.) Var í bullandi vandræðum í vörninni allan leikinn og virtist vera algjörlega orðinn bensínlaus. Hann réði engan veginn við þann varnarleik sem var settur upp fyrir leikinn.Ólafur Gústafsson, vörn - 2(1 mark - 39:37 mín.) Er búinn að eiga gott heimsmeistaramót en í leiknum gegn Brasilíu virkaði hann andlaus og umfram allt orkulaus. Hann var einfaldlega búinn á því.Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta, vörn - 2(2 mörk - 50:44 mín.) Tveir síðustu leikir Ólafs eru mikil vonbrigði. Hann gekk ekki heill til skógar í þessum leikjum vegna veikinda og náði því engan veginn að sýna það sem í honum býr eða það sem hann hefur sýnt með Kristianstad í Svíþjóð.Gísli Þorgeir Kristjánsson.Getty/Jörg Schüler- Menn sem komu inn af bekknum í leiknum -Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 3(2 mörk - 17:12 mín.) Var í raun maðurinn sem kom íslenska liðinu í gang í leiknum. Frábær leikstjórnandi en gengur ekki heill til skógar. Getur ekki skotið á markið af sjö til átta metrum. Nái hann heilsu verður hann eftir þrjú ár einn besti leikstjórnandi heims.Ágúst Elí Björgvinsson, mark - 2(1 varið skot- 10:41 mín.) Í raun ekkert hægt að kvarta yfir hans frammistöðu og innkomum á mótinu. Markvarslan hjá íslenska liðinu var í raun vandamál íslenska liðsins í hnotskurn. Hefur bætt sig í Svíþjóð en þarf að gera mun betur með íslenska landsliðinu.Stefán Rafn Sigurmannsson, vinstra horn - 2(2 mörk - 16:51 mín.) Olli miklum vonbrigðum á þessu heimsmeistaramóti. Miðað við frammistöðu hans í Ungverjalandi var það ekki ásættanlegt sem hann sýndi með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu. Þarf að gera mikið mun betur líkt og kollegi hans í sömu stöðu. Engan veginn nógu gott.Teitur Örn Einarsson - spilaði of lítiðÝmir Örn Gíslason - spilaði of lítiðÓðinn Þór Ríkharðsson - spilaði ekkiDaníel Þór Ingason - spilaði ekkiGuðmundur Guðmunddsson.Getty/Jörg SchülerGuðmundur Guðmunddsson, þjálfari 3 Uppsettur sóknarleikur og varnarleikur liðsins var í molum í upphafi leiksins. Þjálfarinn náði að berja í brestina. Náði markmiðum sínum með því að koma íslenska liðinu í milliriðil en ekkert umfram það. Hefur fengið það hlutverk að koma íslenska landsliðinu í heimsklassa á nýjan leik þannig að við eignumst landslið eins og við áttum frá 2006 til 2014 sem var eitt besta landslið heims. Takist honum það á næstu þremur árum þá er hann snillingur.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á mótu Þjóðverjum í kvöld: Ólafur Gústafs bestur í íslenska liðinu Vísir fer yfir frammistöðu strákanna okkar á móti heimsmeistaraefnunum og heimamönnum í þýska landsliðinu. 19. janúar 2019 22:11 Einkunnir strákanna okkar á móti Japan: Stefán Rafn bestur Íslenska handboltalandsliðið vann lífsnauðsynlegan fjögurra marka sigur á Japan, 25-21, í jöfnum og erfiðum fjórða leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 16. janúar 2019 17:06 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron í algjörum heimsklassa Íslenska handboltalandsliðið tapaði með fjögurra marka mun, 27-31, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 11. janúar 2019 19:38 Einkunnir strákanna okkar á móti Makedóníu í kvöld: Arnór í heimsklassa og fimm með fimmur Íslenska landsliðið er komið í hóp tólf bestu þjóðanna á HM í handbolta 2019 þökk sé góðri frammistöðu margra leikmanna á móti Makedóníu í kvöld. 17. janúar 2019 19:36 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Ólafur Guðmundsson bestur Vísir fer yfir frammistöðu allra strákana okkar í handboltalandsliðinu í leiknum á móti Spánverjum á HM í handbolta. 13. janúar 2019 20:23 Einkunnir strákanna okkar á móti Barein: Björgvin Páll og Arnór bestir Vísir fer yfir frammistöðu strákanna okkar í sannfærandi átján marka sigri á Bareinum á HM í handbolta. 14. janúar 2019 17:00 Einkunnir strákanna okkar á móti Frakklandi í kvöld: Elvar Örn bestur Vísir fer yfir frammistöðu strákanna í tapleiknum á móti heimsmeisturum Frakka en þar fengu ungir framtíðarmenn liðsins alvöru mínútur í djúpu lauginni. 20. janúar 2019 22:30 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Einkunnir strákanna okkar á mótu Þjóðverjum í kvöld: Ólafur Gústafs bestur í íslenska liðinu Vísir fer yfir frammistöðu strákanna okkar á móti heimsmeistaraefnunum og heimamönnum í þýska landsliðinu. 19. janúar 2019 22:11
Einkunnir strákanna okkar á móti Japan: Stefán Rafn bestur Íslenska handboltalandsliðið vann lífsnauðsynlegan fjögurra marka sigur á Japan, 25-21, í jöfnum og erfiðum fjórða leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 16. janúar 2019 17:06
Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron í algjörum heimsklassa Íslenska handboltalandsliðið tapaði með fjögurra marka mun, 27-31, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 11. janúar 2019 19:38
Einkunnir strákanna okkar á móti Makedóníu í kvöld: Arnór í heimsklassa og fimm með fimmur Íslenska landsliðið er komið í hóp tólf bestu þjóðanna á HM í handbolta 2019 þökk sé góðri frammistöðu margra leikmanna á móti Makedóníu í kvöld. 17. janúar 2019 19:36
Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Ólafur Guðmundsson bestur Vísir fer yfir frammistöðu allra strákana okkar í handboltalandsliðinu í leiknum á móti Spánverjum á HM í handbolta. 13. janúar 2019 20:23
Einkunnir strákanna okkar á móti Barein: Björgvin Páll og Arnór bestir Vísir fer yfir frammistöðu strákanna okkar í sannfærandi átján marka sigri á Bareinum á HM í handbolta. 14. janúar 2019 17:00
Einkunnir strákanna okkar á móti Frakklandi í kvöld: Elvar Örn bestur Vísir fer yfir frammistöðu strákanna í tapleiknum á móti heimsmeisturum Frakka en þar fengu ungir framtíðarmenn liðsins alvöru mínútur í djúpu lauginni. 20. janúar 2019 22:30
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti