Svekktir eftir töpin en hungrið mikið að klára HM með sigri Tómas Þór Þórðarson í Köln skrifar 23. janúar 2019 11:00 Bjarki Már Elísson er klár í slaginn í dag. vísir/getty Strákarnir okkar mæta Brasilíu klukkan 14.30 á HM 2019 í handbolta í dag sem er síðasti leikur liðsins á mótinu. Okkar menn þurfa að vinna Brasilíu til að komast upp fyrir það í milliriðlinum. „Það er ekkert annað í stöðunni en að vinna. Við fengum hvíld í gær sem var kærkomin og síðan æfum við í dag. Við ætlum okkur sigur, það er klárt,“ segir Bjarki Már Elísson, hornamaður Íslands. Brasilía bauð upp á ein óvæntustu úrslitin í sögu HM um síðustu helgi þegar að liðið gerði sér lítið fyrir og vann Króatíu. Þetta verður því sýnd veiði en ekki gefin í dag. „Þeir eru komnir mjög langt. Það hefur verið sagt að að þeir séu firmalið en þeir eru ekki meira firmalið en það, að þeir unnu Króata,“ segir Bjarki Már. „Við þurfum að vera klárir. Brassarnir eru með fína leikmenn. Þeir eru með góða markverði og spila mikið af innleysingum. Þeir gerðu það mikið á móti okkur í Noregi og hengu lengi í okkur þá. Við þurfum bara að vera klárir en þetta er alveg gerlegt verkefni og ég hef trú á að við vinnum þá.“Guðmundur og strákarnir ætla að vinna í dag.vísr/gettyStrákarnir okkar töpuðu fyrstu tveimur leikjunum í milliriðlinum á móti Þýskalandi og Frakklandi og vilja kveðja mótið með sigri í dag. „Við vorum svekktir eftir þessi töp en við gerum okkur grein fyrir því að við vorum að spila við mjög sterk lið. Maður þarf að ná rosalega góðum leik til að vinna þessi lið. Menn voru líka orðnir þreyttir en það er mikið hungur að enda þetta á góðum nótum og fara þannig í næsta verkefni,“ segir Bjarki. Hornamaðurinn rétthenti hefur deilt stöðunni bróðurlega með Stefáni Rafni Sigurmannssyni á mótinu í Þýskalandi en hvernig er að spila oftast bara hálfleik og hálfleik. „Það er oft þannig en ég er mikið að spila 60 mínútur núna hjá Füchse. Ég hef verið í þessari stöðu áður. Stundum er þetta gaman og stundum ekki. Þegar að maður fær eina sendingu í heilum hálfleik er þetta ekkert sérstaklega gaman,“ segir hann. „Maður bara tekur þessu og reynir að gera vel á þeim mínútum sem að maður fær. Þetta er náttúrlega styttri tími og getur verið misgaman,“ segir Bjarki Már Elísson. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Þetta þarf að gerast í dag svo Ísland eigi mann í undanúrslitunum á HM í handbolta Lokaumferð milliriðlanna á heimsmeistaramótinu í handbolta fer fram í dag og það er mikil spenna í öðrum riðlinum. Í okkar riðli eru undanúrslitaliðin aftur á móti klár. 23. janúar 2019 10:30 Teitur: Man eftir þegar að ég hitti Karabatic Teitur Örn Einarsson lýkur leik á HM 2019 í dag með strákunum okkar. 23. janúar 2019 10:00 Óvinur þjóðarinnar sem hjálpaði Gísla að flytja fær að sjá tístin Gísli Þorgeir Kristjánsson spilar með línumanninnum Patrick Wiencek sem fór illa með íslenska liðið. 23. janúar 2019 08:00 Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Sjá meira
Strákarnir okkar mæta Brasilíu klukkan 14.30 á HM 2019 í handbolta í dag sem er síðasti leikur liðsins á mótinu. Okkar menn þurfa að vinna Brasilíu til að komast upp fyrir það í milliriðlinum. „Það er ekkert annað í stöðunni en að vinna. Við fengum hvíld í gær sem var kærkomin og síðan æfum við í dag. Við ætlum okkur sigur, það er klárt,“ segir Bjarki Már Elísson, hornamaður Íslands. Brasilía bauð upp á ein óvæntustu úrslitin í sögu HM um síðustu helgi þegar að liðið gerði sér lítið fyrir og vann Króatíu. Þetta verður því sýnd veiði en ekki gefin í dag. „Þeir eru komnir mjög langt. Það hefur verið sagt að að þeir séu firmalið en þeir eru ekki meira firmalið en það, að þeir unnu Króata,“ segir Bjarki Már. „Við þurfum að vera klárir. Brassarnir eru með fína leikmenn. Þeir eru með góða markverði og spila mikið af innleysingum. Þeir gerðu það mikið á móti okkur í Noregi og hengu lengi í okkur þá. Við þurfum bara að vera klárir en þetta er alveg gerlegt verkefni og ég hef trú á að við vinnum þá.“Guðmundur og strákarnir ætla að vinna í dag.vísr/gettyStrákarnir okkar töpuðu fyrstu tveimur leikjunum í milliriðlinum á móti Þýskalandi og Frakklandi og vilja kveðja mótið með sigri í dag. „Við vorum svekktir eftir þessi töp en við gerum okkur grein fyrir því að við vorum að spila við mjög sterk lið. Maður þarf að ná rosalega góðum leik til að vinna þessi lið. Menn voru líka orðnir þreyttir en það er mikið hungur að enda þetta á góðum nótum og fara þannig í næsta verkefni,“ segir Bjarki. Hornamaðurinn rétthenti hefur deilt stöðunni bróðurlega með Stefáni Rafni Sigurmannssyni á mótinu í Þýskalandi en hvernig er að spila oftast bara hálfleik og hálfleik. „Það er oft þannig en ég er mikið að spila 60 mínútur núna hjá Füchse. Ég hef verið í þessari stöðu áður. Stundum er þetta gaman og stundum ekki. Þegar að maður fær eina sendingu í heilum hálfleik er þetta ekkert sérstaklega gaman,“ segir hann. „Maður bara tekur þessu og reynir að gera vel á þeim mínútum sem að maður fær. Þetta er náttúrlega styttri tími og getur verið misgaman,“ segir Bjarki Már Elísson.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Þetta þarf að gerast í dag svo Ísland eigi mann í undanúrslitunum á HM í handbolta Lokaumferð milliriðlanna á heimsmeistaramótinu í handbolta fer fram í dag og það er mikil spenna í öðrum riðlinum. Í okkar riðli eru undanúrslitaliðin aftur á móti klár. 23. janúar 2019 10:30 Teitur: Man eftir þegar að ég hitti Karabatic Teitur Örn Einarsson lýkur leik á HM 2019 í dag með strákunum okkar. 23. janúar 2019 10:00 Óvinur þjóðarinnar sem hjálpaði Gísla að flytja fær að sjá tístin Gísli Þorgeir Kristjánsson spilar með línumanninnum Patrick Wiencek sem fór illa með íslenska liðið. 23. janúar 2019 08:00 Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Sjá meira
Þetta þarf að gerast í dag svo Ísland eigi mann í undanúrslitunum á HM í handbolta Lokaumferð milliriðlanna á heimsmeistaramótinu í handbolta fer fram í dag og það er mikil spenna í öðrum riðlinum. Í okkar riðli eru undanúrslitaliðin aftur á móti klár. 23. janúar 2019 10:30
Teitur: Man eftir þegar að ég hitti Karabatic Teitur Örn Einarsson lýkur leik á HM 2019 í dag með strákunum okkar. 23. janúar 2019 10:00
Óvinur þjóðarinnar sem hjálpaði Gísla að flytja fær að sjá tístin Gísli Þorgeir Kristjánsson spilar með línumanninnum Patrick Wiencek sem fór illa með íslenska liðið. 23. janúar 2019 08:00