„Byrjaði að æla eftir að mér var nauðgað átján ára“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. janúar 2019 16:00 „Ég náði að fela þetta fyrir öllum nema manninum mínum. Við bjuggum náttúrulega saman þannig að augljóslega var þetta orðið svolítið áberandi. Ég var hætt að geta vaknað á morgnana og sinnt deginum. Ég svaf bara 24/7 eiginlega,“ segir prestneminn og samfélagsmiðla-áhrifavaldurinn Erna Kristín Stefánsdóttir. Erna barðist við búlimíu um árabil og leggur því mikla áherslu á jákvæða líkamsmynd á miðlum sínum, þar sem hún er með meira en fimmtán þúsund fylgjendur.Sjálfsmyndin brotin niður Erna var átján ára gömul þegar sjúkdómurinn varð hvað verstur, þó hann hafi að hennar sögn blundað undir niðri mun lengur, allt frá barnsaldri. „Ég byrjaði að æla eftir að mér var nauðgað þegar ég var átján ára. Þá tók þetta nýjar hæðir. Það bara braut alla mína sjálfsmynd niður og ég þurfti að byggja hana upp bara í rólegheitunum og er enn að því,“ segir Erna. Við tóku erfið ár, en þegar hún varð ólétt 23 ára gömul tókst Ernu að koma böndum á átröskunina að einhverju leyti. Hún segir hana þó alltaf krauma undir niðri og mikilvægt sé að huga að andlegri heilsu og jákvæðri líkamsímynd á hverjum degi. Þá hafi hjálpað henni mikið að deila reynslu sinni og góðum ráðum á samfélagsmiðlum, en hún heldur úti Instagram vefnum Ernuland og Facebook síðunni Jákvæð líkamsímynd.Breyta myndum með tölvuforritum Hún segir poppstjörnur og fyrirsætur með hinn fullkomna líkama hafa haft mótandi áhrif á sína æsku líkt og eflaust fjölda annarra. Og þó umræðan um jákvæða líkamsímynd sé í dag mun háværari segir hún stöðuna þó síst betri. Þannig séu slíkar stjörnur mun aðgengilegri í gegnum samfélagsmiðla auk þess sem dæmi eru um að samfélagsmiðlastjörnur, bæði hér á landi og erlendis, breyti myndum af sér til þess að líkaminn líti betur út. Þessar myndir verði svo fyrirmynd og viðmið fyrir margar ungar stelpur. „Þetta er mjög hættulegt og þetta er til. Það eru til alls konar forrit sem þú getur sótt í símann til að breyta líkamanum þínum án þess að það sjáist. Ég hef meira að segja prófað að gera þetta sjálf og þetta gæti raunverulega verið ég. Ég gæti sett allar svona myndir inn á Instagram og viðkomandi myndi bara halda – svona lítur hún út.“ Erna Kristín ræddi við Ísland í dag í kvöld um búlimíu, jákvæða líkamsmynd, aktívismann á samfélagsmiðlum og hvernig er að vinna í sjálfri sér eftir að hafa verið nauðgað þegar hún var átján ára gömul. Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
„Ég náði að fela þetta fyrir öllum nema manninum mínum. Við bjuggum náttúrulega saman þannig að augljóslega var þetta orðið svolítið áberandi. Ég var hætt að geta vaknað á morgnana og sinnt deginum. Ég svaf bara 24/7 eiginlega,“ segir prestneminn og samfélagsmiðla-áhrifavaldurinn Erna Kristín Stefánsdóttir. Erna barðist við búlimíu um árabil og leggur því mikla áherslu á jákvæða líkamsmynd á miðlum sínum, þar sem hún er með meira en fimmtán þúsund fylgjendur.Sjálfsmyndin brotin niður Erna var átján ára gömul þegar sjúkdómurinn varð hvað verstur, þó hann hafi að hennar sögn blundað undir niðri mun lengur, allt frá barnsaldri. „Ég byrjaði að æla eftir að mér var nauðgað þegar ég var átján ára. Þá tók þetta nýjar hæðir. Það bara braut alla mína sjálfsmynd niður og ég þurfti að byggja hana upp bara í rólegheitunum og er enn að því,“ segir Erna. Við tóku erfið ár, en þegar hún varð ólétt 23 ára gömul tókst Ernu að koma böndum á átröskunina að einhverju leyti. Hún segir hana þó alltaf krauma undir niðri og mikilvægt sé að huga að andlegri heilsu og jákvæðri líkamsímynd á hverjum degi. Þá hafi hjálpað henni mikið að deila reynslu sinni og góðum ráðum á samfélagsmiðlum, en hún heldur úti Instagram vefnum Ernuland og Facebook síðunni Jákvæð líkamsímynd.Breyta myndum með tölvuforritum Hún segir poppstjörnur og fyrirsætur með hinn fullkomna líkama hafa haft mótandi áhrif á sína æsku líkt og eflaust fjölda annarra. Og þó umræðan um jákvæða líkamsímynd sé í dag mun háværari segir hún stöðuna þó síst betri. Þannig séu slíkar stjörnur mun aðgengilegri í gegnum samfélagsmiðla auk þess sem dæmi eru um að samfélagsmiðlastjörnur, bæði hér á landi og erlendis, breyti myndum af sér til þess að líkaminn líti betur út. Þessar myndir verði svo fyrirmynd og viðmið fyrir margar ungar stelpur. „Þetta er mjög hættulegt og þetta er til. Það eru til alls konar forrit sem þú getur sótt í símann til að breyta líkamanum þínum án þess að það sjáist. Ég hef meira að segja prófað að gera þetta sjálf og þetta gæti raunverulega verið ég. Ég gæti sett allar svona myndir inn á Instagram og viðkomandi myndi bara halda – svona lítur hún út.“ Erna Kristín ræddi við Ísland í dag í kvöld um búlimíu, jákvæða líkamsmynd, aktívismann á samfélagsmiðlum og hvernig er að vinna í sjálfri sér eftir að hafa verið nauðgað þegar hún var átján ára gömul.
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira