Ísland veðjar á þessa fimm afreksþjálfara fyrir framtíðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2019 17:30 Þessi fimm eru á leiðinni til Noregs en þau eru Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir, Hermann Þór Haraldsson, Jón Gunnlaugur Viggósson, Haukur Már Ólafsson og Finnur Freyr Stefánsson. Mynd/ÍSÍ Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur átt fulltrúa í norrænni nefnd um þjálfaramenntun og þróun hennar í allmörg ár. Af því tilefni hefur sambandið veðjað á fimm afreksþjálfara sem fá tækifæri til að sækja sér reynslu og menntun fyrir framtíðina. Framtíðarþjálfararnir í ár koma úr handbolta, körfubolta, golfi, íþróttum fatlaðra og sundi. Að þessu sinni var þar enginn fótboltaþjálfari, fimleikaþjálfari eða frjálsíþróttaþjálfari svo einhverjar íþróttagreinar séu nefndar. Nefndin er nú með verkefni í gangi þar sem fimm afreksþjálfarar frá hverju landi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi fá sérstaka fræðslu, bæði í sínum heimalöndum og svo á tveggja daga fræðslufundi í Olympiatoppen í Noregi í lok janúar. Íslensku þjálfararnir sem taka þátt í verkefninu fyrir hönd Íslands eru þau Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir (Sundsamband Íslands-SSÍ), Finnur Freyr Stefánsson (Körfuknattleikssamband Íslands-KKÍ), Haukur Már Ólafsson (Golfsamband Íslands-GSÍ), Hermann Þór Haraldsson (Íþróttasamband fatlaðra-ÍF) og Jón Gunnlaugur Viggósson (Handknattleikssamband Íslands-HSÍ). Þjálfararnir fimm sátu fræðslufund í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal föstudaginn 18. janúar síðastliðinn. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Fyrirlesarar á fræðslufundinum á dögunum voru þeir Viðar Halldórsson íþróttafélagsfræðingur og Daði Rafnsson íþróttasálfræðingur. Fulltrúi ÍSÍ í norrænu nefndinni er Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri og mun hann fara með þjálfarahópnum til Noregs seinna í þessum mánuði. Íþróttir Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Í beinni: Fiorentina - Celje | Albert og félagar geta komist í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Sjá meira
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur átt fulltrúa í norrænni nefnd um þjálfaramenntun og þróun hennar í allmörg ár. Af því tilefni hefur sambandið veðjað á fimm afreksþjálfara sem fá tækifæri til að sækja sér reynslu og menntun fyrir framtíðina. Framtíðarþjálfararnir í ár koma úr handbolta, körfubolta, golfi, íþróttum fatlaðra og sundi. Að þessu sinni var þar enginn fótboltaþjálfari, fimleikaþjálfari eða frjálsíþróttaþjálfari svo einhverjar íþróttagreinar séu nefndar. Nefndin er nú með verkefni í gangi þar sem fimm afreksþjálfarar frá hverju landi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi fá sérstaka fræðslu, bæði í sínum heimalöndum og svo á tveggja daga fræðslufundi í Olympiatoppen í Noregi í lok janúar. Íslensku þjálfararnir sem taka þátt í verkefninu fyrir hönd Íslands eru þau Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir (Sundsamband Íslands-SSÍ), Finnur Freyr Stefánsson (Körfuknattleikssamband Íslands-KKÍ), Haukur Már Ólafsson (Golfsamband Íslands-GSÍ), Hermann Þór Haraldsson (Íþróttasamband fatlaðra-ÍF) og Jón Gunnlaugur Viggósson (Handknattleikssamband Íslands-HSÍ). Þjálfararnir fimm sátu fræðslufund í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal föstudaginn 18. janúar síðastliðinn. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Fyrirlesarar á fræðslufundinum á dögunum voru þeir Viðar Halldórsson íþróttafélagsfræðingur og Daði Rafnsson íþróttasálfræðingur. Fulltrúi ÍSÍ í norrænu nefndinni er Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri og mun hann fara með þjálfarahópnum til Noregs seinna í þessum mánuði.
Íþróttir Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Í beinni: Fiorentina - Celje | Albert og félagar geta komist í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Sjá meira