Lífið

Fékk flugeld í andlitið nýbúin að kyssa unnusta sinn á áramótum í Reykjavík

Birgir Olgeirsson skrifar
Ruairí Stewart og Lisa Dee lýsa raunum sínum í Reykjavík.
Ruairí Stewart og Lisa Dee lýsa raunum sínum í Reykjavík. YouTube

Írska konan Lisa Dee segirfrá því á YouTube-síðu sinni þegar hún fékk flugeld í andlitið nærri Hallgrímskirkju síðastliðin áramót í Reykjavík.



Hún var stödd hér á landi ásamt unnusta sínum Ruairí Stewart en þau ákváðu að trúlofa sig á gamlárskvöldi í íslensku höfuðborginni.



Þau voru stödd á Skólavörðustíg, um 100 metra frá Hallgrímskirkju, þegar þau ákváðu að óska hvort öðru gleðilegs árs með kossi. Lisa Dee segist hafa snúið höfðinu frá unnusta sínum þegar flugeldur hæfði hana í andlitið.



„Þau sprengja flugelda alls staðar. Þér er sagt að þeir séu bara sprengdir við kirkjuna en þeir eru sprengdir alls staðar. Við kysstumst á miðnætti, það var mikill fögnuður og flugeldar út um allt,“ segir Ruairí Stewart í myndbandinu um unnustu sína.



Áður en hann vissi af hafði Lisa Dee beygt sig og hélt hann að hún hefði misst síma.



Annað kom á daginn, hún var særð á nefinu og sagðist hafa fengið flugeld í andlitið.



„Ég fór að velta fyrir mér hvað hefði gerst, fékk hún flugeld í andlitið eða barði hana einhver,“ lýsir Ruairí þegar hann sá blóð á andliti hennar. 



Lisa Dee þakkar fyrir að hafa ekki fengið prikið í augað og að hafa sloppið við að nefbrotna. Hún deilir myndum af sér þar sem sjá má áverka á andliti hennar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.