Rukka WOW air um lendingargjöld og vilja endurgreiðslu á niðurgreiðslum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. janúar 2019 14:15 Með endurskipulagningu flugfélagsins og fækkun véla er ljóst að WOW air getur ekki flutt jafn marga farþega og í fyrra. vísir/vilhelm Flugvallastjórn Allegheny-sýslu í Bandaríkjunum vill að WOW air endurgreiði niðurgreiðslur sem flugfélagið WOW air fékk fyrir samning um að fljúga til Pittsburgh í Bandaríkjunum til tveggja ára. Þá mun flugvallastjórnin rukka flugfélagið um lendingargjöld á flugvellinum, gjöld sem hefðu fallið niður hefði WOW air staðið við sinn hluta samningsins.Þetta kemur fram í frétt staðarblaðsins Pittsburgh Post-Gazette. WOW air hóf flug til Pittsburgh í júní árið 2017 og virðist hafa gert samning við flugvallastjórn Allegheny-sýslu, sem fer með forráð yfir alþjóðaflugvellinum í Pittsburgh. Í frétt Post-Gazette kemur fram að í skiptum fyrir beint flug til tveggja ára frá Íslandi til Pittsburgh hafi flugvallarstjórnin heitið því að veita flugfélaginu 800 þúsund dollara niðurgreiðslu, tæplega 100 milljónir króna, sem skipt yrði niður á samningstímann.Þá virðist einnig hafa verið samið um að lendingargjöld WOW air fyrir hið tveggja ára tímabil myndu falla niður, stæði WOW air við það að fljúga til Pittsburgh út samningstímabilið. Samningurinn átti að renna út í júní á þessu ári. WOW air hefur þó sem kunnugt er glímt við fjárhagserfiðleika og er nú í miðjum samningaviðræðum við Indigo Partners um aðkomu félagsins að íslenska flugfélaginu og innspýtingu fjárs. Í þeim viðræðum virðist felast endurskipulagning á leiðakerfi félagsins en WOW air hefur losað sig við flugvélar og fækkað áfangastöðum, ekki síst í Bandaríkjunum. Var flug WOW air til Pittsburgh eitt af fórnarlömbum endurskipulagningarinnar en síðasta flug WOW air frá Pittsburgh til Íslands var flogið 11. janúar síðastliðinn, að því er kemur fram í Post-Gazette.Vilja hátt í 70 milljónir króna frá WOW Forráðamenn flugvallastjórnarinnar í Allegheny-sýslu vilja því nú fá peningana sína aftur. Vilja þeir fá til baka 187.500 dollara, um 22 milljónir króna, sem félagið hafði þegar fengið vegna niðurgreiðslna á fluginu til og frá Pittsburgh. Þá vill flugvallastjórnin að WOW air greiði 377.922 dollara í lendingargjöld, um 45 milljónir króna, sem hefðu sem fyrr segir, fallið niður hefði flug WOW air til Pittsburgh enst út samningstímabilið.Í viðtali við Post-Gazette segir Cristina Cassotis, forstjóri flugvallastjórnarinnar, reikna með að WOW air sé farið frá Pittsburgh fyrir fullt og allt og en samskipti við forsvarsmenn WOW air hafi verið í lágmarki frá því að ákveðið var að hverfa frá flugi til flugvallarins. Þó segist hún gjarnan vilja fá WOW air aftur til flugvallarins, enda hafi flugið gengið vel.Skúli Mogensen. Fréttablaðið/Anton Brink„Ég er vongóð um að þeir snúi aftur. Þetta gekk mjög vel og var mjög vinsælt,“ sagði Cassotis í viðtali við Post-Gazette sem segist þó skilja af hverju WOW air hafi þurft að draga saman seglinn. „Þeir þurftu að taka skýra taktíska ákvörðun í þágu fyrirtækisins en ég vona bara að það komi tíma þar sem þeir geti stækkað á ný og að við verðum ofarlega á blaði þegar sá tími kemur.“Viðræður við Indigo standa enn yfir Sem fyrr segir standa viðræður Indigo Partners og forráðamanna WOW air yfir. Gangi kaup Indigo Partners í WOW Air eftir mun bandaríska fjárfestingafélagið eignast 49 prósent hlut í flugfélaginu. Fjárfesting Indigo er í formi láns til tíu ára með breytirétti í hlutafé, hafi fjárfestingafélagið í hyggju að nýta sér þann rétt gæti hlutur Indigo í WOW aukist.Þá hefur WOW air náð samkomulagi við fjárfesta, sem keyptu skuldabréf í útboði fyrirtækisins í fyrra, um skilmálabreytingar á skuldabréfunum. Samkomulagið var forsenda fyrir því að fjárfesting Indigo Partners í WOW air næði fram að ganga. Skúli sagði það vera mikilvægt skref í rétta átt fyrir flugfélagið. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Vonsvikin með Wow eftir að hafa boðið félaginu gull og græna skóga Flugvallaryfirvöld Lambert-flugvallarins í St. Louis í Bandaríkjunum hafa lýst yfir vonbrigðum með ákvörðun Wow Air um að hætta beinu flugi til borgarinnar. 16. október 2018 10:30 Skuldabréfaeigendur WOW féllust á skilmálabreytingar Skuldabréfaeigendur WOW Air féllust á breytingar á skilmálum á bréfanna. Atkvæðagreiðslu um breytingarnar lauk í gær. 18. janúar 2019 11:58 Indigo eignast hið minnsta 49 prósent í WOW Gangi kaup Indigo Partners í WOW Air eftir mun bandaríska fjárfestingafélagið eignast 49 prósent hlut í flugfélaginu. 9. janúar 2019 15:43 WOW dregur saman seglin vestanhafs Enn fækkar bandarískum borgum í leiðakerfi WOW Air. 17. október 2018 10:32 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Flugvallastjórn Allegheny-sýslu í Bandaríkjunum vill að WOW air endurgreiði niðurgreiðslur sem flugfélagið WOW air fékk fyrir samning um að fljúga til Pittsburgh í Bandaríkjunum til tveggja ára. Þá mun flugvallastjórnin rukka flugfélagið um lendingargjöld á flugvellinum, gjöld sem hefðu fallið niður hefði WOW air staðið við sinn hluta samningsins.Þetta kemur fram í frétt staðarblaðsins Pittsburgh Post-Gazette. WOW air hóf flug til Pittsburgh í júní árið 2017 og virðist hafa gert samning við flugvallastjórn Allegheny-sýslu, sem fer með forráð yfir alþjóðaflugvellinum í Pittsburgh. Í frétt Post-Gazette kemur fram að í skiptum fyrir beint flug til tveggja ára frá Íslandi til Pittsburgh hafi flugvallarstjórnin heitið því að veita flugfélaginu 800 þúsund dollara niðurgreiðslu, tæplega 100 milljónir króna, sem skipt yrði niður á samningstímann.Þá virðist einnig hafa verið samið um að lendingargjöld WOW air fyrir hið tveggja ára tímabil myndu falla niður, stæði WOW air við það að fljúga til Pittsburgh út samningstímabilið. Samningurinn átti að renna út í júní á þessu ári. WOW air hefur þó sem kunnugt er glímt við fjárhagserfiðleika og er nú í miðjum samningaviðræðum við Indigo Partners um aðkomu félagsins að íslenska flugfélaginu og innspýtingu fjárs. Í þeim viðræðum virðist felast endurskipulagning á leiðakerfi félagsins en WOW air hefur losað sig við flugvélar og fækkað áfangastöðum, ekki síst í Bandaríkjunum. Var flug WOW air til Pittsburgh eitt af fórnarlömbum endurskipulagningarinnar en síðasta flug WOW air frá Pittsburgh til Íslands var flogið 11. janúar síðastliðinn, að því er kemur fram í Post-Gazette.Vilja hátt í 70 milljónir króna frá WOW Forráðamenn flugvallastjórnarinnar í Allegheny-sýslu vilja því nú fá peningana sína aftur. Vilja þeir fá til baka 187.500 dollara, um 22 milljónir króna, sem félagið hafði þegar fengið vegna niðurgreiðslna á fluginu til og frá Pittsburgh. Þá vill flugvallastjórnin að WOW air greiði 377.922 dollara í lendingargjöld, um 45 milljónir króna, sem hefðu sem fyrr segir, fallið niður hefði flug WOW air til Pittsburgh enst út samningstímabilið.Í viðtali við Post-Gazette segir Cristina Cassotis, forstjóri flugvallastjórnarinnar, reikna með að WOW air sé farið frá Pittsburgh fyrir fullt og allt og en samskipti við forsvarsmenn WOW air hafi verið í lágmarki frá því að ákveðið var að hverfa frá flugi til flugvallarins. Þó segist hún gjarnan vilja fá WOW air aftur til flugvallarins, enda hafi flugið gengið vel.Skúli Mogensen. Fréttablaðið/Anton Brink„Ég er vongóð um að þeir snúi aftur. Þetta gekk mjög vel og var mjög vinsælt,“ sagði Cassotis í viðtali við Post-Gazette sem segist þó skilja af hverju WOW air hafi þurft að draga saman seglinn. „Þeir þurftu að taka skýra taktíska ákvörðun í þágu fyrirtækisins en ég vona bara að það komi tíma þar sem þeir geti stækkað á ný og að við verðum ofarlega á blaði þegar sá tími kemur.“Viðræður við Indigo standa enn yfir Sem fyrr segir standa viðræður Indigo Partners og forráðamanna WOW air yfir. Gangi kaup Indigo Partners í WOW Air eftir mun bandaríska fjárfestingafélagið eignast 49 prósent hlut í flugfélaginu. Fjárfesting Indigo er í formi láns til tíu ára með breytirétti í hlutafé, hafi fjárfestingafélagið í hyggju að nýta sér þann rétt gæti hlutur Indigo í WOW aukist.Þá hefur WOW air náð samkomulagi við fjárfesta, sem keyptu skuldabréf í útboði fyrirtækisins í fyrra, um skilmálabreytingar á skuldabréfunum. Samkomulagið var forsenda fyrir því að fjárfesting Indigo Partners í WOW air næði fram að ganga. Skúli sagði það vera mikilvægt skref í rétta átt fyrir flugfélagið.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Vonsvikin með Wow eftir að hafa boðið félaginu gull og græna skóga Flugvallaryfirvöld Lambert-flugvallarins í St. Louis í Bandaríkjunum hafa lýst yfir vonbrigðum með ákvörðun Wow Air um að hætta beinu flugi til borgarinnar. 16. október 2018 10:30 Skuldabréfaeigendur WOW féllust á skilmálabreytingar Skuldabréfaeigendur WOW Air féllust á breytingar á skilmálum á bréfanna. Atkvæðagreiðslu um breytingarnar lauk í gær. 18. janúar 2019 11:58 Indigo eignast hið minnsta 49 prósent í WOW Gangi kaup Indigo Partners í WOW Air eftir mun bandaríska fjárfestingafélagið eignast 49 prósent hlut í flugfélaginu. 9. janúar 2019 15:43 WOW dregur saman seglin vestanhafs Enn fækkar bandarískum borgum í leiðakerfi WOW Air. 17. október 2018 10:32 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Vonsvikin með Wow eftir að hafa boðið félaginu gull og græna skóga Flugvallaryfirvöld Lambert-flugvallarins í St. Louis í Bandaríkjunum hafa lýst yfir vonbrigðum með ákvörðun Wow Air um að hætta beinu flugi til borgarinnar. 16. október 2018 10:30
Skuldabréfaeigendur WOW féllust á skilmálabreytingar Skuldabréfaeigendur WOW Air féllust á breytingar á skilmálum á bréfanna. Atkvæðagreiðslu um breytingarnar lauk í gær. 18. janúar 2019 11:58
Indigo eignast hið minnsta 49 prósent í WOW Gangi kaup Indigo Partners í WOW Air eftir mun bandaríska fjárfestingafélagið eignast 49 prósent hlut í flugfélaginu. 9. janúar 2019 15:43
WOW dregur saman seglin vestanhafs Enn fækkar bandarískum borgum í leiðakerfi WOW Air. 17. október 2018 10:32