„Þetta var alltaf að fara að verða erfiður leikur, en mér fannst þeir gera of mikið af tæknifeilum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir voru bara ragir í upphafi leiks.“
„Menn eins og Ólafur Guðmundsson og Ómar [Ingi Magnússon] voru ekki líkir sjálfum sér. Þegar Aron Pálmarsson dettur út þá verður einhver að stíga upp en það gerði það bara enginn þarna í byrjun. Þá miður þá vantaði smá karakter í strákana.“
Aron Pálmarsson og Arnór Þór Gunnarsson voru báðir fjarverandi vegna meiðsla og það mæddi mikið á ungum og óreyndum leikmönnum Íslands sem gáfust þó aldrei upp og komu til baka gegn gríðarsterku frönsku liði.
Áttum aldrei séns á sigri

„Maður var samt aðeins svekktur með að þeir skyldu ekki vera aðeins aggressívari en það er kannski bara aldurinn og reynslan.“
Ísland náði að minnka muninn niður í tvö mörk snemma í seinni hálfleik áður en Frakkar tóku annað áhlaup og drápu leikinn. Fannst Gunnari Ísland einhvern tíman hafa átt möguleika á því að vinna leikinn?
„Nei, við áttum aldrei séns á því. Mér fannst Frakkarnir nú bara ekki vera endilega á fullu heldur en þetta var samt allt of erfitt og við gerðum of mikla tæknifeila til þess að eiga nokkurn möguleika.“
Elvar langbestur

„Ólafur Gústafsson var svosem fínn í vörninni, vörnin var ágæt en markvarslan var engin.“
Brasilíumenn eru næsti andstæðingur Íslands, og verður sá leikur líklega síðasti leikur Íslands á mótinu. Brasilía vann óvæntan sigur á Króatíu fyrr í dag, hvernig er tilfinningin fyrir leiknum á miðvikudag?
„Hún er bara ekkert sérstaklega góð. Það eru margir meiddir og Brasilía greinilega bara með hörkulið, það eru ekkert margir sem hlaupa í gegnum Króatíu.“
„Ég ætla ekki að vera neitt svaka neikvæður en ég hef ekki mikla trú á að við vinnum Brassana,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson.
Leikur Íslands og Brasilíu fer fram á miðvikudag, 23. janúar, klukkan 14:30.