Gæludýrin sem aldrei gleymast Björk Eiðsdóttir skrifar 30. janúar 2019 16:30 Falleg dýr sem margir muna eftir. Sámur, hundur þeirra Dorrit Moussaieff og Ólafs Ragnars Grímssonar, er allur. Forsetahjónin minntust á samfélagsmiðlum í gær félaga síns sem hafði vafið sig inn í þjóðarsálina svo eftir var tekið. Sárt er að missa gæludýr og Fréttablaðið tók saman nokkur þekkt dýr sem gerðu það gott áður en þau fóru yfir móðuna miklu.Sámur - Ólafur Ragnar Grímsson skrifaði í gær: Sámur lést á fallegri íslenskri vetrarnótt. Trygglyndi hans og gáfur voru einstakar. Hann fyllti okkar líf af gleði og ævintýrum.Dorrit og Sámur árið 2012.Fréttablaðið/StefánBOO - Heimsbyggðin syrgði Pomeranian hundinn Boo sem dó fyrir um 10 dögum en hann var einn vinsælasti hundurinn á Facebook með um 16 milljónir fylgjenda. Eigendurnir lýstu því að hjartað hefði gefið sig þegar besti vinur hans dó fyrir tveimur árum. „Við teljum að hjarta hans hafi brostið þegar Buddy yfirgaf okkur,“ sögðu eigendur Boo. BOOKeikó - Þjóðin hefur eignast geirfugl, fiðlu, skipafélag meðal annars og Keikó varð einn af þjóðinni þegar hann var fluttur í heimahagana eftir Hollywood. Árið 2002 var honum sleppt út í náttúruna en átti erfitt með að aðlagast. Lungnasjúkdómur dró hann svo til dauða í desember ári síðar. Grannt var fylgst með Keikó á meðan hann lifði, til að mynda muna margir eflaust eftir frægum leik hans við dekk nokkuð.vísir/GettyBubbles - Simpansi Michaels Jackson. Þvílík stjarna. Ein fyrsta dýrastórstjarnan. Hann hékk víða uppi á vegg hér á landi enda var Jackson vinsæll í ABC og Æskunni. Jackson og Bubbles.Dolly - Frægasta kind allra tíma. Klónuð og kúl birtist hún heimsbyggðinni sem fylgdist með nánast hverju jarmi hennar þann tíma sem hún lifði. Dolly á góðri stundu.Tinkerbell - Trendsetterinn sem gerði það töff að vera með agnarsmáan hund í of stóru veski. Dekurdúkkur um allan heim eltu Paris Hilton og skyndilega varð Chihuahua tákn um veraldleg gæði þó fæstir lifðu eins og Tink erbell sem dó 2015. Hann átti nefnilega rándýrt hundahús í Beverly Hills – geri aðrir betur. Paris Hilton og Tinkerbell.Punxsutawney Phil - Það styttist í að Punxsutawney Phil komi með veðurspádóm sinn eins og var sýnt svo eftirminnilega í Groundhog Day. Það gerist 2. febrúar. Einn frægasti veðurspámaður heims og þó múrmeldýr verði yfirleitt í kringum 10 ára gömul þá hefur Phil náð rúmum 120 árum. Magnaður.Punxsutawney Phil flottur. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Fleiri fréttir Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Sjá meira
Sámur, hundur þeirra Dorrit Moussaieff og Ólafs Ragnars Grímssonar, er allur. Forsetahjónin minntust á samfélagsmiðlum í gær félaga síns sem hafði vafið sig inn í þjóðarsálina svo eftir var tekið. Sárt er að missa gæludýr og Fréttablaðið tók saman nokkur þekkt dýr sem gerðu það gott áður en þau fóru yfir móðuna miklu.Sámur - Ólafur Ragnar Grímsson skrifaði í gær: Sámur lést á fallegri íslenskri vetrarnótt. Trygglyndi hans og gáfur voru einstakar. Hann fyllti okkar líf af gleði og ævintýrum.Dorrit og Sámur árið 2012.Fréttablaðið/StefánBOO - Heimsbyggðin syrgði Pomeranian hundinn Boo sem dó fyrir um 10 dögum en hann var einn vinsælasti hundurinn á Facebook með um 16 milljónir fylgjenda. Eigendurnir lýstu því að hjartað hefði gefið sig þegar besti vinur hans dó fyrir tveimur árum. „Við teljum að hjarta hans hafi brostið þegar Buddy yfirgaf okkur,“ sögðu eigendur Boo. BOOKeikó - Þjóðin hefur eignast geirfugl, fiðlu, skipafélag meðal annars og Keikó varð einn af þjóðinni þegar hann var fluttur í heimahagana eftir Hollywood. Árið 2002 var honum sleppt út í náttúruna en átti erfitt með að aðlagast. Lungnasjúkdómur dró hann svo til dauða í desember ári síðar. Grannt var fylgst með Keikó á meðan hann lifði, til að mynda muna margir eflaust eftir frægum leik hans við dekk nokkuð.vísir/GettyBubbles - Simpansi Michaels Jackson. Þvílík stjarna. Ein fyrsta dýrastórstjarnan. Hann hékk víða uppi á vegg hér á landi enda var Jackson vinsæll í ABC og Æskunni. Jackson og Bubbles.Dolly - Frægasta kind allra tíma. Klónuð og kúl birtist hún heimsbyggðinni sem fylgdist með nánast hverju jarmi hennar þann tíma sem hún lifði. Dolly á góðri stundu.Tinkerbell - Trendsetterinn sem gerði það töff að vera með agnarsmáan hund í of stóru veski. Dekurdúkkur um allan heim eltu Paris Hilton og skyndilega varð Chihuahua tákn um veraldleg gæði þó fæstir lifðu eins og Tink erbell sem dó 2015. Hann átti nefnilega rándýrt hundahús í Beverly Hills – geri aðrir betur. Paris Hilton og Tinkerbell.Punxsutawney Phil - Það styttist í að Punxsutawney Phil komi með veðurspádóm sinn eins og var sýnt svo eftirminnilega í Groundhog Day. Það gerist 2. febrúar. Einn frægasti veðurspámaður heims og þó múrmeldýr verði yfirleitt í kringum 10 ára gömul þá hefur Phil náð rúmum 120 árum. Magnaður.Punxsutawney Phil flottur.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Fleiri fréttir Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Sjá meira