Liðið tók stór skref fram á við Hjörvar Ólafsson skrifar 9. febrúar 2019 10:00 Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, gefur lærisveinum sínum skipanir af hliðarlínunni í leik liðsins á heimsmeistaramótinu sem fram fór í janúar síðstliðnum. Nordicphotos/Getty „Heilt yfir er ég sáttur, bæði við frammistöðuna og árangurinn. Það voru sjö leikmenn í leikmannahópnum sem voru að leika á sínu fyrsta stórmóti og þeir komust vel frá verkefninu. Það þarf hins vegar fleiri leiki undir beltið til þess að geta gert sig gildandi á alþjóðlegum vettvangi. Það má segja að liðið okkar sé fimm til sex árum á eftir Noregi sem vann silfurverðlaun á mótinu í þróunarferli sínu og átta til tíu á eftir Danmörku sem vann mótið,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari um upplifun sína af HM. „Ég er mjög ánægður með hvernig við spiluðum fyrstu sex leikina. Það vantaði ekki mikið upp á að okkur tækist að vinna Króata. Þar vorum við 14-11 yfir undir lok fyrri hálfleiks og leiddum þegar um það bil tíu mínútur voru eftir af leiknum. Þar kom hins vegar berlega í ljós reynsluleysið í liðinu á lokakafla leiksins eins og eðlilegt er miðað við efni og aðstæður,“ segir þessi farsæli þjálfari um spilamennsku íslenska liðsins.Sýndu mikinn þroska „Leikurinn gegn Spánverjum var svo bara fínn, en það var vitað fyrir fram að það yrði við ramman reip að draga í þeim leik. Mér fannst við svo klára leikina gegn Barein og Japan fagmannlega og náðum að setja upp úrslitaleik við Makedóníu um sæti í milliriðlum eins og stefnt var að. Leikurinn við Makedóníu var svo afbragðs góður af okkar hálfu. Við sýndum þar mikinn þroska, einkum og sér í lagi sé litið til aldurs og reynslu þeirra leikmanna sem voru í burðarhlutverkum í þeim leik,“ segir hann enn fremur um frammistöðu liðsins. „Þar lékum við varnarleikinn fanta vel gegn því liði sem hefur útfært sóknarleikinn 7 á 6 hvað best af liðum heims. Við stóðumst svo prófið þegar mest á reyndi sem sýndi hversu langt ungir og efnilegir leikmenn í okkar liði eru komnir sem er ánægjulegt. Það skipti sköpum að þetta lið fengi að reyna sig við bestu lið heims í milliriðlinum og það var góð reynsla að komast þangað í fyrsta skipti á stórmóti í fimm ár,“ segir þjálfarinn.Fækka brottvísunum „Varnarleikurinn á mótinu var á löngum köflum mjög góður og við héldum mörgum sterkum liðum í kringum 25 mörk sem er bara mjög vel af sér vikið. Þjóðverjar skoruðu til að mynda einungis 24 mörk á móti okkur í milliriðlinum sem var mjög jákvætt. Það sem við þurfum aðallega að bæta er að fækka óþarfa brottvísunum sem við vorum allt of gjarnir að fá dæmdar á okkur í þessu móti. Til að mynda að sleppa þegar við erum búnir að missa leikmenn frá okkur og vera agaðri í okkar varnaraðgerðum. Það reyndist okkur afar dýrkeypt að leika á of löngum köflum einum leikmanni færri gegn sterkum liðum sem eru góð að nýta sér yfirtölu,“ sagði Guðmundur um varnarleik liðsins.Leystu 5-1 varnir vel „Hvað uppstillta sóknarleikinn varðar verður að líta til þess að það voru nokkrir leikmenn að stíga sín fyrstu skref á stærsta sviðinu. Af þeim sökum gerðum við okkur ansi oft seka um að velja vitlaus skot, troða boltanum á erfiðan hátt inn á línu þegar færi til þess var ekki nógu gott. Þegar þú spilar gegn jafn sterkum þjóðum og við vorum að etja kappi við er þér refsað fyrir öll mistök. Við verðum að læra af því. Ég var hins vegar ánægður með hvernig við leystum 5-1 vörnina sem mörg lið beittu gegn okkur. Við vorum með kerfi með innleysingum sem gengu afskaplega vel upp,“ segir Guðmundur. „Þeir ungu leikmenn sem fengu mikla ábyrgð á sínar herðar á þessu móti stóðu sig vel og tóku stórt skref í þroskaferli sínu sem handboltamenn í hæsta gæðaflokki. Elvar Örn [Jónsson] spilaði einkar vel á báðum endum vallarins og sýndi mikinn þroska í sínum leik. Hann var áræðinn í aðgerðum sínum í sóknarleiknum og spilaði hörkuvörn. Arnar Freyr [Arnarsson] fékk stórt hlutverk bæði í vörn og sókn og sinnti því vel. Hann hefur bætt sig bæði í varnar- og sóknarleiknum en á ýmislegt eftir ólært þar. Sama á við um Ými Örn Gíslason sem fékk sínar fyrstu mínútur á stórmóti," segir hann. „Það var gulls ígildi að geta gefið Hauki [Þrastarsyni] mínútur gegn jafn sterku liði og Frakklandi og þar fékk hann ómetanlega reynslu. Að mínu viti ætti hann að halda kyrru fyrir á Selfossi á næsta keppnistímabili og halda áfram að þróa sinn leik þar. Hann er í aðalhlutverki í góðu umhverfi og fær leiki þar sem mikið er undir hér heima og í Evrópukeppni. Gísli Þorgeir [Kristjánsson] sýndi svo á þessu móti að hann býr yfir eiginleikum sem munu reynast liðinu afar vel í framtíðinni. Hann er óhræddur, mjög góður í stöðunni maður á móti manni og stýrir leiknum afbragðs vel,“ segir Guðmundur um hina afar spennandi leikstjórnendur íslenska liðsins.Vilja vinna riðilinn „Fram undan eru mjög mikilvægir leikir gegn Makedóníu í undankeppni EM 2020. Hagstæð úrslit í þeim leikjum koma okkur í afar góða stöðu hvað það varðar að enda í efsta sæti riðilsins sem er klárlega markmiðið. Við förum fullir bjartsýnir í þá leiki og tökum með okkur jákvæða frammistöðu á HM. Þar tók þetta unga og efnilega lið sem ætti að vera komið nálægt átta bestu liðum heims eftir tvö ár nokkuð stórt stökk fram á við og sýndi hvers það er megnugt,“ segir Guðmundur um framhaldið. Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Sjá meira
„Heilt yfir er ég sáttur, bæði við frammistöðuna og árangurinn. Það voru sjö leikmenn í leikmannahópnum sem voru að leika á sínu fyrsta stórmóti og þeir komust vel frá verkefninu. Það þarf hins vegar fleiri leiki undir beltið til þess að geta gert sig gildandi á alþjóðlegum vettvangi. Það má segja að liðið okkar sé fimm til sex árum á eftir Noregi sem vann silfurverðlaun á mótinu í þróunarferli sínu og átta til tíu á eftir Danmörku sem vann mótið,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari um upplifun sína af HM. „Ég er mjög ánægður með hvernig við spiluðum fyrstu sex leikina. Það vantaði ekki mikið upp á að okkur tækist að vinna Króata. Þar vorum við 14-11 yfir undir lok fyrri hálfleiks og leiddum þegar um það bil tíu mínútur voru eftir af leiknum. Þar kom hins vegar berlega í ljós reynsluleysið í liðinu á lokakafla leiksins eins og eðlilegt er miðað við efni og aðstæður,“ segir þessi farsæli þjálfari um spilamennsku íslenska liðsins.Sýndu mikinn þroska „Leikurinn gegn Spánverjum var svo bara fínn, en það var vitað fyrir fram að það yrði við ramman reip að draga í þeim leik. Mér fannst við svo klára leikina gegn Barein og Japan fagmannlega og náðum að setja upp úrslitaleik við Makedóníu um sæti í milliriðlum eins og stefnt var að. Leikurinn við Makedóníu var svo afbragðs góður af okkar hálfu. Við sýndum þar mikinn þroska, einkum og sér í lagi sé litið til aldurs og reynslu þeirra leikmanna sem voru í burðarhlutverkum í þeim leik,“ segir hann enn fremur um frammistöðu liðsins. „Þar lékum við varnarleikinn fanta vel gegn því liði sem hefur útfært sóknarleikinn 7 á 6 hvað best af liðum heims. Við stóðumst svo prófið þegar mest á reyndi sem sýndi hversu langt ungir og efnilegir leikmenn í okkar liði eru komnir sem er ánægjulegt. Það skipti sköpum að þetta lið fengi að reyna sig við bestu lið heims í milliriðlinum og það var góð reynsla að komast þangað í fyrsta skipti á stórmóti í fimm ár,“ segir þjálfarinn.Fækka brottvísunum „Varnarleikurinn á mótinu var á löngum köflum mjög góður og við héldum mörgum sterkum liðum í kringum 25 mörk sem er bara mjög vel af sér vikið. Þjóðverjar skoruðu til að mynda einungis 24 mörk á móti okkur í milliriðlinum sem var mjög jákvætt. Það sem við þurfum aðallega að bæta er að fækka óþarfa brottvísunum sem við vorum allt of gjarnir að fá dæmdar á okkur í þessu móti. Til að mynda að sleppa þegar við erum búnir að missa leikmenn frá okkur og vera agaðri í okkar varnaraðgerðum. Það reyndist okkur afar dýrkeypt að leika á of löngum köflum einum leikmanni færri gegn sterkum liðum sem eru góð að nýta sér yfirtölu,“ sagði Guðmundur um varnarleik liðsins.Leystu 5-1 varnir vel „Hvað uppstillta sóknarleikinn varðar verður að líta til þess að það voru nokkrir leikmenn að stíga sín fyrstu skref á stærsta sviðinu. Af þeim sökum gerðum við okkur ansi oft seka um að velja vitlaus skot, troða boltanum á erfiðan hátt inn á línu þegar færi til þess var ekki nógu gott. Þegar þú spilar gegn jafn sterkum þjóðum og við vorum að etja kappi við er þér refsað fyrir öll mistök. Við verðum að læra af því. Ég var hins vegar ánægður með hvernig við leystum 5-1 vörnina sem mörg lið beittu gegn okkur. Við vorum með kerfi með innleysingum sem gengu afskaplega vel upp,“ segir Guðmundur. „Þeir ungu leikmenn sem fengu mikla ábyrgð á sínar herðar á þessu móti stóðu sig vel og tóku stórt skref í þroskaferli sínu sem handboltamenn í hæsta gæðaflokki. Elvar Örn [Jónsson] spilaði einkar vel á báðum endum vallarins og sýndi mikinn þroska í sínum leik. Hann var áræðinn í aðgerðum sínum í sóknarleiknum og spilaði hörkuvörn. Arnar Freyr [Arnarsson] fékk stórt hlutverk bæði í vörn og sókn og sinnti því vel. Hann hefur bætt sig bæði í varnar- og sóknarleiknum en á ýmislegt eftir ólært þar. Sama á við um Ými Örn Gíslason sem fékk sínar fyrstu mínútur á stórmóti," segir hann. „Það var gulls ígildi að geta gefið Hauki [Þrastarsyni] mínútur gegn jafn sterku liði og Frakklandi og þar fékk hann ómetanlega reynslu. Að mínu viti ætti hann að halda kyrru fyrir á Selfossi á næsta keppnistímabili og halda áfram að þróa sinn leik þar. Hann er í aðalhlutverki í góðu umhverfi og fær leiki þar sem mikið er undir hér heima og í Evrópukeppni. Gísli Þorgeir [Kristjánsson] sýndi svo á þessu móti að hann býr yfir eiginleikum sem munu reynast liðinu afar vel í framtíðinni. Hann er óhræddur, mjög góður í stöðunni maður á móti manni og stýrir leiknum afbragðs vel,“ segir Guðmundur um hina afar spennandi leikstjórnendur íslenska liðsins.Vilja vinna riðilinn „Fram undan eru mjög mikilvægir leikir gegn Makedóníu í undankeppni EM 2020. Hagstæð úrslit í þeim leikjum koma okkur í afar góða stöðu hvað það varðar að enda í efsta sæti riðilsins sem er klárlega markmiðið. Við förum fullir bjartsýnir í þá leiki og tökum með okkur jákvæða frammistöðu á HM. Þar tók þetta unga og efnilega lið sem ætti að vera komið nálægt átta bestu liðum heims eftir tvö ár nokkuð stórt stökk fram á við og sýndi hvers það er megnugt,“ segir Guðmundur um framhaldið.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Sjá meira