Lífið

Jack White vann Eurovision 2018 en vissi ekki af þátttöku sinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Netta og White unnu saman lag eða þannig.
Netta og White unnu saman lag eða þannig.
Bandaríski tónlistarmaðurinn Jack White vann Eurovision-keppnina í Lissabon síðasta vor án þess að vita að hann væri að taka þátt.

Erlendir miðlar greina nú frá því að White hafi verið skráður sem lagasmiður á laginu Toy með hinni ísraelsku Nettu sem vann keppnina í fyrra.

Forsaga málsins er sú að lögfræðingar White fóru þess á leit við höfunda lagsins Toy að White yrði skráður sem einn af höfundum lagsins þar sem lagið þykir nokkuð líkt laginu Seven Nation Army með hljómsveit kappans The White Stripes.

Nú í vikunni birtist allt í einu nafn Jack White við lagið og virðist sem svo að samningaviðræður hafi náðst milli hagsmunaaðila.

Hér að neðan má hlusta á bæði lög.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×