Hann sagði aftur á móti að þetta styrki hann sem sjálfstæðan og óháðan frambjóðanda.
„Ég er ekki strengjabrúða eins eða neins í því,“ sagði Geir í samtali við íþróttadeild.
Geir var bent á það í kappræðum á Stöð 2 Sport og Vísi í gær að hann hefði í áraraðir fylgt fyrrum forseta UEFA, Michel Platini, í blindni og kosið eins og Platini vildi að hann kysi.
„Evrópuþjóðirnar hafa hist og við fylgjum foringja vorum, Platini, og framkvæmdastjórn UEFA eins og staðan er núna,“ sagði Geir í viðtali við Vísi er hann ætlaði að kjósa hinn umdeilda Sepp Blatter einu sinni sem oftar. Hann bætti svo við.
„Í þessum málum lúti ég mikið forystu UEFA. Við erum ekki að dansa neinn sóloleik í þessi kjöri. Langt í frá.“
Geir vildi ekki taka undir að hann hefði verið einhver strengjabrúða Platini.
„Nei, þetta var ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands og við stóðum einhuga að henni rétt eins og við gerðum er við kusum Michael van Praag í stað Ceferin,“ sagði Geir í kappræðunum og bætti við að ekki hefði verið óeðilegt að hann hefði kosið Sepp Blatter, fyrrum forseta FIFA, eftir að byrjað var að fletta ofan af spillingunni í kringum hann.
Innslagið má sjá hér að neðan.