Skíðafólki skutlað á Cullinan í Courchevel Finnur Thorlacius skrifar 17. febrúar 2019 21:00 Rolls Royce Cullinan í ægifögru landslaginu í Courchevel. Það er ekki slæmur fararskjóti sem gestum Hótel Les Airelles í Courchevel í Frakklandi er boðið upp á, en þar er gestum skutlað til og frá skíðalyftunum í Rolls Royce Cullinan jeppanum nýja. Þar fer einfaldlega dýrasti fjöldaframleiddi i jeppi heims, enda hvernig má minna vera fyrir gesti sem greiða allt að 1,1 milljón króna fyrir gistingu hverrar nætur. Þetta hótel er eitt dýrasta hótel Alpanna og gæti talist mun meira en fimm stjörnu. Rolls Royce mun líka verða með Rolls Royce Dawn með blæju til svipaðra nota á Le Lana hótelinu í Courchevel og gestum mun einnig bjóðast að prófa bílinn því þarna fer rétti kaupendahópurinn fyrir þá rándýru og flottu bíla sem Rolls Royce framleiðirRétti kaupendahópurinn Courchevel skíðasvæðið í Frakklandi er þekkt fyrir að draga að efnaðri hóp skíðaáhugamanna og þar flaksa pelsarnir um göturnar á kvöldin. Rolls Royce er einnig með kynningar á kvöldin á bílum sínum á hótelunum og getur fólk sérpantað sínar uppáhaldsútfærslur af bílum Rolls Royce á staðnum. Líklega er Rolls Royce á hárrétta staðnum til að kynna væntanlegum kaupendum bíla sína, að minnsta kosti er það þeirra trú. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent
Það er ekki slæmur fararskjóti sem gestum Hótel Les Airelles í Courchevel í Frakklandi er boðið upp á, en þar er gestum skutlað til og frá skíðalyftunum í Rolls Royce Cullinan jeppanum nýja. Þar fer einfaldlega dýrasti fjöldaframleiddi i jeppi heims, enda hvernig má minna vera fyrir gesti sem greiða allt að 1,1 milljón króna fyrir gistingu hverrar nætur. Þetta hótel er eitt dýrasta hótel Alpanna og gæti talist mun meira en fimm stjörnu. Rolls Royce mun líka verða með Rolls Royce Dawn með blæju til svipaðra nota á Le Lana hótelinu í Courchevel og gestum mun einnig bjóðast að prófa bílinn því þarna fer rétti kaupendahópurinn fyrir þá rándýru og flottu bíla sem Rolls Royce framleiðirRétti kaupendahópurinn Courchevel skíðasvæðið í Frakklandi er þekkt fyrir að draga að efnaðri hóp skíðaáhugamanna og þar flaksa pelsarnir um göturnar á kvöldin. Rolls Royce er einnig með kynningar á kvöldin á bílum sínum á hótelunum og getur fólk sérpantað sínar uppáhaldsútfærslur af bílum Rolls Royce á staðnum. Líklega er Rolls Royce á hárrétta staðnum til að kynna væntanlegum kaupendum bíla sína, að minnsta kosti er það þeirra trú.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent