Fleiri listamenn kynntir til leiks á Sónar og hátíðin orðin fullbókuð Stefán Árni Pálsson skrifar 1. febrúar 2019 15:30 Mikið fjör hefur verið á Sónar síðustu ár. Nyrsta hátíð Sónar fjölskyldunnar, Sónar Reykjavík, verður haldin í Reykjavík, dagana 25. - 27. apríl næstkomandi. Hátíðin verður á ný þriggja daga hátíð og býður upp á ýmsar nýjungar fyrir bæði auga og eyru. Í dag bætast við 19 nöfn á dagskrána og er hún þar með fullbókuð en á hátíðinni í ár munu yfir 60 listamenn koma fram en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sónar Reykjavík. Áður höfðu m.a. Richie Hawtin, Orbital, Little Dragon, FM Belfast, og Jon Hopkins verið tilkynntir til leiks en nú bætist við Íslandsvinurinn og nýjasta r&b stórstirnið, DAWN, og þá mun eitt heitasta nafnið í bresku grime senunni stíga á stokk á Red Bull Music sviðinu í Hörpu í apríl, Octavian. Þessi ungi rappari er að verða eitt stærsta nafnið í breska rappheiminum, en nýlega endaði hann á toppi lista BBC, Future Sound of 2019, en það er listi fagfólks úr tónlistarbransanum yfir þá listamenn sem þykja líklegastir til að slá í gegn á árinu. Þá má einnig nefna að, Drake, er meðal stærstu aðdáenda Octavian og hefur unnið nokkuð með honum. Íslenska hip-hop senan mun heldur ekki sitja á hakanum, því Flóni, Logi Pedro og Huginn bætast nú við dagskrána. Ofan á áður tilkynnta listamenn bætast nú við m.a.þýska ambient techno goðsögnin GAS, en hann mun koma fram á sérstökum opnunartónleikum hátíðarinnar í Kaldalóni. Biggi Veira mun svo keyra Silfurberg í brjálað stuð með dynjandi klúbbasetti í sérstöku GusGus dj setti, og í sama sal mun Janus Rasmussen, annar helmingur Kiasmos, frumflytja efni af nýfæddum sólóferli sínum. Þá er mikill heiður fyrir Sónar Reykjavík að kynna að stærstu vonarstjörnur landsins í synthapoppi, Vök, munu heiðra gesti hátíðarinnar með tónleikum sínum. Í hinn alræmda kjallara bætast svo við nýjasti meðlimur bbbbbb fjölskyldunnar, Kuldaboli, og fremsti drum & bass hópur landsins, Hausar. Auk fyrrnefndra listamanna bætast einnig við dagskrána partídýrið Hermigervill, nýstirnið ROKKY, hinn framsækni Good Moon Deer, hávaðasérfræðingurinn Kjartan Holm, hinn áhugaverði teknósení Dynkur, danska elektrógyðjan IDK IDA, og múm og FM Belfast meðlimurinn Örvar Smárason, sem átti eina af bestu plötum síðasta árs, Light is Liquid. Þá er einnig gaman að segja frá því að fyrrverandi GusGus-meðlimurinn President Bongo og bassaleikarinn Óttar Sæmundsen munu flytja verkefið sitt Quadrantes. Miðasala á hátíðina er í fullum gangi inni á www.sonarreykjavik.com og á www.harpa.is/sonarListamenn sem nú eru kynntir til leiks:DAWN (US) Octavian (UK) GAS (DE) Vök Biggi Veira - GusGus dj set Floni Janus Rasmussen Live (FO) Logi Pedro Örvar Smárason Huginn Hermigervill President Bongo & Óttar S. Kuldaboli ROKKY Good Moon Deer Kjartan Holm Dynkur Hausar IDK IDA (DK)Áður hafði verið tilkynnt um eftirfarandi listamenn:Jon Hopkins (UK) Richie Hawtin (CA) Little Dragon (SE) Orbital (UK) Little Simz (UK) Objekt (UK) Kero Kero Bonito (UK) Avalon Emerson (US) Yves Tumor (US) FM Belfast Fatima Al Qadiri Live (KW) Bruce b2b Árni (UK/IS) Prins Póló Cherrie (SE) Sinjin Hawke & Zora Jones Live AV (CA/AT) Caterina Barbieri Live AV (IT) Auður Benjamin Damage LIVE (UK) Aïsha Devi (CH) JDFR dj. flugvél og geimskip JOYFULTALK (CA) Hildur upsammy (NE) GDRN Exos ClubDub Matthildur Hekla Alinka (US) DJ Margeir kef LAVIK SiGRÚN Halldór Eldjárn Lucius Works Here + Oxxlab (ES) Áskell Sólveig Matthildur Thorgerdur Johanna Milena Glowacka (PL) LaFontaine Sónar Tónlist Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Nyrsta hátíð Sónar fjölskyldunnar, Sónar Reykjavík, verður haldin í Reykjavík, dagana 25. - 27. apríl næstkomandi. Hátíðin verður á ný þriggja daga hátíð og býður upp á ýmsar nýjungar fyrir bæði auga og eyru. Í dag bætast við 19 nöfn á dagskrána og er hún þar með fullbókuð en á hátíðinni í ár munu yfir 60 listamenn koma fram en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sónar Reykjavík. Áður höfðu m.a. Richie Hawtin, Orbital, Little Dragon, FM Belfast, og Jon Hopkins verið tilkynntir til leiks en nú bætist við Íslandsvinurinn og nýjasta r&b stórstirnið, DAWN, og þá mun eitt heitasta nafnið í bresku grime senunni stíga á stokk á Red Bull Music sviðinu í Hörpu í apríl, Octavian. Þessi ungi rappari er að verða eitt stærsta nafnið í breska rappheiminum, en nýlega endaði hann á toppi lista BBC, Future Sound of 2019, en það er listi fagfólks úr tónlistarbransanum yfir þá listamenn sem þykja líklegastir til að slá í gegn á árinu. Þá má einnig nefna að, Drake, er meðal stærstu aðdáenda Octavian og hefur unnið nokkuð með honum. Íslenska hip-hop senan mun heldur ekki sitja á hakanum, því Flóni, Logi Pedro og Huginn bætast nú við dagskrána. Ofan á áður tilkynnta listamenn bætast nú við m.a.þýska ambient techno goðsögnin GAS, en hann mun koma fram á sérstökum opnunartónleikum hátíðarinnar í Kaldalóni. Biggi Veira mun svo keyra Silfurberg í brjálað stuð með dynjandi klúbbasetti í sérstöku GusGus dj setti, og í sama sal mun Janus Rasmussen, annar helmingur Kiasmos, frumflytja efni af nýfæddum sólóferli sínum. Þá er mikill heiður fyrir Sónar Reykjavík að kynna að stærstu vonarstjörnur landsins í synthapoppi, Vök, munu heiðra gesti hátíðarinnar með tónleikum sínum. Í hinn alræmda kjallara bætast svo við nýjasti meðlimur bbbbbb fjölskyldunnar, Kuldaboli, og fremsti drum & bass hópur landsins, Hausar. Auk fyrrnefndra listamanna bætast einnig við dagskrána partídýrið Hermigervill, nýstirnið ROKKY, hinn framsækni Good Moon Deer, hávaðasérfræðingurinn Kjartan Holm, hinn áhugaverði teknósení Dynkur, danska elektrógyðjan IDK IDA, og múm og FM Belfast meðlimurinn Örvar Smárason, sem átti eina af bestu plötum síðasta árs, Light is Liquid. Þá er einnig gaman að segja frá því að fyrrverandi GusGus-meðlimurinn President Bongo og bassaleikarinn Óttar Sæmundsen munu flytja verkefið sitt Quadrantes. Miðasala á hátíðina er í fullum gangi inni á www.sonarreykjavik.com og á www.harpa.is/sonarListamenn sem nú eru kynntir til leiks:DAWN (US) Octavian (UK) GAS (DE) Vök Biggi Veira - GusGus dj set Floni Janus Rasmussen Live (FO) Logi Pedro Örvar Smárason Huginn Hermigervill President Bongo & Óttar S. Kuldaboli ROKKY Good Moon Deer Kjartan Holm Dynkur Hausar IDK IDA (DK)Áður hafði verið tilkynnt um eftirfarandi listamenn:Jon Hopkins (UK) Richie Hawtin (CA) Little Dragon (SE) Orbital (UK) Little Simz (UK) Objekt (UK) Kero Kero Bonito (UK) Avalon Emerson (US) Yves Tumor (US) FM Belfast Fatima Al Qadiri Live (KW) Bruce b2b Árni (UK/IS) Prins Póló Cherrie (SE) Sinjin Hawke & Zora Jones Live AV (CA/AT) Caterina Barbieri Live AV (IT) Auður Benjamin Damage LIVE (UK) Aïsha Devi (CH) JDFR dj. flugvél og geimskip JOYFULTALK (CA) Hildur upsammy (NE) GDRN Exos ClubDub Matthildur Hekla Alinka (US) DJ Margeir kef LAVIK SiGRÚN Halldór Eldjárn Lucius Works Here + Oxxlab (ES) Áskell Sólveig Matthildur Thorgerdur Johanna Milena Glowacka (PL) LaFontaine
Sónar Tónlist Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira