Ellý sagði hágrátandi já og norðurljósin dönsuðu á himni Stefán Árni Pálsson skrifar 1. febrúar 2019 09:12 Ellý og Hlynur eru hamingjusöm saman. Fjölmiðla- og listakonan Ellý Ármannsdóttir og Hlynur Jakobsson eigandi veitingarstaðarins Hornið eru trúlofuð en Hlynur greindi frá því á Facebook í gærkvöldi og skrifaði þá eins og lög gera ráð fyrir: „Hún sagði JÁ“. Hlynur birti einnig mynd af tveimur fallegum hringjum sem komnir voru upp.Hlynur hafði verið utan við sig Ellý hefur slegið rækilega í gegn að undanförnu með því að mála og teikna myndir sem hafa verið að vekja mikla athygli. Ellý og Hlynur fóru að vera saman snemma á síðasta ári og hefur ástin blómstrað hjá parinu síðan. Ellý lýsir gærkvöldinu sem því besta á lífsleiðinni, sem er djúpt í árinni tekið því Ellý hefur lifað ævintýralegu og viðburðaríku lífi og birtir hún fallegt norðurljósamyndband á Instagram í leiðinni.Jakob pabbi Hlyns, Hlynur, Ellý, Ólöf systir Hlyns og Jósi maður hennar Ólafar á Menningarnótt í fyrra eftir að þau hlupu 10 km.„Hlynur var búinn að vera eitthvað utan við sig síðustu daga en mig grunaði ekki að hann myndi biðja mín,“ segir Ellý og reynir ekki að leyna ánægju sinni og hamingju í samtali við fréttastofuna.Samdi sérstakt bónorðslag „Gærdagurinn var dagurinn sem við kynntumst fyrir nákvæmlega einu ári og þér að segja höfum við verið óaðskiljanleg síðan. Við fórum í göngutúr í kringum tjörnina í gærkvöldi eins og við gerum svo oft og Hlynur rétti mér símann sinn til að sýna mér myndband sem hann hafði gert þar sem hann söng til mín og spilaði á píanó lag og texta sem hann samdi fyrir mig,“ segir Ellý sem fór að hágráta af einskærri hamingju við þetta tækifæri. „Þetta fallega lag endaði á setningunni: Viltu giftast mér?“ Og það var sem við manninn mælt, þá gerðust undur og stórmerki: „Heyrðu, heldur þú ekki að norðurljósin hafi þá birst og dansað fyrir ofan okkur og allt í kring. Þegar ég var að reyna að átta mig á spurningunni þá var Hlynur kominn niður á skeljarnar og ég hágrátandi enn þá. Ég svaraði strax já.“ View this post on Instagram#northernlights #northernlightsiceland besta kvöld lífs míns @hlynursolvi A post shared by Elly Armanns (@ellyarmannsdottir) on Jan 31, 2019 at 3:21pm PST Tímamót Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Fjölmiðla- og listakonan Ellý Ármannsdóttir og Hlynur Jakobsson eigandi veitingarstaðarins Hornið eru trúlofuð en Hlynur greindi frá því á Facebook í gærkvöldi og skrifaði þá eins og lög gera ráð fyrir: „Hún sagði JÁ“. Hlynur birti einnig mynd af tveimur fallegum hringjum sem komnir voru upp.Hlynur hafði verið utan við sig Ellý hefur slegið rækilega í gegn að undanförnu með því að mála og teikna myndir sem hafa verið að vekja mikla athygli. Ellý og Hlynur fóru að vera saman snemma á síðasta ári og hefur ástin blómstrað hjá parinu síðan. Ellý lýsir gærkvöldinu sem því besta á lífsleiðinni, sem er djúpt í árinni tekið því Ellý hefur lifað ævintýralegu og viðburðaríku lífi og birtir hún fallegt norðurljósamyndband á Instagram í leiðinni.Jakob pabbi Hlyns, Hlynur, Ellý, Ólöf systir Hlyns og Jósi maður hennar Ólafar á Menningarnótt í fyrra eftir að þau hlupu 10 km.„Hlynur var búinn að vera eitthvað utan við sig síðustu daga en mig grunaði ekki að hann myndi biðja mín,“ segir Ellý og reynir ekki að leyna ánægju sinni og hamingju í samtali við fréttastofuna.Samdi sérstakt bónorðslag „Gærdagurinn var dagurinn sem við kynntumst fyrir nákvæmlega einu ári og þér að segja höfum við verið óaðskiljanleg síðan. Við fórum í göngutúr í kringum tjörnina í gærkvöldi eins og við gerum svo oft og Hlynur rétti mér símann sinn til að sýna mér myndband sem hann hafði gert þar sem hann söng til mín og spilaði á píanó lag og texta sem hann samdi fyrir mig,“ segir Ellý sem fór að hágráta af einskærri hamingju við þetta tækifæri. „Þetta fallega lag endaði á setningunni: Viltu giftast mér?“ Og það var sem við manninn mælt, þá gerðust undur og stórmerki: „Heyrðu, heldur þú ekki að norðurljósin hafi þá birst og dansað fyrir ofan okkur og allt í kring. Þegar ég var að reyna að átta mig á spurningunni þá var Hlynur kominn niður á skeljarnar og ég hágrátandi enn þá. Ég svaraði strax já.“ View this post on Instagram#northernlights #northernlightsiceland besta kvöld lífs míns @hlynursolvi A post shared by Elly Armanns (@ellyarmannsdottir) on Jan 31, 2019 at 3:21pm PST
Tímamót Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira