Stefnir í tíu prósenta samdrátt á flugsætum í sumar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2019 14:42 Áætlanir gera ráð fyrir að framboð sæta hjá WOW dragist saman um 44% í sumar. Vísir/Vilhelm Mesta framboð á flugsætum verður til og frá Kaupmannahöfn að því er fram kemur í ferðaáætlunum flugfélaganna sem fljúga um Keflavíkurflugvöll á komandi sumri. Framboð á sætum til og frá Kaupmannahöfn eykst um níu prósent frá því sem var í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Heildarframboð á flugsætum minnkar. Hlutfallið fer úr 7,9 milljón flugsætum á sumaráætlun í fyrra niður í 7,1 milljón flugsæta í ár. Það er samdráttur upp á 10 prósent. Hafa ber þó í huga að þessi flugáætlun, sem og aðrar, geta tekið breytingum hjá flugfélögun. Þessar tölur gilda fyrir tímabilið apríl til október 2019 og gildir samanburðurinn fyrir sama tímabil í fyrra. Sumartímabilið samkvæmt skilgreiningu Alþjóðasamtaka flugfélaga, IATA (International Air Transport Association), nær frá lok mars ár hvert til loka októbermánaðar. Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14% í ár frá því sem var í fyrra. Áætlanir gera ráð fyrir að framboð sæta hjá WOW air dragist saman um 44%.Hjá öðrum flugfélögum sem fljúga um Keflavíkurflugvöll verður samanlagt um 4% samdráttur. Mismunandi er þó hvort félögin eru að minnka sætaframboð eða auka það. Wizz air eykur sætaframboð sitt um 15%, SAS um 22% og Finnair um 10% á meðan easyJet minnkar framboðið um 11%, British Airways um 23% og Norwegian um 14% Samkvæmt áætlunum félaganna fyrir sumarið er útlit fyrir að flugsætum til og frá Bandaríkjunum fækki um 29% og til og frá Bretlandi um 22%. Sætaframboð til og frá Þýskalandi eykst hins vegar um 10%, til og frá Noregi og Sviss um 16% og Kanada um 18%. Helsta skýringin á minna framboði bandarískra flugsæta er fækkun áfangastaða í Bandaríkjunum. Færri flugsæti til og frá Bretlandi geta skýrst af minna sætaframboði hjá bæði easyJet og British Airways í sumar. Sætaframboð eykst á leiðum til og frá Kaupmannahöfn, eða um 9% milli ára. Þá eykst framboðið um 16% til og frá Ósló. Það dregst saman um 18% til og frá JFK-flugvelli í New York og um 9% til og frá París. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Mesta framboð á flugsætum verður til og frá Kaupmannahöfn að því er fram kemur í ferðaáætlunum flugfélaganna sem fljúga um Keflavíkurflugvöll á komandi sumri. Framboð á sætum til og frá Kaupmannahöfn eykst um níu prósent frá því sem var í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Heildarframboð á flugsætum minnkar. Hlutfallið fer úr 7,9 milljón flugsætum á sumaráætlun í fyrra niður í 7,1 milljón flugsæta í ár. Það er samdráttur upp á 10 prósent. Hafa ber þó í huga að þessi flugáætlun, sem og aðrar, geta tekið breytingum hjá flugfélögun. Þessar tölur gilda fyrir tímabilið apríl til október 2019 og gildir samanburðurinn fyrir sama tímabil í fyrra. Sumartímabilið samkvæmt skilgreiningu Alþjóðasamtaka flugfélaga, IATA (International Air Transport Association), nær frá lok mars ár hvert til loka októbermánaðar. Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14% í ár frá því sem var í fyrra. Áætlanir gera ráð fyrir að framboð sæta hjá WOW air dragist saman um 44%.Hjá öðrum flugfélögum sem fljúga um Keflavíkurflugvöll verður samanlagt um 4% samdráttur. Mismunandi er þó hvort félögin eru að minnka sætaframboð eða auka það. Wizz air eykur sætaframboð sitt um 15%, SAS um 22% og Finnair um 10% á meðan easyJet minnkar framboðið um 11%, British Airways um 23% og Norwegian um 14% Samkvæmt áætlunum félaganna fyrir sumarið er útlit fyrir að flugsætum til og frá Bandaríkjunum fækki um 29% og til og frá Bretlandi um 22%. Sætaframboð til og frá Þýskalandi eykst hins vegar um 10%, til og frá Noregi og Sviss um 16% og Kanada um 18%. Helsta skýringin á minna framboði bandarískra flugsæta er fækkun áfangastaða í Bandaríkjunum. Færri flugsæti til og frá Bretlandi geta skýrst af minna sætaframboði hjá bæði easyJet og British Airways í sumar. Sætaframboð eykst á leiðum til og frá Kaupmannahöfn, eða um 9% milli ára. Þá eykst framboðið um 16% til og frá Ósló. Það dregst saman um 18% til og frá JFK-flugvelli í New York og um 9% til og frá París.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira