Friðrik Ómar kippir sér lítt upp við umræðu um meintan lagastuld Birgir Olgeirsson og Jakob Bjarnar skrifa 18. febrúar 2019 11:30 Skeggrætt um líkindi lags Friðriks Ómars Hvað ef ég get ekki elskað og Love on the Brain með Ríhönnu. Nokkur umræða hefur farið fram um hugsanaleg líkindi lags Friðriks Ómars í Söngvakeppni Sjónvarpsins og svo laginu Love on the Brain sem Rihanna gerði vinsælt árið 2016. Sjálfur kippir Friðrik Ómar sér lítt upp við þetta og segir brosandi við blaðamann Vísis: „Unchained Melody er innblásturinn. Rihanna og ég tókum það þaðan.“ Hann útskýrir að svona séu lög í 6/8. „Arpeggíu-fílingur. Pálmi í StopWaitGo útsetti og Kiddi Grétars spilaði á gítarinn.“ Auðvitað er það ekki útsetning eða taktur sem ræður því hvort um lagastuld er að ræða eða ekki. Það snýst um laglínuna. En, áður en lengra er haldið er rétt að hlusta á lögin tvö. Hér kemur lag Friðriks Ómars sem hann flutti af miklum krafti á laugardaginn.Þessi frammistaða Friðriks Ómars fleytti honum uppúr riðlinum og beint í úrslitin sem verða 2. mars í Laugardalshöll. En, hér er lag Ríhönnu, sem sumir vilja meina að svipi til lags Friðriks Ómars.Það var Matt Friedrichs hjá ESC United sem var einna fyrstur til að nefna að þessum lögum svipaði til hvors annars. Eurovision-aðdáandi hafði bent á líkindin á WIWI Bloggs 9. febrúar síðastliðinn en Friedrichs fór yfir öll lög undankeppninnar og gaf álit sitt á því hvað honum sýndist.Samkvæmt Matt Friedrichs stefnir í æsispennandi viðureign. Hann hefur Friðrik Ómar og Hatara, sem fóru uppúr fyrri undanriðlinum, efsta á sínu blaði og svo virðist með ýmsa aðra. Mun hatrið sigra ástina, er spurt víða á samfélagsmiðlum. Tveggja turna tal, eins og þar stendur. Með fullri virðingu fyrir öðrum keppendum. Umræða um líkindi milli laga virðist koma upp árlega í tengslum við Eurovision-söngvakeppnina. Þegar sú staðreynd er borin undir Friðrik Ómar þá segir hann einfaldlega: „Það er löngu búið að semja LAGIÐ.“ Þó þetta sé í gamansömum tóni þá er það vissulega svo að í þriggja mínútna dægurlagi, sé litið til gervallrar poppsögunnar þá hljóta að vera takmörk fyrir því hversu margir möguleikar eru á að skrúfa saman ólíkar hljómasamsetningar innan þess ramma.Hér fyrir neðan má heyra lagið Unchained Melody, með Righteous Brothers, sem Friðrik Ómar nefndi áður. En, þetta er sígild umræða og skemmtilegur samkvæmisleikur. Lögfræðingurinn Auður Kolbrá bar lag Friðriks Ómars einnig saman við Love on the Brain á Twitter í gærkvöldi. Reyndar fer þar fram umfangsmikil umræða um þetta atriði á þeim vettvangi.Ætli Friðrik Ómar hafi einhvern tímann heyrt Love on the brain?Nei ég bara spyr...#12stig— Auður Kolbrá (@AudurKolbra) 16 February 2019 Eurovision Tónlist Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Sjá meira
Nokkur umræða hefur farið fram um hugsanaleg líkindi lags Friðriks Ómars í Söngvakeppni Sjónvarpsins og svo laginu Love on the Brain sem Rihanna gerði vinsælt árið 2016. Sjálfur kippir Friðrik Ómar sér lítt upp við þetta og segir brosandi við blaðamann Vísis: „Unchained Melody er innblásturinn. Rihanna og ég tókum það þaðan.“ Hann útskýrir að svona séu lög í 6/8. „Arpeggíu-fílingur. Pálmi í StopWaitGo útsetti og Kiddi Grétars spilaði á gítarinn.“ Auðvitað er það ekki útsetning eða taktur sem ræður því hvort um lagastuld er að ræða eða ekki. Það snýst um laglínuna. En, áður en lengra er haldið er rétt að hlusta á lögin tvö. Hér kemur lag Friðriks Ómars sem hann flutti af miklum krafti á laugardaginn.Þessi frammistaða Friðriks Ómars fleytti honum uppúr riðlinum og beint í úrslitin sem verða 2. mars í Laugardalshöll. En, hér er lag Ríhönnu, sem sumir vilja meina að svipi til lags Friðriks Ómars.Það var Matt Friedrichs hjá ESC United sem var einna fyrstur til að nefna að þessum lögum svipaði til hvors annars. Eurovision-aðdáandi hafði bent á líkindin á WIWI Bloggs 9. febrúar síðastliðinn en Friedrichs fór yfir öll lög undankeppninnar og gaf álit sitt á því hvað honum sýndist.Samkvæmt Matt Friedrichs stefnir í æsispennandi viðureign. Hann hefur Friðrik Ómar og Hatara, sem fóru uppúr fyrri undanriðlinum, efsta á sínu blaði og svo virðist með ýmsa aðra. Mun hatrið sigra ástina, er spurt víða á samfélagsmiðlum. Tveggja turna tal, eins og þar stendur. Með fullri virðingu fyrir öðrum keppendum. Umræða um líkindi milli laga virðist koma upp árlega í tengslum við Eurovision-söngvakeppnina. Þegar sú staðreynd er borin undir Friðrik Ómar þá segir hann einfaldlega: „Það er löngu búið að semja LAGIÐ.“ Þó þetta sé í gamansömum tóni þá er það vissulega svo að í þriggja mínútna dægurlagi, sé litið til gervallrar poppsögunnar þá hljóta að vera takmörk fyrir því hversu margir möguleikar eru á að skrúfa saman ólíkar hljómasamsetningar innan þess ramma.Hér fyrir neðan má heyra lagið Unchained Melody, með Righteous Brothers, sem Friðrik Ómar nefndi áður. En, þetta er sígild umræða og skemmtilegur samkvæmisleikur. Lögfræðingurinn Auður Kolbrá bar lag Friðriks Ómars einnig saman við Love on the Brain á Twitter í gærkvöldi. Reyndar fer þar fram umfangsmikil umræða um þetta atriði á þeim vettvangi.Ætli Friðrik Ómar hafi einhvern tímann heyrt Love on the brain?Nei ég bara spyr...#12stig— Auður Kolbrá (@AudurKolbra) 16 February 2019
Eurovision Tónlist Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Sjá meira