Vinalegasta blokkin á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 17. febrúar 2019 14:30 Mikið fjör í Eskihlíð 10 a og b. Í þættinum Ísland í dag á föstudagskvöldið heimsótti Kjartan Atli Kjartansson blokk þar sem andinn þykir einstaklega góður. Íbúar í Eskihlíð 10 og 10a halda spurningakeppnir, grillveislur og börnin hafa meira segja ákveðið að stofna húsfélag. „Hér hefur alltaf verið mjög fínt utanumhald. Löngu áður en ég kom hingað var sett langtímaplan um allar framkvæmdir svo það kom aldrei neitt þungt högg á íbúana, segir Stefán Pálsson, formaður húsfélags fullorðinna í blokkinni. „Í tengslum við þetta hafa menn verið duglegir við það að vera með einhverja félagslega atburði, slá upp einhverri garðveislu í garðinum á sumrin og halda spurningakeppnir úr því að það var komið spurninganörd í húsið. Við höfum verið með pubquiz keppnir milli stigaganga og menn hafa verið að skora á nálægar blokkir.“ Linda Ósk Sigurðardóttir hefur búið í blokkinni ásamt fjölskyldu sinni síðan árið 2000. Hún tekur í sama streng og formaðurinn.Skemmtilegar hefðir „Í þessa blokk hefur bara flutt dásamlegt fólk. Það er auðvitað dásamlegt að búa í Hlíðunum fyrir það fyrsta og það hefur alltaf verið mikil samvinna í blokkinni og við höfum alltaf reynt að ræða málin ef það hefur komið eitthvað upp á,“ segir Linda og bætir við að það sé einnig mjög lífleg Facebook-síða í blokkinni. Eftir nokkurra ára búsetu í blokkinni þurftu Linda og fjölskylda að stækka við sig. Þau gátu ekki hugsað sér að flytja annað og biðu átekta og gripu gæsina þegar hún gafst. „Við fluttum yfir stigaganginn, svona hálfan meter. Ég veit að þetta er mjög skrýtið en þegar maður veit hvað maður hefur og finnst gott að búa í svona sambýli og þetta var kjörið tækifæri.“ Stefán segir að skemmtilegar hefðir hafi skapast í kringum blokkina og sérstaklega í kringum jólin. „Að morgni aðfangadags er alltaf jólaboð hjá Lindu og Gogga og allir eru velkomnir. Þar mæta jólasveinar og annað slíkt,“ segir formaðurinn. Hér að neðan má sjá umfjöllun um blokkina í Eskihlíð. Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Í þættinum Ísland í dag á föstudagskvöldið heimsótti Kjartan Atli Kjartansson blokk þar sem andinn þykir einstaklega góður. Íbúar í Eskihlíð 10 og 10a halda spurningakeppnir, grillveislur og börnin hafa meira segja ákveðið að stofna húsfélag. „Hér hefur alltaf verið mjög fínt utanumhald. Löngu áður en ég kom hingað var sett langtímaplan um allar framkvæmdir svo það kom aldrei neitt þungt högg á íbúana, segir Stefán Pálsson, formaður húsfélags fullorðinna í blokkinni. „Í tengslum við þetta hafa menn verið duglegir við það að vera með einhverja félagslega atburði, slá upp einhverri garðveislu í garðinum á sumrin og halda spurningakeppnir úr því að það var komið spurninganörd í húsið. Við höfum verið með pubquiz keppnir milli stigaganga og menn hafa verið að skora á nálægar blokkir.“ Linda Ósk Sigurðardóttir hefur búið í blokkinni ásamt fjölskyldu sinni síðan árið 2000. Hún tekur í sama streng og formaðurinn.Skemmtilegar hefðir „Í þessa blokk hefur bara flutt dásamlegt fólk. Það er auðvitað dásamlegt að búa í Hlíðunum fyrir það fyrsta og það hefur alltaf verið mikil samvinna í blokkinni og við höfum alltaf reynt að ræða málin ef það hefur komið eitthvað upp á,“ segir Linda og bætir við að það sé einnig mjög lífleg Facebook-síða í blokkinni. Eftir nokkurra ára búsetu í blokkinni þurftu Linda og fjölskylda að stækka við sig. Þau gátu ekki hugsað sér að flytja annað og biðu átekta og gripu gæsina þegar hún gafst. „Við fluttum yfir stigaganginn, svona hálfan meter. Ég veit að þetta er mjög skrýtið en þegar maður veit hvað maður hefur og finnst gott að búa í svona sambýli og þetta var kjörið tækifæri.“ Stefán segir að skemmtilegar hefðir hafi skapast í kringum blokkina og sérstaklega í kringum jólin. „Að morgni aðfangadags er alltaf jólaboð hjá Lindu og Gogga og allir eru velkomnir. Þar mæta jólasveinar og annað slíkt,“ segir formaðurinn. Hér að neðan má sjá umfjöllun um blokkina í Eskihlíð.
Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira