Valdimar missti sjónina og fór út í grín: Með æxli á stærð við sítrónu sem finnst oftast í konum Stefán Árni Pálsson skrifar 15. febrúar 2019 10:30 Valdimar er bjartsýnn maður að eðlisfari. Hvernig tekur maður því að verða skyndilega alveg blindur á fullorðinsaldri. Það er ekki auðvelt að setja sig í þau spor. Ljósmyndarinn Valdimar Sverrisson varð blindur þegar hann fór í heilaskurðaðgerð þar sem fjarlægja þurfti góðkynja heilaæxli. Vala Matt hitti Valdimar í Íslandi í dag í gærkvöldi. Valdimar ákvað að þunglyndi myndi ekki gera ástandið betra og tók því þá meðvituðu ákvörðun að bregðast við þessu áfalli með því að nota jákvæðni sem vopn og einnig ákvað hann að nota húmor til þess að gera ástandið bærilegra og fór hreinlega í uppistand og grín. „Vorið 2015 er ég orðinn ansi fjarsýnn og ég talaði við vin minn sem er gleraugnasali. Ég ætlaði bara að fara til hans í augnmælingu og fá hjá honum gleraugu. Ég sagði honum jafnframt að það læki stundum glær vökvi úr auganu á mér,“ segir Valdimar. „Hann sagði mér að fara til augnlæknis og athuga hvort það sé ekki allt eins og það eigi að vera. Þarna var ég kominn með heilaæxli sem pressar á framheilan. Það hefur áhrif á framtaks og sinnuleysi, skap og svefn og ég kom mér aldrei til augnlæknis. Svo gerði æxlið það að verkum að ég var orðinn kexruglaður, eins og ég vill orða það, og farinn að skrópa í vinnunni. Svo einn daginn sem ég er að skrópa í vinnunni ákvað ég að fara til Jóa og kaupa mér gleraugu. Hann spyr mig strax hvort ég sé búinn að fara til augnlæknis og ég svara því neitandi,“ segir Valdimar en vinur hans fór einfaldlega með hann á hæðina fyrir ofan og kom honum til augnlæknis. „Ég fæ tíma þremur dögum síðar og sem betur fer mæti ég í þennan tíma. Augnlæknirinn sér strax að þarna er eitthvað mikið í gangi,“ segir Valdimar sem var sendur beina leið á Borgarspítalann. „Um kvöldið er ég myndaður og þá kemur í ljós að ég er með góðkynja heilaæxli á stærð við sítrónu sem hefur væntanlega vaxið í 10-15 ár.“ Læknirinn segir fyrst við Valdimar að svona æxli finnist vanalega í eldri konum. „Þá svaraði ég strax. Já, en þið hafið ekki skoðað mig fyrir neðan mitti,“ segir Valdimar sem hefur notað húmorinn í gegnum allt ferlið og er farinn að halda uppistand. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Valdimar sýnir sínar bestu hliðar. Ísland í dag Uppistand Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira
Hvernig tekur maður því að verða skyndilega alveg blindur á fullorðinsaldri. Það er ekki auðvelt að setja sig í þau spor. Ljósmyndarinn Valdimar Sverrisson varð blindur þegar hann fór í heilaskurðaðgerð þar sem fjarlægja þurfti góðkynja heilaæxli. Vala Matt hitti Valdimar í Íslandi í dag í gærkvöldi. Valdimar ákvað að þunglyndi myndi ekki gera ástandið betra og tók því þá meðvituðu ákvörðun að bregðast við þessu áfalli með því að nota jákvæðni sem vopn og einnig ákvað hann að nota húmor til þess að gera ástandið bærilegra og fór hreinlega í uppistand og grín. „Vorið 2015 er ég orðinn ansi fjarsýnn og ég talaði við vin minn sem er gleraugnasali. Ég ætlaði bara að fara til hans í augnmælingu og fá hjá honum gleraugu. Ég sagði honum jafnframt að það læki stundum glær vökvi úr auganu á mér,“ segir Valdimar. „Hann sagði mér að fara til augnlæknis og athuga hvort það sé ekki allt eins og það eigi að vera. Þarna var ég kominn með heilaæxli sem pressar á framheilan. Það hefur áhrif á framtaks og sinnuleysi, skap og svefn og ég kom mér aldrei til augnlæknis. Svo gerði æxlið það að verkum að ég var orðinn kexruglaður, eins og ég vill orða það, og farinn að skrópa í vinnunni. Svo einn daginn sem ég er að skrópa í vinnunni ákvað ég að fara til Jóa og kaupa mér gleraugu. Hann spyr mig strax hvort ég sé búinn að fara til augnlæknis og ég svara því neitandi,“ segir Valdimar en vinur hans fór einfaldlega með hann á hæðina fyrir ofan og kom honum til augnlæknis. „Ég fæ tíma þremur dögum síðar og sem betur fer mæti ég í þennan tíma. Augnlæknirinn sér strax að þarna er eitthvað mikið í gangi,“ segir Valdimar sem var sendur beina leið á Borgarspítalann. „Um kvöldið er ég myndaður og þá kemur í ljós að ég er með góðkynja heilaæxli á stærð við sítrónu sem hefur væntanlega vaxið í 10-15 ár.“ Læknirinn segir fyrst við Valdimar að svona æxli finnist vanalega í eldri konum. „Þá svaraði ég strax. Já, en þið hafið ekki skoðað mig fyrir neðan mitti,“ segir Valdimar sem hefur notað húmorinn í gegnum allt ferlið og er farinn að halda uppistand. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Valdimar sýnir sínar bestu hliðar.
Ísland í dag Uppistand Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira