JóiPé x Króli og Svala skemmta á Aldrei fór ég suður Stefán Árni Pálsson skrifar 13. febrúar 2019 13:00 Aldrei fór ég suður verður haldin á Ísafirði um páska. mynd / Ágúst G. Atlason Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður á Ísafirði fer fram í sextánda sinn á páskum, nánar til tekið 19.- 20. apríl næstkomandi. Dagskrá hátíðarinnar er kynnt í dag í tilkynningu frá forsvarsmönnum Aldrei fór ég suður.Fram koma; MAMMÚT, TODMOBILE, JÓIPÉ X KRÓLI, JÓNAS SIG, SALÓME KATRÍN, AUÐN, BERNDSEN, ÞORMÓÐUR EIRÍKSSON, SVALA, SIGURVEGARAR MÚSIKTILRAUNA 2019, HERRA HNETUSMJÖR, HÓRMÓNAR, AYIA, BAGDAD BROTHERS, GOSI og TEITUR MAGNÚSSON & ÆÐISGENGIÐ. Hátíðin fer fram í húsnæði Kampa á Ísafirði eins og síðustu þrjú ár, að kvöldi föstudagsins langa og laugardags fyrir páska. Þar koma fram: Stórhljómsveitin TODMOBILE. Hana þekkja margir en hljómsveitin hefur ekki spilað á Ísafirði síðan um miðbik tíunda áratugarins. Samstarf Músiktilrauna og Aldrei fór ég suður tryggir að meðal fyrstu formlegra tónleikanýbakaðra SIGURVEGARA MÚSIKTILRAUNA 2019 verða á hátíðinni en þar að auki munu heiðra hátíðargesti með sinni nærveru, fyrrum sigursveitirnar MAMMÚT og HÓRMÓNAR. Tónlistarmaðurinn JÓNAS SIG átti eina af bestu plötum síðasta árs og mun hann trylla lýðinn með sinni hljómsveit.SVALA BJÖRGVINSDÓTTIR verður á svæðinu. Svala vakti mikla athygli á síðustu Iceland Airwaves hátíð með framkomu sinni og sinnar frábæru hljómsveitar. BERNDSEN spilar einnig í fyrsta sinn á AFÉS-sviðinu og sama gildir um TEIT MAGNÚSSON og ÆÐISGENGIÐ hans. Svartmálmssveitin AUÐN hefur vakið mikla athygli um allan heim fyrir tónlist sína og þykir með þeim allra fremstu úr röðum íslenskra black metal hljómsveita. Loks er það hinn ísfirski lagahöfundur og pródúsent ÞORMÓÐUR EIRÍKSSON sem íslenskt tónlistarfólk keppist við að lofa í hásterrt um þessar mundir. Þormóður hefur unnið hvern smellinn á fætur öðrum upp á síðkastið og hefur verið vikulegur gestur á vinsældarlistum útvarpsstöðvanna og Spotify veitunnar. Meðal helsta samstarfsfólks Þormóðs eru JóiPé og Króli, Herra Hnetusmjör, Ingileif, Huginn, Emmsjé Gauti og DAVID44. Með Þormóði í för um páskana verða þeir JÓIPÉ OG KRÓLI og HERRA HNETUSMJÖR. Í tilkynningunni segir að Aldrei fór ég suður sé tónlistarhátíð fyrir alla fjölskylduna sem haldin sé á páskum og er einn af stærstu viðburðum Skíðaviku Ísfirðinga. Hátíðin hefur þróast mikið frá því hún var sett á laggirnar fyrir um 15 árum síðan og hefur náð að dreifa sér á fleiri dagskrárliði og víðar um Ísafjarðarbæ og nágrenni. Í upphafi var það fámennur vinahópur sem stóð að framkvæmdinni en núna eru þeir fáir íbúar á svæðinu sem ekki koma að hátíðinni með einhverju móti. Við aðaldagskrána munu svo bætast við fjölmargir hliðarviðburðir á Ísafirði og víðar, meðal annars uppistandskvöld í Ísafjarðarbíói, tónleikar á Suðureyri og Flateyri auk fjölda annarra listviðburða. Hátíðin verður svo í þráðbeinni útsendingu á Rás 2 og í sjónvarpi á RÚV 2. Hér að neðan er kynningarmyndband hátíðarinnar í ár en þar fer Pétur Magnússon, fallegi smiðurinn hrjúfri röddu um allt það listafólk sem kemur fram á hátíðinni. Pétur er og hefur verið kynnir hátíðarinnar í gegnum tíðina.Hér að neðan má sjá alla þá listamenn sem koma fram á Aldrei fór ég suður. Aldrei fór ég suður Ísafjarðarbær Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður á Ísafirði fer fram í sextánda sinn á páskum, nánar til tekið 19.- 20. apríl næstkomandi. Dagskrá hátíðarinnar er kynnt í dag í tilkynningu frá forsvarsmönnum Aldrei fór ég suður.Fram koma; MAMMÚT, TODMOBILE, JÓIPÉ X KRÓLI, JÓNAS SIG, SALÓME KATRÍN, AUÐN, BERNDSEN, ÞORMÓÐUR EIRÍKSSON, SVALA, SIGURVEGARAR MÚSIKTILRAUNA 2019, HERRA HNETUSMJÖR, HÓRMÓNAR, AYIA, BAGDAD BROTHERS, GOSI og TEITUR MAGNÚSSON & ÆÐISGENGIÐ. Hátíðin fer fram í húsnæði Kampa á Ísafirði eins og síðustu þrjú ár, að kvöldi föstudagsins langa og laugardags fyrir páska. Þar koma fram: Stórhljómsveitin TODMOBILE. Hana þekkja margir en hljómsveitin hefur ekki spilað á Ísafirði síðan um miðbik tíunda áratugarins. Samstarf Músiktilrauna og Aldrei fór ég suður tryggir að meðal fyrstu formlegra tónleikanýbakaðra SIGURVEGARA MÚSIKTILRAUNA 2019 verða á hátíðinni en þar að auki munu heiðra hátíðargesti með sinni nærveru, fyrrum sigursveitirnar MAMMÚT og HÓRMÓNAR. Tónlistarmaðurinn JÓNAS SIG átti eina af bestu plötum síðasta árs og mun hann trylla lýðinn með sinni hljómsveit.SVALA BJÖRGVINSDÓTTIR verður á svæðinu. Svala vakti mikla athygli á síðustu Iceland Airwaves hátíð með framkomu sinni og sinnar frábæru hljómsveitar. BERNDSEN spilar einnig í fyrsta sinn á AFÉS-sviðinu og sama gildir um TEIT MAGNÚSSON og ÆÐISGENGIÐ hans. Svartmálmssveitin AUÐN hefur vakið mikla athygli um allan heim fyrir tónlist sína og þykir með þeim allra fremstu úr röðum íslenskra black metal hljómsveita. Loks er það hinn ísfirski lagahöfundur og pródúsent ÞORMÓÐUR EIRÍKSSON sem íslenskt tónlistarfólk keppist við að lofa í hásterrt um þessar mundir. Þormóður hefur unnið hvern smellinn á fætur öðrum upp á síðkastið og hefur verið vikulegur gestur á vinsældarlistum útvarpsstöðvanna og Spotify veitunnar. Meðal helsta samstarfsfólks Þormóðs eru JóiPé og Króli, Herra Hnetusmjör, Ingileif, Huginn, Emmsjé Gauti og DAVID44. Með Þormóði í för um páskana verða þeir JÓIPÉ OG KRÓLI og HERRA HNETUSMJÖR. Í tilkynningunni segir að Aldrei fór ég suður sé tónlistarhátíð fyrir alla fjölskylduna sem haldin sé á páskum og er einn af stærstu viðburðum Skíðaviku Ísfirðinga. Hátíðin hefur þróast mikið frá því hún var sett á laggirnar fyrir um 15 árum síðan og hefur náð að dreifa sér á fleiri dagskrárliði og víðar um Ísafjarðarbæ og nágrenni. Í upphafi var það fámennur vinahópur sem stóð að framkvæmdinni en núna eru þeir fáir íbúar á svæðinu sem ekki koma að hátíðinni með einhverju móti. Við aðaldagskrána munu svo bætast við fjölmargir hliðarviðburðir á Ísafirði og víðar, meðal annars uppistandskvöld í Ísafjarðarbíói, tónleikar á Suðureyri og Flateyri auk fjölda annarra listviðburða. Hátíðin verður svo í þráðbeinni útsendingu á Rás 2 og í sjónvarpi á RÚV 2. Hér að neðan er kynningarmyndband hátíðarinnar í ár en þar fer Pétur Magnússon, fallegi smiðurinn hrjúfri röddu um allt það listafólk sem kemur fram á hátíðinni. Pétur er og hefur verið kynnir hátíðarinnar í gegnum tíðina.Hér að neðan má sjá alla þá listamenn sem koma fram á Aldrei fór ég suður.
Aldrei fór ég suður Ísafjarðarbær Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira