Sú besta í heimi rak þjálfarann sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2019 12:30 Sascha Bajin með Naomi Osaka. Getty/Clive Brunskill Það var ekki nóg fyrir hann að gera hana að bestu tenniskonu heims því Sascha Bajin hélt ekki starfi sínu sem þjálfari Naomi Osaka. Naomi Osaka átti ótrúlega þrettán mánuði þegar hún fór frá því að vera nær algjörlega óþekkt tenniskona í það að vinna tvo risamót í röð og komast í efsta sæti heimslistans. Þessi frábæri árangur hennar var þó ekki nóg fyrir þjálfara hennar að halda starfinu. Naomi Osaka tilkynnti það á Twitter að samstarfi hennar og Sascha Bajin væri lokið.Hey everyone, I will no longer be working together with Sascha. I thank him for his work and wish him all the best in the future. — NaomiOsaka(@Naomi_Osaka_) February 11, 2019Sascha Bajin staðfesti sjálfur fréttirnar skömmu síðar og þakkaði Naomi fyrir samstarfið og allt ævintýrið. Umboðsmaður Naomi Osaka staðfesti það líka að þau Osaka og Bajin myndu ekki vinna lengur saman en sagði jafnframt að hún ætlaði ekkert að tjá sig meira um þessi starfslok þjálfarans. Það er óhætt að segja að þetta kalli á margar spurningar enda leit það þannig út eins og samstarf þeirra tveggja væri að ganga fullkomlega.Naomi Osaka, the No. 1-ranked women's tennis player in the world, said that she was splitting with her coach, Sascha Bajin. The abrupt announcement came 16 days after she won the Australian Open. https://t.co/RGx2wu5fYk — The New York Times (@nytimes) February 12, 2019Sascha Bajin var valinn þjálfari ársins hjá WTA fyrir árið 2018 enda tókst honum að hjálpa 21 árs gamalli japanskri tenniskonu að verða sú besta í heimi. Hann er 34 ára gamall og hefur unnið með Serenu Williams (2008-2015), Victoriu Azarenka (2015-16), Sloane Stephens (2016) og Caroline Wozniacki (2017). Þegar hann tók við þjálfun Naomi Osaka þá sat hún í 68. sæti heimslistans. Hann skilur við hana í toppsætinu. Naomi Osaka vann opna bandaríska risamótið í tennis og fylgdi því eftir með að vinna opna ástralska risamótið í síðasta mánuði. Hún varð í framhaldinu fyrsta asíska tenniskonan til að komast í efsta sæti heimslistans.After working together for the past 13 months, @Naomi_Osaka_ and Sascha Bajin have split --> https://t.co/ollEHuREKt#?????pic.twitter.com/KBQg3V3KrY — WTA (@WTA) February 11, 2019 Tennis Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Dagskráin í dag: Lögmál leiksins ásamt knattspyrnu og íshokkí LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Sjá meira
Það var ekki nóg fyrir hann að gera hana að bestu tenniskonu heims því Sascha Bajin hélt ekki starfi sínu sem þjálfari Naomi Osaka. Naomi Osaka átti ótrúlega þrettán mánuði þegar hún fór frá því að vera nær algjörlega óþekkt tenniskona í það að vinna tvo risamót í röð og komast í efsta sæti heimslistans. Þessi frábæri árangur hennar var þó ekki nóg fyrir þjálfara hennar að halda starfinu. Naomi Osaka tilkynnti það á Twitter að samstarfi hennar og Sascha Bajin væri lokið.Hey everyone, I will no longer be working together with Sascha. I thank him for his work and wish him all the best in the future. — NaomiOsaka(@Naomi_Osaka_) February 11, 2019Sascha Bajin staðfesti sjálfur fréttirnar skömmu síðar og þakkaði Naomi fyrir samstarfið og allt ævintýrið. Umboðsmaður Naomi Osaka staðfesti það líka að þau Osaka og Bajin myndu ekki vinna lengur saman en sagði jafnframt að hún ætlaði ekkert að tjá sig meira um þessi starfslok þjálfarans. Það er óhætt að segja að þetta kalli á margar spurningar enda leit það þannig út eins og samstarf þeirra tveggja væri að ganga fullkomlega.Naomi Osaka, the No. 1-ranked women's tennis player in the world, said that she was splitting with her coach, Sascha Bajin. The abrupt announcement came 16 days after she won the Australian Open. https://t.co/RGx2wu5fYk — The New York Times (@nytimes) February 12, 2019Sascha Bajin var valinn þjálfari ársins hjá WTA fyrir árið 2018 enda tókst honum að hjálpa 21 árs gamalli japanskri tenniskonu að verða sú besta í heimi. Hann er 34 ára gamall og hefur unnið með Serenu Williams (2008-2015), Victoriu Azarenka (2015-16), Sloane Stephens (2016) og Caroline Wozniacki (2017). Þegar hann tók við þjálfun Naomi Osaka þá sat hún í 68. sæti heimslistans. Hann skilur við hana í toppsætinu. Naomi Osaka vann opna bandaríska risamótið í tennis og fylgdi því eftir með að vinna opna ástralska risamótið í síðasta mánuði. Hún varð í framhaldinu fyrsta asíska tenniskonan til að komast í efsta sæti heimslistans.After working together for the past 13 months, @Naomi_Osaka_ and Sascha Bajin have split --> https://t.co/ollEHuREKt#?????pic.twitter.com/KBQg3V3KrY — WTA (@WTA) February 11, 2019
Tennis Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Dagskráin í dag: Lögmál leiksins ásamt knattspyrnu og íshokkí LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Sjá meira