Mikill árangur á skömmum tíma Heimsljós kynnir 11. febrúar 2019 16:00 Ragnar Schram framkvæmdastjóri vígði vatnstankinn opinberlega í tilefni af heimsókninni. Við hlið Ragnars á meðfylgjandi mynd er Sahlemariam Abebe, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Eþíópíu. Óvenju mikill árangur hefur náðst á skömmum tíma í Fjölskyldueflingarverkefni sem SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna í Eþíópíu, að því er fram kemur á vef samtakanna. Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS á Íslandi og Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi, voru í Eþíópíu dagana 1. til 6. febrúar og gerðu úttekt á þróun verkefnisins sem styrkt er af utanríkisráðuneytinu og SOS-fjölskylduvinum hér á landi. Verkefnið felst í að styðja 566 barnafjölskyldur í sárafátækt til sjálfbærni, meðal annars með mataraðstoð, bættri heilbrigðisþjónustu, stuðningi við menntun, uppeldisþjálfun, betra aðgengi að vatni, fjármálaráðgjöf og aðgengi að lánum á lágum vöxtum svo dæmi séu tekin. Lánin eru veitt fjölskyldunum til að efla eigin atvinnurekstur svo sem til kaupa á búnaði og hráefni til framleiðslu á matvöru til sölu. Þá er margt óupptalið. Verkefnið hófst 1. janúar 2018 og stendur yfir til 31. desember 2021. Umræddar fjölskyldur eru í smábænum Iteya og þorpinu Tero Moye sem er í 20 km fjarlægð. Verkefnið er kennt við eldfjallið Tullumoye sem þýðir „Fjallsgígur“ á íslensku og er í nágrenni Tero Moye.Loksins auðvelt að fá vatnSkólasókn barnanna hefur rokið upp, stofnaðir voru forskólar fyrir 4-6 ára börn, dregið hefur úr vannæringu barna, fjölskyldurnar eru mun meðvitaðri um mikilvægi menntunar, kynjajafnrétti og meðferð fjármuna svo dæmi séu tekin. Þá hefur verið byggður vatnstankur og vatnsleiðslur lagðar til þorpsins Teremoye. Þar þurfti fólk áður að leggja á sig margra klukkustunda göngu eftir vatni en nú tekur aðeins nokkrar mínútur að bera sig eftir vatninu sem rennur í fjórar vatnsstöðvar í þorpinu. „Það er ljóst að vel er haldið utan um verkefnið af stjórnanda þess á staðnum og þakklæti fólksins er ótvírætt. Við heimsóttum nokkrar af þessum fjölskyldum, ræddum við þær og kynntum okkur bágbornar aðstæður þeirrar. Það fór ekki á milli mála að fólkið er þakklátt okkur Íslendingum fyrir aðstoðina. Þessi heimsókn staðfesti fyrir okkur að hjálp okkar hefur borið mikinn árangur og eftir að gera áfram.“ segir Hans Steinar, upplýsingafulltrúi.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent
Óvenju mikill árangur hefur náðst á skömmum tíma í Fjölskyldueflingarverkefni sem SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna í Eþíópíu, að því er fram kemur á vef samtakanna. Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS á Íslandi og Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi, voru í Eþíópíu dagana 1. til 6. febrúar og gerðu úttekt á þróun verkefnisins sem styrkt er af utanríkisráðuneytinu og SOS-fjölskylduvinum hér á landi. Verkefnið felst í að styðja 566 barnafjölskyldur í sárafátækt til sjálfbærni, meðal annars með mataraðstoð, bættri heilbrigðisþjónustu, stuðningi við menntun, uppeldisþjálfun, betra aðgengi að vatni, fjármálaráðgjöf og aðgengi að lánum á lágum vöxtum svo dæmi séu tekin. Lánin eru veitt fjölskyldunum til að efla eigin atvinnurekstur svo sem til kaupa á búnaði og hráefni til framleiðslu á matvöru til sölu. Þá er margt óupptalið. Verkefnið hófst 1. janúar 2018 og stendur yfir til 31. desember 2021. Umræddar fjölskyldur eru í smábænum Iteya og þorpinu Tero Moye sem er í 20 km fjarlægð. Verkefnið er kennt við eldfjallið Tullumoye sem þýðir „Fjallsgígur“ á íslensku og er í nágrenni Tero Moye.Loksins auðvelt að fá vatnSkólasókn barnanna hefur rokið upp, stofnaðir voru forskólar fyrir 4-6 ára börn, dregið hefur úr vannæringu barna, fjölskyldurnar eru mun meðvitaðri um mikilvægi menntunar, kynjajafnrétti og meðferð fjármuna svo dæmi séu tekin. Þá hefur verið byggður vatnstankur og vatnsleiðslur lagðar til þorpsins Teremoye. Þar þurfti fólk áður að leggja á sig margra klukkustunda göngu eftir vatni en nú tekur aðeins nokkrar mínútur að bera sig eftir vatninu sem rennur í fjórar vatnsstöðvar í þorpinu. „Það er ljóst að vel er haldið utan um verkefnið af stjórnanda þess á staðnum og þakklæti fólksins er ótvírætt. Við heimsóttum nokkrar af þessum fjölskyldum, ræddum við þær og kynntum okkur bágbornar aðstæður þeirrar. Það fór ekki á milli mála að fólkið er þakklátt okkur Íslendingum fyrir aðstoðina. Þessi heimsókn staðfesti fyrir okkur að hjálp okkar hefur borið mikinn árangur og eftir að gera áfram.“ segir Hans Steinar, upplýsingafulltrúi.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent