Flugeldasýning hjá Arsenal gegn Bournemouth

Anton Ingi Leifsson skrifar
Özil og Lacazette fagna í kvöld.
Özil og Lacazette fagna í kvöld. vísir/getty
Arsenal lenti ekki í neinum vandræðum með Bournemouth á heimavelli í kvöld en Skytturnar unnu 5-1 sigur. Mesut Özil var í byrjunarliðinu og gerði sitt.

Þjóðverjinn skoraði fyrsta markið á fjórðu mínútu og lagði upp annað markið fyrir Henrikh Mkhitaryan á 27. mínútu. Lys Mousset náði að minnka muninn fyrir hlé.

Laurent Koscielny kom Arsenal aftur í tveggja marka forystu í upphafi síðari hálfleiksins og Pierre-Emerick Aubameyang bætti við fjórða marki Arsenal eftir klukkutíma leik.

Það var svo Alexandre Lacazette sem skoraði fimmta mark Arsenal og tryggði þeim öruggan sigur. Þeir eru því áfram í fjórða sætinu, stigi á undan Manchester United.

Bournemouth er í tólfta sæti deildarinnar og siglir lygnan sjó.

Í hinum leik kvöldsins sem var að klárast vann Southampton lífsnauðsynlegan sigur á Fulham 2-0 en Oriol Romeu og James Ward Prowse skoruðu mörkin í fyrri hálfleik.

Með sigrinum komst Southampton upp úr fallsæti en eru nú í sautjánda sætinu. Tveimur stigum frá fallsæti. Fulham er í nítjánda sætinu og er tíu stigum frá öruggu sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira