Utankjörfundarkosning hefur staðið yfir síðan á miðvikudaginn en henni er formlega lokið. Þeir félagsmenn sem vilja og eiga eftir að greiða atkvæði þurfa að gera það á Aðalfundinum í dag sem verður haldinn í Akogessalnum í Lágmúla 4, 3ju hæð og hefst kl. 17:30.
Dagskrá Aðalfundar er sem hér segir:
- Formaður setur fundinn
- Formaður minnist látinna félaga
- Formaður tilnefnir fundarstjóra
- Fundarstjóri skipar tvo fundarritara
- Inntaka nýrra félaga
- Formaður flytur skýrslu stjórnar
- Gjaldkeri les upp reikninga
- Framkvæmdastjóri kynnir rekstraráætlun 2018 – 2019
- Umræður um skýrslu og reikninga
- Reikningar bornir undir atkvæði
- Gjaldkeri ber fram tillögu um inntöku- og árgjöld
- Kynning og kosning formanns til eins árs
- Kynning og kosning frambjóðenda í stjórnarkjöri
Kaffihlé
- Kosning þriggja stjórnarmanna
- Kosning tveggja skoðunarmanna og eins til vara til eins árs
- Kynning og kosning á fimm mönnum í fulltrúaráð til tveggja ára
- Lagabreytingartillögur
- Önnur mál
- Formaður flytur lokaorð
- Fundastjóri slítur fundi