Lífið

Vandræðalegt símaat Sögu Garðars og Dóru sló í gegn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vefsíðan sem rætt er um í símaatinu er bönnuð innan 18 ára.
Vefsíðan sem rætt er um í símaatinu er bönnuð innan 18 ára.
Óhætt er að segja að símaat Sögu Garðarsdóttur og Dóru Jóhannesdóttur hafi slegið rækilega í gegn þegar það var spilað á Íslensku vefverðlaununum í síðustu viku.

Þær stöllur voru kynnar á uppskeruhátíð Samtaka vefiðnaðarins sem haldin var síðastliðin föstudag. Þar spiluðu þær símaat sem þær höfðu tekið upp fyrir hátíðina.

Hringdu þær í vefhönnuðinn Ívar og sá Dóra um að tala í hlutverki Lilju Ragnarsdóttur. Óskaði hún eftir því að Ívar myndi hanna fyrir hana vef þar sem hún gæti birt „rómantískt“ efni af sér og manninum hennar.

Ívar varð allur hinn vandræðalegasti þegar Dóra spurði hvort hægt væri að tryggja að vefurinn væri aðeins fyrir 18 ára og eldri.

Í þessum dúr var símaatið sem var afar vandræðalegt en á sama tíma bráðfyndið.

„Við Dóra vorum kynnar á Íslensku vefverðlaununum þar sem við afhjúpuðum hversu þröngsýnir íslenskir vefhönnuðir eru miðað við kollega sína útí heimi,“skrifar Saga á Facebookþar sem hún deilir atriðinu sem hlusta má á hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×