Í umræddu myndbandi er farið yfir þáttaraðir sem HBO gefur út á næstunni og koma þar þættirnir vinsælu Game of Thrones við sögu.
Atriðin sem sýnd eru úr Game of Thrones virðist vera úr þegar þau Jon Snow, Daenerys Targaryen og The Unsullied koma fyrst til Winterfell.
Arya Stark virðist vera að sjá drekana sem fylgja þeim í fyrsta sinn. Einnig má sjá nokkur skot í lok myndbandisins sem virðast vera úr síðustu þáttaröð.
Þættirnir verða á dagskrá Stöðvar 2 í vor.