Sport

„Væri ekki ánægð ef ég þyrfti að keppa á móti transkonu“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Navratilova á góðri stund.
Navratilova á góðri stund. vísir/getty
Tennisgoðsögnin Martina Navratilova hefur gert transfólk víða um heim brjálað með síðustu ummælum sínum og samtök transfólks í Bandaríkjunum hefur slitið samstarfi við hana.

Navratilova er ein besta tenniskona allra tíma og vann 18 risatitla á glæstum ferli. Hún er einnig samkynhneigð og hefur lengi barist fyrir réttindum samkynhneigðra og svo transfólks á síðustu árum.

„Maður getur ákveðið að verða kona og tekið hormóna til að fá þátttökurétt í íþróttum. Unnið allt sem er í boði og jafnvel grætt vel í leiðinni. Síðan snúið öllu við, orðið karlmaður aftur og búið til börn,“ skrifaði Navratilova í grein.

„Það er bilun og svindl. Ég hef ekkert á móti transfólki en ég væri ekki ánægð ef ég þyrfti að keppa á móti transkonu. Það væri ekki sanngjarnt.“

Samtök transfólks í Bandaríkjunum hafa rekið Navratilovu sem sendiherra sinn eftir þessa grein. Transfólk í íþróttum hefur einnig gagnrýnt hana harkalega og sakað hana um fordóma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×