Af unglingalandsmóti á stóra sviðið í Eyjum Björk Eiðsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 07:00 Guðrún Ýr fór á Þjóðhátíð í fyrsta sinn í fyrra og segist vonast eftir betra veðri í ár. FBL/Stefán Guðrún Ýr Eyfjörð upplifði sína fyrstu Þjóðhátíð í fyrra og segist full eftirvæntingar fyrir komandi verslunarmannahelgi en jafnframt vonast til að fá betra veður en síðast. „Ég fór í fyrsta skipti á Þjóðhátíð í fyrra, við vorum að spila á Bar 900 og fengum bilað veður. Fyrstu kynni mín af Þjóðhátíð voru því frekar blaut,“ segir Guðrún og hlær en hún og fleiri tónlistarmenn gistu í tjaldi í eina nótt. „Það var ansi kalt og blautt,“ viðurkennir Guðrún og býst við að gista í húsi nú í ár. „Það er virkilega spennandi að fá tækifæri til að koma fram á stóra sviðinu fyrir framan svona margt fólk.Keppti í fótbolta og frjálsum um verslunarmannahelgar Guðrún upplifði eins og fyrr segir sína fyrstu Þjóðhátíð á síðasta ári, þá sem skemmtikraftur. Fram að því segist Guðrún hafa stundað unglingalandsmótin um verslunarmannahelgina eða ferðast um landið með fjölskyldu sinni. „Á unglingsárunum var ég alltaf að keppa í fótbolta og frjálsum á Unglingalandsmótum um verslunarmannahelgina, svo hafa þetta aðallega verið ferðalög með fjölskyldunni eða Innipúkinn í bænum. Þjóðhátíð í fyrra var í raun í fyrsta sinn sem ég upplifði alvöru skrall um þessa helgi. Það var mjög mikil upplifun fyrir mig og verður örugglega bara skemmtilegra núna.“ Tilnefnd til Nordic Music Prize Plata GDRN, Hvað ef, er tilnefnd til Nordic Music Prize sem plata ársins en verðlaunin verða afhent í Ósló undir lok mánaðar. Tvær plötur íslensks tónlistarfólks eru tilnefndar en plata tónlistarkonunnar GYDA, Gyðu Valtýsdóttur, Evolution, hlaut einnig tilnefningu. Íslenska tónlistarfólkið keppir við ekki minni nöfn en Robyn og Jenny Wilson frá Svíþjóð, auk tónlistarfólks frá hinum Norðurlöndunum. „Það var eiginlega smá sjokk að frétta af þessari tilnefningu og auðvitað mikill heiður. Ég fer með flugi út á afhendinguna en ég var aðeins að gúgla hátíðina og sé að þetta er alveg „smóking fínt“,“ segir Guðrún. Þó hún sé ekki búin að ákveða hverju hún klæðist á stóra kvöldinu segir hún það „allt í vinnslu“. Forsala á Þjóðhátíð hefst í dag, miðvikudag, en fyrstu nöfnin sem tilkynnt er að komi fram á hátíðinni eru auk GDRN Herra Hnetusmjör, tónlistarmaðurinn Huginn og raftónlistartvíeykið ClubDub. Fleiri tónlistarmenn verða tilkynntir á næstu vikum en aðstandendur lofa stærstu Þjóðhátíð til þessa. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Guðrún Ýr Eyfjörð upplifði sína fyrstu Þjóðhátíð í fyrra og segist full eftirvæntingar fyrir komandi verslunarmannahelgi en jafnframt vonast til að fá betra veður en síðast. „Ég fór í fyrsta skipti á Þjóðhátíð í fyrra, við vorum að spila á Bar 900 og fengum bilað veður. Fyrstu kynni mín af Þjóðhátíð voru því frekar blaut,“ segir Guðrún og hlær en hún og fleiri tónlistarmenn gistu í tjaldi í eina nótt. „Það var ansi kalt og blautt,“ viðurkennir Guðrún og býst við að gista í húsi nú í ár. „Það er virkilega spennandi að fá tækifæri til að koma fram á stóra sviðinu fyrir framan svona margt fólk.Keppti í fótbolta og frjálsum um verslunarmannahelgar Guðrún upplifði eins og fyrr segir sína fyrstu Þjóðhátíð á síðasta ári, þá sem skemmtikraftur. Fram að því segist Guðrún hafa stundað unglingalandsmótin um verslunarmannahelgina eða ferðast um landið með fjölskyldu sinni. „Á unglingsárunum var ég alltaf að keppa í fótbolta og frjálsum á Unglingalandsmótum um verslunarmannahelgina, svo hafa þetta aðallega verið ferðalög með fjölskyldunni eða Innipúkinn í bænum. Þjóðhátíð í fyrra var í raun í fyrsta sinn sem ég upplifði alvöru skrall um þessa helgi. Það var mjög mikil upplifun fyrir mig og verður örugglega bara skemmtilegra núna.“ Tilnefnd til Nordic Music Prize Plata GDRN, Hvað ef, er tilnefnd til Nordic Music Prize sem plata ársins en verðlaunin verða afhent í Ósló undir lok mánaðar. Tvær plötur íslensks tónlistarfólks eru tilnefndar en plata tónlistarkonunnar GYDA, Gyðu Valtýsdóttur, Evolution, hlaut einnig tilnefningu. Íslenska tónlistarfólkið keppir við ekki minni nöfn en Robyn og Jenny Wilson frá Svíþjóð, auk tónlistarfólks frá hinum Norðurlöndunum. „Það var eiginlega smá sjokk að frétta af þessari tilnefningu og auðvitað mikill heiður. Ég fer með flugi út á afhendinguna en ég var aðeins að gúgla hátíðina og sé að þetta er alveg „smóking fínt“,“ segir Guðrún. Þó hún sé ekki búin að ákveða hverju hún klæðist á stóra kvöldinu segir hún það „allt í vinnslu“. Forsala á Þjóðhátíð hefst í dag, miðvikudag, en fyrstu nöfnin sem tilkynnt er að komi fram á hátíðinni eru auk GDRN Herra Hnetusmjör, tónlistarmaðurinn Huginn og raftónlistartvíeykið ClubDub. Fleiri tónlistarmenn verða tilkynntir á næstu vikum en aðstandendur lofa stærstu Þjóðhátíð til þessa.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp