Húsið á sér mikla sögu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. mars 2019 06:45 Húsið var upphaflega heimavist fyrir nemendur Íþróttakennaraskólans á Laugarvatni. Ungmennafélag Íslands flytur hluta starfsemi sinnar á Laugarvatn í sumar og opnar þar Ungmenna- og tómstundabúðir í haust. Samningur um það var undirritaður í gær. „Við erum að taka við íþróttamiðstöðinni á Laugarvatni. Bláskógabyggð á húsið og leigir okkur það, út á það gengur samningurinn okkar á milli,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands, (UMFÍ) sem skrifaði undir téðan samning í gær. Hún segir UMFÍ ætla að fara með mjög sértækt verkefni að Laugarvatni sem eru ungmennabúðir fyrir nemendur í 9. bekk grunnskóla landsins.Auður Inga hefur verið framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands frá 2015. Fréttablaðið/Stefán„Þá koma unglingarnir hingað og dvelja frá mánudegi til föstudags, slökkva á símunum sínum og eru í útivist og félagsfærni alla skólavikuna. Einhver gæti kallað þetta nútíma-núvitund!“ lýsir hún og segir íþrótta- og ungmennafélög einnig fá tækifæri til að nýta sér aðstöðuna í húsinu. „Svo munum við að sjálfsögðu leigja tíma í íþróttahúsinu á Laugarvatni af sveitarfélaginu,“ bætir hún við. Síðustu fimmtán ár hefur UMFÍ verið með ungmennabúðirnar á Laugum í Sælingsdal í Dalabyggð. „Okkur hefur liðið gífurlega vel á Laugum en mér skilst að það standi til að selja húsnæðið þar,“ segir Auður og upplýsir að aðsóknin hafi aukist ár frá ári og í vetur séu 2.100 nemendur úr yfir 50 grunnskólum bókaðir þar. En hvernig hús er íþróttamiðstöðin á Laugarvatni og hvaða hlutverki hefur það þjónað? „Upphaflega var það heimavist fyrir nemendur íþróttakennaraskólans þegar hann byrjaði. Húsið á sér mikla sögu og allnokkrir aðilar hafa komið að rekstri þess á mismunandi tíma,“ lýsir Auður. „Hér hefur áður verið rekin íþróttamiðstöð á vegum UMFÍ, ÍSÍ og menntamálaráðuneytisins, hún var á tímabili fræðslumiðstöð, notuð fyrir námskeið, æfingabúðir og ýmsa íþróttatengda starfsemi. Í samræmi við aldur hússins er ýmislegt komið á tíma og endurbætur eru byrjaðar þar nú þegar. Það er fullt af iðnaðarmönnum í augnablikinu að gera við og græja.“ Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Tímamót Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Ungmennafélag Íslands flytur hluta starfsemi sinnar á Laugarvatn í sumar og opnar þar Ungmenna- og tómstundabúðir í haust. Samningur um það var undirritaður í gær. „Við erum að taka við íþróttamiðstöðinni á Laugarvatni. Bláskógabyggð á húsið og leigir okkur það, út á það gengur samningurinn okkar á milli,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands, (UMFÍ) sem skrifaði undir téðan samning í gær. Hún segir UMFÍ ætla að fara með mjög sértækt verkefni að Laugarvatni sem eru ungmennabúðir fyrir nemendur í 9. bekk grunnskóla landsins.Auður Inga hefur verið framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands frá 2015. Fréttablaðið/Stefán„Þá koma unglingarnir hingað og dvelja frá mánudegi til föstudags, slökkva á símunum sínum og eru í útivist og félagsfærni alla skólavikuna. Einhver gæti kallað þetta nútíma-núvitund!“ lýsir hún og segir íþrótta- og ungmennafélög einnig fá tækifæri til að nýta sér aðstöðuna í húsinu. „Svo munum við að sjálfsögðu leigja tíma í íþróttahúsinu á Laugarvatni af sveitarfélaginu,“ bætir hún við. Síðustu fimmtán ár hefur UMFÍ verið með ungmennabúðirnar á Laugum í Sælingsdal í Dalabyggð. „Okkur hefur liðið gífurlega vel á Laugum en mér skilst að það standi til að selja húsnæðið þar,“ segir Auður og upplýsir að aðsóknin hafi aukist ár frá ári og í vetur séu 2.100 nemendur úr yfir 50 grunnskólum bókaðir þar. En hvernig hús er íþróttamiðstöðin á Laugarvatni og hvaða hlutverki hefur það þjónað? „Upphaflega var það heimavist fyrir nemendur íþróttakennaraskólans þegar hann byrjaði. Húsið á sér mikla sögu og allnokkrir aðilar hafa komið að rekstri þess á mismunandi tíma,“ lýsir Auður. „Hér hefur áður verið rekin íþróttamiðstöð á vegum UMFÍ, ÍSÍ og menntamálaráðuneytisins, hún var á tímabili fræðslumiðstöð, notuð fyrir námskeið, æfingabúðir og ýmsa íþróttatengda starfsemi. Í samræmi við aldur hússins er ýmislegt komið á tíma og endurbætur eru byrjaðar þar nú þegar. Það er fullt af iðnaðarmönnum í augnablikinu að gera við og græja.“
Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Tímamót Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira