Bergþóra og Karl nýir forstöðumenn hjá Íslandsstofu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. mars 2019 10:39 Karl Guðmundsson og Bergþóra Halldórsdóttir. Íslandsstofa hefur ráðið tvo forstöðumenn sem taka við nýjum sviðum í kjölfar skipulagsbreytinga. Bergþóra Halldórsdóttir mun stýra nýju sviði viðskiptaþróunar og Karl Guðmundsson stýrir sviði útflutnings. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Íslandsstofu en þar kemur fram að Bergþóra komi til Íslandsstofu frá Samtökum atvinnulífsins (SA) þar sem hún hefur sinnt alþjóðasamstarfi fyrir hönd samtakanna og umbótum á rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja undanfarin ár. Bergþóra er með meistaragráðu í alþjóðalögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og þá hefur hún lokið viðbótargráðum í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands og frönsku frá háskólanum í Aix-Marseille. „Nýtt svið viðskiptaþróunar mun þróa þjónustu Íslandsstofu við allar atvinnugreinar og fyrirtæki. Innan viðskiptaþróunar verður einnig byggð upp greiningareining sem mun sinna greiningum fyrir öll svið Íslandsstofu og eiga náið samstarf við stjórnsýsluna og atvinnulífið um greiningar og undirbúning stefnumótandi verkefna. Þá mun viðskiptaþróun bera ábyrgð á stefnumótun Íslandsstofu og innleiðingu stefnu,“ segir í tilkynningu. Karl kemur svo til Íslandsstofu frá lyfjafyrirtækinu Florealis þar sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs. Hann er með MBA-gráðu frá Rady School of Management, UCSD, og þá er hann með B.Sc.-gráðu í sjúkraþjálfun. „Hlutverk útflutningssviðs er að auka eftirspurn eftir íslenskum vörum og þjónustu hjá öllum útflutningsgreinum og greiða fyrir markaðssetningu og útflutningi, hvort sem er á vörum eða þjónustu og á sviði skapandi greina. Sviðið vinnur náið með atvinnulífinu og stjórnvöldum við að móta verkefni, kortleggja markaði, greina tækifæri og móta skilaboð út á markaði. Innan sviðsins eru þarfir og möguleikar hverrar útflutningsgreinar skoðaðar sem og mögulegar aðgerðir varðandi erlent markaðsstarf og hvernig Íslandsstofa getur stutt við þær,“ segir í tilkynningu. Vistaskipti Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Íslandsstofa hefur ráðið tvo forstöðumenn sem taka við nýjum sviðum í kjölfar skipulagsbreytinga. Bergþóra Halldórsdóttir mun stýra nýju sviði viðskiptaþróunar og Karl Guðmundsson stýrir sviði útflutnings. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Íslandsstofu en þar kemur fram að Bergþóra komi til Íslandsstofu frá Samtökum atvinnulífsins (SA) þar sem hún hefur sinnt alþjóðasamstarfi fyrir hönd samtakanna og umbótum á rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja undanfarin ár. Bergþóra er með meistaragráðu í alþjóðalögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og þá hefur hún lokið viðbótargráðum í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands og frönsku frá háskólanum í Aix-Marseille. „Nýtt svið viðskiptaþróunar mun þróa þjónustu Íslandsstofu við allar atvinnugreinar og fyrirtæki. Innan viðskiptaþróunar verður einnig byggð upp greiningareining sem mun sinna greiningum fyrir öll svið Íslandsstofu og eiga náið samstarf við stjórnsýsluna og atvinnulífið um greiningar og undirbúning stefnumótandi verkefna. Þá mun viðskiptaþróun bera ábyrgð á stefnumótun Íslandsstofu og innleiðingu stefnu,“ segir í tilkynningu. Karl kemur svo til Íslandsstofu frá lyfjafyrirtækinu Florealis þar sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs. Hann er með MBA-gráðu frá Rady School of Management, UCSD, og þá er hann með B.Sc.-gráðu í sjúkraþjálfun. „Hlutverk útflutningssviðs er að auka eftirspurn eftir íslenskum vörum og þjónustu hjá öllum útflutningsgreinum og greiða fyrir markaðssetningu og útflutningi, hvort sem er á vörum eða þjónustu og á sviði skapandi greina. Sviðið vinnur náið með atvinnulífinu og stjórnvöldum við að móta verkefni, kortleggja markaði, greina tækifæri og móta skilaboð út á markaði. Innan sviðsins eru þarfir og möguleikar hverrar útflutningsgreinar skoðaðar sem og mögulegar aðgerðir varðandi erlent markaðsstarf og hvernig Íslandsstofa getur stutt við þær,“ segir í tilkynningu.
Vistaskipti Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira