Chevrolet Blazer með 3 sætaraðir Finnur Thorlacius skrifar 13. mars 2019 22:30 Chevrolet Blazer 3, en Blazer var algeng sjón á götum Reykjavíkur hér áður. Aðeins einn mánuður er síðan Chevrolet kynnti Blazer-jeppa sinn, sem gengur nú í endurnýjun lífdaga eftir að hafa legið í láginni frá árinu 1999. Þróun bílsins heldur þó áfram hjá Chevrolet og nú er komið að lengri gerð hans með þrjár sætaraðir og verður hann fyrst settur á markað í Kína, en líklega í framhaldinu á öðrum mörkuðum. Til stendur að markaðssetja lengri útgáfuna í byrjun næsta árs í Kína. Þessi lengri gerð fær stafina XL í endann og stafirnir segja allt sem segja þarf. Hann er 14 cm lengri en hefðbundin gerð Blazer en undirvagn bílsins er sá sami, en hann má einnig finna undir GMC Acadia og Cadillac XT5.Bíllinn verður smíðaður í Kína af samstarfsaðila GM þarlendis, SAIC. General Motors, móðurfyrirtæki Chevrolet, segir að þessi bíll sé hentugur í sölu á þeim mörkuðum þar sem Chevrolet Traverse er ekki í sölu, en hann er einnig með þrjár sætaraðir en er enn þá stærri jeppi. Hefðbundinn tveggja sætaraða Blazer kostar aðeins 29.995 dollara í Bandaríkjunum, eða um 3,6 milljónir króna. Í þeirri ódýrustu gerð er hann með 193 hestafla 2,5 lítra vél. Hann má einnig fá með 3,6 lítra og 305 hestafla gerð og kostar þá 43.895 dollara, eða 5,3 milljónir króna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent
Aðeins einn mánuður er síðan Chevrolet kynnti Blazer-jeppa sinn, sem gengur nú í endurnýjun lífdaga eftir að hafa legið í láginni frá árinu 1999. Þróun bílsins heldur þó áfram hjá Chevrolet og nú er komið að lengri gerð hans með þrjár sætaraðir og verður hann fyrst settur á markað í Kína, en líklega í framhaldinu á öðrum mörkuðum. Til stendur að markaðssetja lengri útgáfuna í byrjun næsta árs í Kína. Þessi lengri gerð fær stafina XL í endann og stafirnir segja allt sem segja þarf. Hann er 14 cm lengri en hefðbundin gerð Blazer en undirvagn bílsins er sá sami, en hann má einnig finna undir GMC Acadia og Cadillac XT5.Bíllinn verður smíðaður í Kína af samstarfsaðila GM þarlendis, SAIC. General Motors, móðurfyrirtæki Chevrolet, segir að þessi bíll sé hentugur í sölu á þeim mörkuðum þar sem Chevrolet Traverse er ekki í sölu, en hann er einnig með þrjár sætaraðir en er enn þá stærri jeppi. Hefðbundinn tveggja sætaraða Blazer kostar aðeins 29.995 dollara í Bandaríkjunum, eða um 3,6 milljónir króna. Í þeirri ódýrustu gerð er hann með 193 hestafla 2,5 lítra vél. Hann má einnig fá með 3,6 lítra og 305 hestafla gerð og kostar þá 43.895 dollara, eða 5,3 milljónir króna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent