Fimm aldir frá komu skúrksins til Mexíkó Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. mars 2019 07:00 Cortés hittir Montesúma annan, konung Asteka. Nordicphotos/Getty Hernán Cortés kom til Júkatanskaga fyrir 500 árum, innlimaði svæðið í spænska konungsríkið og stráfelldi frumbyggja. Sagnfræðingur og kennari við MH segir að litið sé á Cortés sem skúrk nú til dags. Fimm hundruð ár eru liðin í dag frá því Spánverjinn Hernán Cortés nam land á Júkatanskaga í Mexíkó. Koma hans á skagann breytti sögu svæðisins, færði það undir spænsku krúnuna og leiddi til falls Astekaveldisins. Stefán Ásgeir Guðmundsson, sögukennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé einfaldlega ómögulegt að svara því hvernig Mexíkó væri nú ef Cortés og fylgdarlið hans hefðu ekki lagt í þessa för. Aðspurður um áhrif Cortés og hans manna segir Stefán: „Það sem kemur fyrst upp í hugann eru að sjálfsögðu örlög frumbyggja. Öll menning og heimsmynd þeirra var brotin niður. Óhemjumikið mannfall, aðallega vegna sjúkdóma sem fylgdu Spánverjum. Til dæmis er talað um að fjöldi frumbyggja á því svæði sem er Mexíkó í dag hafi farið úr 25 milljónum niður í eina milljón milli 1500 og 1600.“ Hann bætir því við að einnig sé vert að nefna áhrif evrópskra plantna og dýra frá Evrópu á Ameríku. „Til dæmis áhrif allra grasbíta á gróðurfar og náttúru Mexíkó.“ Þrátt fyrir að hafa fært svæðið undir spænsku krúnuna á sínum tíma er Cortés því ekki hampað sem hetju nú til dags. „Í dag er Cortés skúrkurinn. Það var hann sem eyðilagði heim frumbyggja með tilheyrandi hörmungum fyrir þá. Þetta viðhorf endurspeglast meðal annars í því að hvergi er styttu að finna af Cortés í Mexíkó, á meðan töluvert er til af minnismerkjum frumbyggja, líkt og styttur af Cuauhtémoc, einum leiðtoga Asteka,“ segir Stefán og bætir við: „Einnig má segja að hin opinbera saga sé kennd þannig. En auðvitað var Cortés eingöngu maður sinnar kynslóðar og þess tíma þegar Spánverjar voru að leita eftir nýjum tækifærum utan Evrópu.“ Stefán gekk sjálfur í háskóla í Mexíkó. Hann segir að ekki hafi verið mikið rætt um Cortés dagsdaglega. „En þeim mun meira um hver staða frumbyggja er í dag. Þessar um það bil tíu milljónir frumbyggja sem ennþá tala sín tungumál hafa „gleymst“ í svokallaðri nútímavæðingu Mexíkó, hreinlega verið skilin eftir. Þetta er sá hópur sem býr við verstar aðstæður,“ segir hann. Að lokum segir Stefán að þótt venjulega sé talað um kaflaskipti i sögunni þegar landafundirnir miklu áttu sér stað sé það bara ein sýn á málið. Önnur sé að gjörðir Spánverja í Ameríku hafi verið eðlilegt framhald af atburðum sem áttu sér stað á Íberíuskaga aldirnar á undan. „Það er, kristnir menn telja sig vera í eins konar krossferð gegn villutrúarmönnum. Þeir voru að vinna ríkidæmi og nýjar sálir. Cortés er því eingöngu að halda áfram því ferli sem forfeður hans voru búnir að gera aldirnar á undan gegn Márum. Eingöngu á nýju landsvæði og þá gegn frumbyggjum í nýja heiminum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mexíkó Tímamót Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Sjá meira
Hernán Cortés kom til Júkatanskaga fyrir 500 árum, innlimaði svæðið í spænska konungsríkið og stráfelldi frumbyggja. Sagnfræðingur og kennari við MH segir að litið sé á Cortés sem skúrk nú til dags. Fimm hundruð ár eru liðin í dag frá því Spánverjinn Hernán Cortés nam land á Júkatanskaga í Mexíkó. Koma hans á skagann breytti sögu svæðisins, færði það undir spænsku krúnuna og leiddi til falls Astekaveldisins. Stefán Ásgeir Guðmundsson, sögukennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé einfaldlega ómögulegt að svara því hvernig Mexíkó væri nú ef Cortés og fylgdarlið hans hefðu ekki lagt í þessa för. Aðspurður um áhrif Cortés og hans manna segir Stefán: „Það sem kemur fyrst upp í hugann eru að sjálfsögðu örlög frumbyggja. Öll menning og heimsmynd þeirra var brotin niður. Óhemjumikið mannfall, aðallega vegna sjúkdóma sem fylgdu Spánverjum. Til dæmis er talað um að fjöldi frumbyggja á því svæði sem er Mexíkó í dag hafi farið úr 25 milljónum niður í eina milljón milli 1500 og 1600.“ Hann bætir því við að einnig sé vert að nefna áhrif evrópskra plantna og dýra frá Evrópu á Ameríku. „Til dæmis áhrif allra grasbíta á gróðurfar og náttúru Mexíkó.“ Þrátt fyrir að hafa fært svæðið undir spænsku krúnuna á sínum tíma er Cortés því ekki hampað sem hetju nú til dags. „Í dag er Cortés skúrkurinn. Það var hann sem eyðilagði heim frumbyggja með tilheyrandi hörmungum fyrir þá. Þetta viðhorf endurspeglast meðal annars í því að hvergi er styttu að finna af Cortés í Mexíkó, á meðan töluvert er til af minnismerkjum frumbyggja, líkt og styttur af Cuauhtémoc, einum leiðtoga Asteka,“ segir Stefán og bætir við: „Einnig má segja að hin opinbera saga sé kennd þannig. En auðvitað var Cortés eingöngu maður sinnar kynslóðar og þess tíma þegar Spánverjar voru að leita eftir nýjum tækifærum utan Evrópu.“ Stefán gekk sjálfur í háskóla í Mexíkó. Hann segir að ekki hafi verið mikið rætt um Cortés dagsdaglega. „En þeim mun meira um hver staða frumbyggja er í dag. Þessar um það bil tíu milljónir frumbyggja sem ennþá tala sín tungumál hafa „gleymst“ í svokallaðri nútímavæðingu Mexíkó, hreinlega verið skilin eftir. Þetta er sá hópur sem býr við verstar aðstæður,“ segir hann. Að lokum segir Stefán að þótt venjulega sé talað um kaflaskipti i sögunni þegar landafundirnir miklu áttu sér stað sé það bara ein sýn á málið. Önnur sé að gjörðir Spánverja í Ameríku hafi verið eðlilegt framhald af atburðum sem áttu sér stað á Íberíuskaga aldirnar á undan. „Það er, kristnir menn telja sig vera í eins konar krossferð gegn villutrúarmönnum. Þeir voru að vinna ríkidæmi og nýjar sálir. Cortés er því eingöngu að halda áfram því ferli sem forfeður hans voru búnir að gera aldirnar á undan gegn Márum. Eingöngu á nýju landsvæði og þá gegn frumbyggjum í nýja heiminum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mexíkó Tímamót Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Sjá meira