Lífið

Lærðu textann við sigurlagið

Sylvía Hall skrifar
Hatari sigraði Söngvakeppnina í gær.
Hatari sigraði Söngvakeppnina í gær. Mynd/RÚV
Hljómsveitin Hatari sigraði Söngvakeppni Sjónvarpsins í gærkvöld með lagið Hatrið mun sigra og verður lagið því framlag Íslands í Eurovision sem fer fram í Tel Aviv í maí næstkomandi.

Ísland keppir á fyrra undanúrslitakvöldi keppninnar þann 14. maí og má búast við því að Hatari muni vekja mikla athygli með atriði sitt. Ísland hefur ekki komist áfram í úrslit frá árinu 2014 þegar Pollapönk keppti fyrir Íslands hönd og verður því spennandi að sjá hvort Hatara takist að snúa blaðinu við.

Fyrir þá sem ætla að koma sér í gírinn fyrir keppnina í maí er tilvalið að læra textann við framlag Íslands í ár og má finna hann hér að neðan.

Textinn við Hatrið mun sigra:

Svallið var hömlulaust.

Þynnkan er endalaus.

Lífið er tilgangslaust.

Tómið heimtir alla.

Hatrið mun sigra.

Gleðin tekur enda.

Enda er hún blekking.

Svikul tálsýn.

Allt sem ég sá.

Runnu niður tár.

Allt sem ég gaf.

Eitt sinn gaf.

Ég gaf þér allt.

Alhliða blekkingar.

Einhliða refsingar.

Auðtrúa aumingjar.

Flóttinn tekur enda.

Tómið heimtir alla.

Hatrið mun sigra.

Evrópa hrynja.

Vefur lyga.

Rísið úr öskunni.

Sameinuð sem eitt.

Allt sem ég sá.

Runnu niður tár.

Allt sem ég gaf.

Eitt sinn gaf.

Ég gaf þér allt.

Allt sem ég sá.

Runnu niður tár.

Allt sem ég gaf.

Eitt sinn gaf.

Ég gaf þér allt.

Hatrið mun sigra.

Ástin deyja.

Hatrið mun sigra.

Gleðin tekur enda.

Enda er hún blekking.

Svikul tálsýn.

Hatrið mun sigra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.