Fyrsti þátturinn fer í loftið 14. apríl vestanhafs og verður fyrsti þátturinn sýndur á sama tíma í Bandaríkjunum og á Íslandi.
Ótal áhættuleikarar koma við sögu í Game of Thrones og í gær gaf HBO út myndband þar sem farið er bakvið tjöldin og sýnt hvernig áhættuleikararnir bera sig í þáttunum.
Rowley Irlam, leikstjóri áhættuleika Game of Thrones, fer ítarlega yfir þeirra hlutverk eins og sjá má hér að neðan.