Átján ára gömul og vann sér óvænt inn 140 milljónir um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2019 10:30 Bianca Andreescu með bikarinn fyrir sigurinn í mótinu. AP/Mark J. Terrill Bianca Andreescu er yngsti sigurvegarinn á Indian Wells tennismótinu síðan að Serena Williams vann mótið fyrri tuttugu árum síðan. Sigurvegari þessa virta tennismóts var lítt þekkt tenniskona sem fékk aukasæti í mótinu en endaði á því að fara alla leið. Kanada er búið að eignast nýja íþróttastjörnu. Bianca Andreescu var svokallaður "wildcard" leikmaður á mótinu. Staða hennar á heimslistanum var ekki nógu góð til að hún fengi röðun inn í mótið en hún fékk eitt af aukasætunum sem oft koma í hlut yngri óreyndari leikmanna.How’s @Bandreescu_ going to celebrate her first @WTA title? The #BNPPO19 women’s singles champion sits down to talk about her crazy two weeks in #TennisParadise. pic.twitter.com/fqeMtiuOuQ — BNP Paribas Open (@BNPPARIBASOPEN) March 18, 2019Aldrei áður hefur "wildcard" tenniskona unnið þetta mót en uppkoma hennar er þegar farin að minna á það þegar Naomi Osaka sló í gegn á síðasta ári. Osaka vann á endanum tvö risamót í röð og komst upp í toppsæti heimslistans. Bianca Andreescu er hins vegar nafn sem tennisáhugamenn eiga eftir að heyra oft á næstu árum ef marka má þessa ótrúlegu byrjun hennar. Serena Williams var 17 ára þegar hún vann þetta mót árið 1999 og það þekkja allir hennar ótrúlega feril.https://t.co/O31LkfR9tj — Kyle Schnitzer (@Kyle_Schnitzer) March 18, 2019 Bianca byrjaði árið í 152. sæti á heimslistanum en er komin upp í 24. sæti eftir sigurinn á sunnudaginn. Hún er aðeins átján ára gömul og varð í 200. sæti á listanum í fyrra. Andreescu segist hafa tekið sjálfa sig í gegn, bætt mataræðið sitt og hugað meira að andlegri þjálfun. Hún þakkar jóga og hugarþjálfun fyrir framfarir sínar en mamma hennar kynnti hana fyrir jóga þegar hún var tólf ára gömul. Hvað sem hún gerði þá er það að framkalla hálfgert kraftaverk. Hún fékk bara „að vera með“ á Indian Wells mótinu og hver sigur var stórfrétt. Hún sló út stelpurnar í 32., 18., 20., 6. og 8. sæti á styrkleikalista mótsins áður en hún vann Angelique Kerber í úrslitaleiknum. Angelique Kerber var í fjórða sæti á síðasta heimslistanum en tapaði úrslitaleiknum 6-4, 3-6 og 6-4. Bianca Andreescu tók ekki bara risastökk á heimslistanum með þessum sigri því hún fékk einnig 1,2 milljónir dollara í sigurlaun eða 140 milljónir íslenskra króna. Það er ágætis útborgun fyrir átján ára stelpu en aðeins upphafið að einhverju miklu meiru haldi hún áfram á sömu braut.Teenage Dream@Bandreescu_#BNPPO19pic.twitter.com/gQwL5ACXf5 — BNP Paribas Open (@BNPPARIBASOPEN) March 18, 2019 Tennis Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Í beinni: FH - Stjarnan | Hléinu langa loksins lokið Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra körfubolti, Lengjubikarinn og margt fleira Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Sjá meira
Bianca Andreescu er yngsti sigurvegarinn á Indian Wells tennismótinu síðan að Serena Williams vann mótið fyrri tuttugu árum síðan. Sigurvegari þessa virta tennismóts var lítt þekkt tenniskona sem fékk aukasæti í mótinu en endaði á því að fara alla leið. Kanada er búið að eignast nýja íþróttastjörnu. Bianca Andreescu var svokallaður "wildcard" leikmaður á mótinu. Staða hennar á heimslistanum var ekki nógu góð til að hún fengi röðun inn í mótið en hún fékk eitt af aukasætunum sem oft koma í hlut yngri óreyndari leikmanna.How’s @Bandreescu_ going to celebrate her first @WTA title? The #BNPPO19 women’s singles champion sits down to talk about her crazy two weeks in #TennisParadise. pic.twitter.com/fqeMtiuOuQ — BNP Paribas Open (@BNPPARIBASOPEN) March 18, 2019Aldrei áður hefur "wildcard" tenniskona unnið þetta mót en uppkoma hennar er þegar farin að minna á það þegar Naomi Osaka sló í gegn á síðasta ári. Osaka vann á endanum tvö risamót í röð og komst upp í toppsæti heimslistans. Bianca Andreescu er hins vegar nafn sem tennisáhugamenn eiga eftir að heyra oft á næstu árum ef marka má þessa ótrúlegu byrjun hennar. Serena Williams var 17 ára þegar hún vann þetta mót árið 1999 og það þekkja allir hennar ótrúlega feril.https://t.co/O31LkfR9tj — Kyle Schnitzer (@Kyle_Schnitzer) March 18, 2019 Bianca byrjaði árið í 152. sæti á heimslistanum en er komin upp í 24. sæti eftir sigurinn á sunnudaginn. Hún er aðeins átján ára gömul og varð í 200. sæti á listanum í fyrra. Andreescu segist hafa tekið sjálfa sig í gegn, bætt mataræðið sitt og hugað meira að andlegri þjálfun. Hún þakkar jóga og hugarþjálfun fyrir framfarir sínar en mamma hennar kynnti hana fyrir jóga þegar hún var tólf ára gömul. Hvað sem hún gerði þá er það að framkalla hálfgert kraftaverk. Hún fékk bara „að vera með“ á Indian Wells mótinu og hver sigur var stórfrétt. Hún sló út stelpurnar í 32., 18., 20., 6. og 8. sæti á styrkleikalista mótsins áður en hún vann Angelique Kerber í úrslitaleiknum. Angelique Kerber var í fjórða sæti á síðasta heimslistanum en tapaði úrslitaleiknum 6-4, 3-6 og 6-4. Bianca Andreescu tók ekki bara risastökk á heimslistanum með þessum sigri því hún fékk einnig 1,2 milljónir dollara í sigurlaun eða 140 milljónir íslenskra króna. Það er ágætis útborgun fyrir átján ára stelpu en aðeins upphafið að einhverju miklu meiru haldi hún áfram á sömu braut.Teenage Dream@Bandreescu_#BNPPO19pic.twitter.com/gQwL5ACXf5 — BNP Paribas Open (@BNPPARIBASOPEN) March 18, 2019
Tennis Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Í beinni: FH - Stjarnan | Hléinu langa loksins lokið Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra körfubolti, Lengjubikarinn og margt fleira Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Sjá meira