Veiðiferð með Veiðivísi í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 18. mars 2019 08:50 Veiðivísir ætlar að skella sér í veiði með lesendum í Ytri Rangá. Mynd: Bjarki Már Jóhannsson Við hjá Veiðivísi ætlum að skella okkur í skemmtilega haustveiði í Ytri Rangá þann 30. september og okkur langar að hafa lesendur með okkur. Ytri Rangá er eins og veiðimenn þekkja ein af gjöfulustu laxveiðiám landsins og haustveiðin þar getur verið virkilega góð. Það sem gerir yfirleitt gæfumunin þar eins og annars staðar er að vera kunnugur staðháttum og vita hvar laxinn liggur í veiðistaðnum en veiðistaðirnir í Ytri geta oftar en ekki verið nokkuð stórir og erfitt að segja til um það hvar laxinn liggur í þeim. Við ætlum að bjóða þeim sem koma með okkur í ferðina í smá kynningu á Ytri Rangá og hvernig er best að bera sig að í haustveiðinni áður en veiðiferðin brestur á svo allir séu búnir að fá grunnleiðsögn um ánna og hvernig er best að bera sig að á hverjum veiðistað fyrir sig. Það verður leiðsögumaður frá Ytri Rangá sem sér um kynninguna á veiðistöðunum og ánni ásamt því að fjalla um hvaða flugur gefa best og hvernig er best að bera sig að. Eins og áður er nefnt verður farið 30. sept og veitt frá morgni til kvölds. Verðið er 45.000 á stöng og innifalið í því er kynningin á ánni ásamt grunngögnum á leiðsögn um veiðistaðina. Þið sem hafið áhuga á að skella ykkur með okkur getið sent email á karl.ludviksson@gmail.com. Athugið að um takmarkaðan stangarfjölda er að ræða. Mest lesið Flott veiði í veiði í Langavatni í Reykjasveit Veiði Rjúpnaveiðin fór ágætlega af stað Veiði 38 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Allt að 99% afsláttur af veiðileyfum Veiði Bleikjan varla farinn að sýna sig á Þingvöllum Veiði Ný veiðibúð í Árbænum Veiði Hvað sem þú gerir ekki gleyma flugnaneti Veiði Caddisbræður kenna veiðimönnum á Laxárdalinn Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði 70-90 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði
Við hjá Veiðivísi ætlum að skella okkur í skemmtilega haustveiði í Ytri Rangá þann 30. september og okkur langar að hafa lesendur með okkur. Ytri Rangá er eins og veiðimenn þekkja ein af gjöfulustu laxveiðiám landsins og haustveiðin þar getur verið virkilega góð. Það sem gerir yfirleitt gæfumunin þar eins og annars staðar er að vera kunnugur staðháttum og vita hvar laxinn liggur í veiðistaðnum en veiðistaðirnir í Ytri geta oftar en ekki verið nokkuð stórir og erfitt að segja til um það hvar laxinn liggur í þeim. Við ætlum að bjóða þeim sem koma með okkur í ferðina í smá kynningu á Ytri Rangá og hvernig er best að bera sig að í haustveiðinni áður en veiðiferðin brestur á svo allir séu búnir að fá grunnleiðsögn um ánna og hvernig er best að bera sig að á hverjum veiðistað fyrir sig. Það verður leiðsögumaður frá Ytri Rangá sem sér um kynninguna á veiðistöðunum og ánni ásamt því að fjalla um hvaða flugur gefa best og hvernig er best að bera sig að. Eins og áður er nefnt verður farið 30. sept og veitt frá morgni til kvölds. Verðið er 45.000 á stöng og innifalið í því er kynningin á ánni ásamt grunngögnum á leiðsögn um veiðistaðina. Þið sem hafið áhuga á að skella ykkur með okkur getið sent email á karl.ludviksson@gmail.com. Athugið að um takmarkaðan stangarfjölda er að ræða.
Mest lesið Flott veiði í veiði í Langavatni í Reykjasveit Veiði Rjúpnaveiðin fór ágætlega af stað Veiði 38 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Allt að 99% afsláttur af veiðileyfum Veiði Bleikjan varla farinn að sýna sig á Þingvöllum Veiði Ný veiðibúð í Árbænum Veiði Hvað sem þú gerir ekki gleyma flugnaneti Veiði Caddisbræður kenna veiðimönnum á Laxárdalinn Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði 70-90 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði